Ferðaskilmálar

Eftirfarandi ferðaskilmálar gilda fyrir pakkaferðir og eru í gildi á milli Nazar og farþega Nazar. Einnig er gott að kynna sér þær upplýsingar sem eru á heimasíðu okkar Nazar.is er varða ferðatilhögunina og eru því innifaldar í skilmálunum.

Skilyrði þessi eru birt með fyrirvara um innsláttar- og/eða stafsetningarvillur

1. Almennt

Í ferðabæklingi, verðskrá og auglýsingum ferðaskrifstofu skal tilgreina verð og allar upplýsingar sem ferðina snerta á greinargóðan og nákvæman hátt.

Pöntun á ferð er bindandi samningur fyrir farþega og ferðaskrifstofu, þegar ferðaskrifstofa hefur staðfest pöntun skriflega og farþegi hefur á réttum tíma greitt tilskilið staðfestingargjald, þar sem þess er óskað.

Sá aðilli sem bókar ferðina hefur þar með gert samning við Nazar og er því sá eini sem getur breytt eða afbókað ferðina. Ef nokkrir aðilar ferðast saman, er það einungis sá sem bókar ferðina sem getur gert breytingar eða afpantað ferðina. Sá sem bókar ferð er ábyrgur fyrir að gefa upp rétt símanúmer, tölvupóstfang og heimilisfang til að Nazar geti komið mikilvægum skilaboðum áleiðis.

Ef farþegi yngri en 18 ára ferðast utan forsjársaðila verður það að koma fram við bókun. Ferðavottorð undirritað af forsjármanni skal sendast til Nazar, áður en greiðsla fer fram.

Nazar tekur enga ábyrgð á þeim upplýsingum sem fram koma í bæklingum eða vefsíðum hjá samstarfsaðillum okkar. Nazar tekur enga ábyrgð á þeim óskum eða samningum sem gerðir hafa verið af farþega beint við hótel. Nazar áskilur sér rétt til að breyta ferðafyrirkomulagi áður en samningur hefur verið gerður við farþega. Nazar áskilur sér rétt til að breyta þeim ferðaskilmálum sem gilda fyrir pakkaferðir áður en samningur hefur verið gerður við farþega. Ef af slíkum breytingum verðum gilda reglurnar í ferðaskilmálunum.

Samkvæmt skilgreiningum Nazar byrjar og endar ferð á Keflavíkurflugvelli.

Farseðill/staðfesting er send/ur heim með tölvupósti þér að kostnaðarlausu. Þú getur einnig farið inná „mín ferð“ og prentað út farseðilinn þegar ferðin er að fullu greidd. Hægt er að fá útprentaðan farseðil sendan heim með pósti, gegn póstburðargjaldi.
Ef eftir því er óskað er hægt að senda ferðaskilyrðin ásamt gagnlegum upplýsinum í pósti, en þá verður að óska sérstaklega eftir því við bókun. Athugið að það getur tekið allt að 10 virka daga þar til bréfið er móttekið.

Ef farþegi hefur sett fram sérstakar kröfur um þjónustu skal það koma fram í samningi aðila.

Farþegar eru sjálfir ábyrgir fyrir að yfirfara allar upplýsingar á staðfestingu, um leið og hún berst. Nafn á farseðli verður að vera það sama og á vegabréfi. Ef leiðréttingar er þörf skal hafa samband við Nazar umsvifalaust.

Farþegi sem ekki mætir á flugvöllinn í tæka tíð eða notar ekki bókaða ferð, missir réttinn á öllum hlutum ferðarinnar. Ekki er um neina endurgreiðslu á ferð að ræða.

Nazar áskilur sér rétt til leiðréttinga á verði eða öðrum villum sem rekja má til tæknilegra orsaka. Mögulegar villur eru leiðréttar næsta virka dag.

2. Greiðsla ferðar

Áætlað verð ferðar, eins og það er á greiðsludegi, skal greitt samkvæmt auglýstum skilmálum Nazar. 

Ferðaskrifstofu er heimilt að óska eftir innborgun þegar pöntun er staðfest.  Slíkt staðfestingargjald endurgreiðist ekki þó farþegi afturkalli pöntun eða ef ferðaskrifstofa riftir samningi vegna vanefnda farþega.

Ferðin skal greiðast í síðasta lagi samkvæmt eftirtöldu: Við bókun þegar meira en 42 dagar eru til brottfarar, skal greiða 25.000 krónur á mann í staðfestingargjald innan viku frá bókun. Lokagreiðsla skal berast Nazar minnst 42 dögum fyrir brottför. Athugið að ef staðfestingargjaldið hefur ekki borist okkur innan 7 daga, afbókast ferðin sjálfkrafa. Þegar bókað er með minna en 42 daga fyrir brottför skal öll upphæðin greiðast við bókun.

Staðfestingargjaldið er 25.000  kr. Ef óskað er eftir forfallatryggingu bætist sá kostnaður við þessa upphæð.
Farþegi hefur möguleika á að kaupa forfallatryggingu af Nazar (með eða utan öryggispakka). Trygginguna þarf að kaupa um leið og ferðina. Ekki er hægt að bæta forfallatryggingu við síðar en hún kostar 2800/4700 krónur á mann.

Þegar fargjaldareglur flugfélaga eða annarra flutningsaðila ganga lengra hvað greiðslur varðar en almennir skilmálar Nazar, gildir sú regla er gengur lengra.

3. Verð og verðbreytingar

Uppgefið áætlað verð við staðfestingu pöntunar kann að taka breytingum ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþátta:

  • Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði.
  • Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu s.s. lendingargjöldum eða gjöldum fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum.
  • Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð.

Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 20 dagana áður en ferð hefst.
Sérstakt þjónustugjald er innheimt fyrir þjónustu sem er ekki innifalin í verði ferðar s.s. sérpöntun á bílaleigubíl eða gistingu o.fl.

Pakkaferðir Nazars innihalda einungis það sem fram kemur á farmiðanum.

4. Afturköllun eða breytingar á pöntun

Heimilt er að afturkalla farpöntun án kostnaðar sé það gert áður en staðfestingargjald er greitt, en þú hefur viku til þess að greiða staðfestingargjald, ef að lágmarki 42 dagar eru í brottför.  Berist afpöntun eftir að staðfestingargjald hefur verið greitt, en þó meira en 28 dögum fyrir brottför, áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að halda staðfestingargjaldinu eftir.  Sé pöntun afturkölluð 28 til 15 dögum fyrir brottför heldur ferðaskrifstofan eftir 50% af verði ferðarinnar.  Berist afpöntun 14 til 5 dögum fyrir brottför á ferðaskrifstofan kröfu á 75% fargjaldsins, en sé afpantað þegar aðeins fjórir dagar eða skemur er til brottfarar er allt fargjaldið óafturkræft.

Við afturköllun og breytingar á ferð þarf alltaf að greiða breytingargjald sem er 4.000 kr á mann. 

Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.

Farþega er ávallt heimilt að afturkalla farpöntun vegna stríðsaðgerða, lífshættulegra smitsjúkdóma eða annarra hliðstæðra tilvika sem hafa afgerandi áhrif á framkvæmd ferðar þegar 14 dagar eða færri eru til brottfarar. Í slíkum tilvikum ber ferðaskrifstofu að endurgreiða allt fargjaldið að frádregnu staðfestingargjaldi.  Þetta gildir þó ekki ef farþegi hefði mátt sjá fyrir um ofangreinda atburði og ástand er samningur var gerður.

Til að ákveða um alvarleika atburðar skal Nazar ráðfæra sig við þar til gerðar stofnanir, íslenskar eða erlendar. Nazar fylgir ætíð leiðbeiningum íslenska utanríkisráðuneytisins.

Ef nýr verðlisti er genginn í gildi fær nýja ferðin verð eftir þeim verðlista. Þar af leiðandi getur mögulegur „bókaðu snemma“ afsláttur horfið úr bókuninni.

Heimilt er að gera breytingu á ferð ef breytingin er gerð með meira en mánaðar fyrirvara. Ef nýr verðlisti er genginn í gildi fær nýja ferðin verð eftir þeim verðlista. Þar af leiðandi getur mögulegur „bókaðu snemma“ afsláttur horfið úr bókuninni. Sé það gert eftir þann tíma skoðast það sem afpöntun og ný pöntun og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til greiðslu samkvæmt því, sbr. afpöntunarskilmála hér að ofan. 

Þegar farþegi hefur forfallatryggingu með öryggispakka gilda sérstakir skilmálar við breytingar og afbókun á ferð. Frekari upplýsingar um forfallatryggingu er hægt að lesa hér.

Breyting á áfangastað skoðast alltaf sem afpöntun og ný pöntun. Fyrir aðrar breytingar en að ofan greinir innheimtist sérstakt breytingagjald.

Breytingargjald Nazar er 4.000 kr. á mann fyrir hverja breytingu.

Forfallatrygging tryggir endurgreiðslu á þeim hluta fargjalds, sem greiddur hefur
verið og ekki fæst annars endurgreiddur, ef farþegi getur ekki farið fyrirhugaða
ferð vegna dauðsfalls, skyndilegs alvarlegs sjúkdóms eða alvarlegs slyss farþega, maka hans,
hvort sem um er að ræða maka samkvæmt hjónabandi eða staðfestri samvist, barna
viðskiptamanns eða barnabarna, foreldra hans eða tengdaforeldra, afa hans, ömmu eða systkina. Einnig ef samferðarfólk afbókar af ofangreindri ástæðu og bókanirnar eru tengdar.
Forfallatryggingin tryggir endurgreiðslu ef annar alvarlegur atburður gerist sem felur í sér verulegt eignartjón eða gerir nærveru hans nauðsynlega svo sem bruni á heimilinu. Einnig ef samferðarfólk afbókar af ofangreindri ástæðu og bókanirnar eru tengdar.

Framangreind tilvik skulu vera þess eðlis að óhjákvæmilegt sé að afturkalla áður gerða
pöntun.

Farþegi sem pantaðar á vistarverur sameiginlegar með farþega sem þarf að afbóka vegna ofangreindra atriða á rétt á að fá vistarverur að sömu gæðum og pantað hafði verið, sem henta breyttum fjölda farþega utan auka kostnaðar.

Farþegi skal afbóka ferð svo fljótt sem auðið er eftir að ofangreind atriði hafa gerst. Skila þarf inn læknisvottorði eða lögregluskýrslu. Læknisvottorðið skal vera skrifað til Nazar.

Vottorð frá atvinnurekenda, eða skilnaðarvottorð verður að berast Nazar seinast 7 dögum eftir afbókun á ferð (gildir fyrir forfallatryggingu með öryggispakka).

Farþegi þarf sjálfur að standa straum af kostnaði vegna vottorðanna. En þau skulu berast Nazar seinast 7 dögum eftir að afbókun hefur verið gerð. Vottorðið þarf að innihalda allar helstu upplýsingar eins og t.d

  • Sjúkdómsgreiningu
  • Dagsetning greiningu / Fyrsta læknisheimsóknin
  • Dagsetning meðhöndlunar / hvað liggur að baki ákvörðun læknisins
  • Að læknirinn ráði frá ferðalögum vegna ofangreindra atriða.

Til að afbóka ferð skal hafa samband við þjónustuver Nazar á skrifstofutíma í síma 519 2777. Utan skrifstofutíma má senda tölvupóst á info@nazar.is, eða jafnvel fax á númerið +46 40 699 88 31. Mikilvægt er að fram komi bókunarnúmer, nafn farþega, ástæða afbókunar og dagsetning afbókunar. Athugið að eingöngu sá sem bókar ferðina getur afbókað.

Hægt er að afbóka alveg þar til innskráning hefst á flugvellinum.

Eftir að afbókun hefur verið gerð, skal endurgreiðsla berast farþega síðast 14 dögum eftir að afbókun var gerð. Endurgreiðsla er alltaf greidd til þess sem bókaði ferðina.

5. Framsal bókunar

Farþegi getur framselt bókun sína til aðila sem fullnægir þátttökuskilyrðum.  Skal farþegi sem og framsalshafi tilkynna ferðaskrifstofu skriflega strax um slíkt framsal.  Framseljandi ferðar og framsalshafi eru þá sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgir gagnvart ferðaskrifstofu og því er varðar greiðslu á eftirstöðvum og öllum aukakostnaði er kann að leiða af slíku framsali.

Ekki er heimilt að framselja bókun þegar minna en 48 tímar eru til brottfarar.

Breytingargjald við framsal bókunar er 4.000 kr. á mann.

6. Aflýsing og breytingar á ferðaáætlun

Nazar áskilur sér rétt á breytingum varðandi alla þætti pakkaferðar áður en samningur hefur verið gerður við farþega. Breytingar geta þar með talið orðið í verðlista, í bæklingi og á heimasíðu okkar.

Ferðaskrifstofa ber enga ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem ferðaskrifstofa fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra.  Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofu heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt þar um tafarlaust.

Geri ferðaskrifstofa breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er.  Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna ferðaskrifstofu eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótarsamning er tilgreini þær breytingar sem gerðar eru á upphaflega samningnum og áhrif þeirra á verð og önnur kjör.

Sé ferð aflýst, eða farþegi riftir samningi þegar um verulega breytingu er að ræða á ferð áður en hún hefst, á farþegi rétt á að fá að fullu endurgreiðslu eða taka í staðinn aðra ferð sambærilega að gæðum eða betri ef ferðaskrifstofan getur boðið slík skipti.  Ef ferðin sem boðin er í staðinn er ódýrari fær farkaupi verðmismuninn endurgreiddan.  Ef ferðin er dýrari greiðir farkaupi mismuninn.

Tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og geta breyst.

Ferðaskrifstofu er heimilt að aflýsa ferð ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg, enda hafi í kynningu á ferðinni verið krafist ákveðins lágmarksfjölda farþega.  Tilkynna ber þátttakendum um aflýsingu eigi síðar en þremur vikum fyrir áætlaðan brottfarardag.  Ferðum sem vara í eina viku eða skemur má þó aflýsa með tveggja vikna fyrirvara.

Nazar áskilur sér rétt til að aflýsa ferð þar sem nýting sæta er minna en 75%.  Sé ferðin partur af tiltekinni flugleið á ákveðnu tímabili (flugsería) áskilur Nazar sér heimild til að fella niður öll flug á tilteknu tímabili á þeirri flugleið (flugseríu), að því gefnu að þátttakendum sé tilkynnt þar um svo fljótt sem auðið er, sbr. hér ofan (þ.e. þremur vikum fyrir brottför, eða tveimur vikum fyrir brottför).

7. Skyldur þátttakenda

Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þeirra aðila er ferðaskrifstofa skiptir við.  Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um, taka tillit til samferðarmanna sinna og hlíta þeim reglum er gilda á flutningatækjum, áningarstöðum (t.d. flughöfnum), gisti- og matsölustöðum o.s.frv., enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni.  Farþegi sem mætir ekki á brottfararstað (s.s. flugstöð) á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann af þeim sökum verður af pöntuðu fari.

Brjóti farþegi af sér í þessum efnum eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofu heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofu.

Ferðaskrifstofu er heimilt að hafna viðskiptum við fólk vegna fyrri brota svo og við þá sem ferðaskrifstofa telur ekki færa til að ferðast vegna sjúkdóma, drykkju, o.þ.h.

Farþegi er sjálfur ábyrgur fyrir að undirbúa nauðsynleg atriði eins og t.d. að vera með gilt vegabréf, vegabréfsáritun, nauðsynlegar bólusetningar, tryggingar ofl.

Þótt farþegi kjósi að nota ekki eitthvað af þeim atriðum sem innifalin eru í verði ferðar, er ekki veittur afsláttur eða endurgreiðsla af neinu tagi. Ekki er hægt að gera neinar breytingar á pakkaferð sem þegar er hafin.

Einungis þeir farþegar sem skráðir eru á farseðilinn geta nýtt ferðina og einungis á þeim dögum sem ferðin hefur verið bókuð. Ekki er hægt að lengja eða stytta byrjaða ferð. Ekki er veittur afsláttur fyrir atriði sem ekki hafa verið nýtt af farþegum eins og t.d. máltíðir, hótel eða slíkt. Þeir farþegar sem vilja sjálfir sjá um að koma sér á milli flugvallar og hótels (báðar leiðir) þurfa að láta farastjóra vita af því fyrirfram.

Ef farþegi missir af flugi vegna einhverskonar samgönguvandræða hefur farþegi fyrirgert rétti sínum til að fljúga heim með Nazar.

8. Takmörkun ábyrgðar og skaðabætur

Þátttakendur eiga þess kost að kaupa á sinn kostnað ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingu fyrir milligöngu ferðaskrifstofu eða hjá tryggingafélögum.  Einnig forfallatryggingu þar sem slík vernd er ekki innifalin í verði ferðar.

Ferðaskrifstofa áskilur sér jafnframt rétt til að takmarka skaðabætur í samræmi við takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum.

Ferðaskrifstofa gerir ráð fyrir að þátttakendur í hópferðum séu heilir heilsu þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms.  Ef farþegi veikist í hópferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina.  Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt.

Hugsanlegar kvartanir vegna ferðarinnar skulu berast fararstjóra strax og skal skrifleg kvörtun síðan berast ferðaskrifstofu eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan mánaðar frá því viðkomandi ferð lauk. Að öðrum kosti verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina. Athugið að það tekur talsverðan tíma að vinna hverja kvörtun. Eyðublöð má finna hér

Verði farþegi fyrir meiðslum eða eignatjóni vegna þess að ferð er ófullnægjandi á hann rétt á skaðabótum nema því aðeins að:

  • vanefnd á framkvæmd samningsins verði ekki rakin til vanrækslu ferðaskrifstofu eða annars þjónustuaðila
  • af því að vanefndirnar eru sök farþega eða þriðja aðila sem ekki tengist þeirri þjónustu sem samið var um og eru ófyrirsjáanlegar eða óhjákvæmilegar eða
  • vanefndirnar eru vegna óviðráðanlegra aðstæðna eða atburðar sem veitandi þjónustunnar gat með engu móti séð fyrir eða komið í veg fyrir.

Ef ferð fullnægir ekki ákvæðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir ferðaskrifstofu.  Ef ekki er hægt að bæta úr því sem á vantar eða einungis með lakari þjónustu á farþegi rétt á verðlækkun á ferðinni sem jafngildir mismuninum á þeirri þjónustu sem samið var um og þeirri sem veitt er.

9. Tímatafla

Tímasetningar sem gefnar eru upp við bókun eru áætlaðar og geta því breyst. Nazar mun tilkynna farþegum ef af breytingum verður, svo fljótt sem auðið er eða seinast 14 dögum fyrir brottför.

Ef flugtími breytist, eins og segir í fyrra stykki, um meira en 8 tíma hefur farþeginn rétt á að slíta samningnum, svo framarlega sem ferð er ekki hafin. Ferð telst hafin þegar innskráning hefst og farþegi hefur fengið brottfararspjaldið.

Ef farþegi velur að afbóka ferð , mun allt fargjaldið sem farþegi hefur greitt, endurgreiðast. Afbókun verður gerast síðast 4 dögum eftir að upplýst hefur verið um endanlegan flugtíma. Breytingar á flugtíma gefa ekki rétt á afslætti, inneignarnótu, eða öðrum skaðabótum.

10. Ótilgreindar ferðir

Við reynum ekkert að leyna því að þú færð það sem þú borgar fyrir. Þegar þú kaupir ótilgreindar ferðir, þá færðu oftast minni gæði og næstum alltaf hótel sem ekki er venjulega innifalið hjá okkur. Þar sem verðið á ferðinni er svo lágt, reynum við að finna enn ódýrari hótel en við annars bjóðum uppá.

Við mælum með því að þú skipuleggir ekki hátíðir, fjölskylduferðir, draumafrí eða því um líkt á ótilgreindu hóteli. Ef þú vilt vita hvað þú færð fyrir peningana skaltu alltaf velja ákveðið hótel, þrátt fyrir að þau kosti örlítið meira.

Athugið að ekki er hægt að koma með sérstakar óskir varðandi ótilgreindar ferðir, og Nazar getur ekki komið sérstökum óskum áleiðis.  Ef þú ert að ferðast með börn, eða gerir ákveðnar kröfur, mælum við sérstaklega með því að þú pantir á ákveðnu hóteli.

Ótilgreindar ferðir
Hótelin/íbúðirnar eru yfirleitt mun einfaldari en gestir Nazar eiga að venjast og við getum ekki lofað að þú munir lenda á ákveðnum áfangastað eða hóteli. Þú gætir mögulega þurft að skipta um hótel með tiltölulega stuttum fyrirvara á meðan á ferð stendur. Yfirleitt eru ekki í boði þrif, handklæði eða rúmfatnaður. Máltíðir eru ekki innifaldar og misjafnt er hvernig herbergi eru í boði. Yfirleitt er ekki farastjórn í boði
Lukkuferðir 3-, 4- og 5 Stjörnu
Nazar getur ekki tryggt að þú fáir ferð á ákveðinn áfangastað en ferðin er yfirleitt á hótel sem ekki er venjulega innifalið í okkar ferðum. Við höfum því ekki haft tækifæri á að gæðakanna þessi hótel, en þau eru opinberlega flokkuð sem 3, 4 eða 5 stjörnu hótel. Það getur því verið að hér sé ekki eins yfirgripsmikið „allt innifalið“ og á okkar venjulegu hótelum. Mögulegt er að skipta þurfi um hótel í miðri ferð, oft með stuttum fyrirvara. Takmörkuð eða engin fararstjórn er í boði.
Við getum ekki tekið á móti óskum varðandi hótel, herbergi, eða útsýni.

11. Gestir á herbergjum

Í vistarverunum mega einungis þeir dvelja sem bókaðir eru inn á hótelið. Ekki er leyfilegt að hafa næturgesti í vistarverunum þótt að mögulega sé til staðar laust rúm.

12. Farangur

Nazar tekur enga ábyrgð á persónlegum hlutum í farangri. Þetta getur til dæmis verið myndavélar, skartgripir, peningar eða því um líkt.

13. Fyrirvari

Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um mögulegar prentvillur og innsláttarvillur. Upplýsingar um áfangastað og hótel geta breyst hvenær sem er. Farþegar eru alltaf látnir vita af stórvægilegum breytingum svo fljótt sem auðið er. Vatnaíþróttir eru yfirleitt á ábyrgð þriðja aðila á áfangastað, og getur Nazar því ekki tekið nokkra ábyrgð á þeim.

14. Gott að vita

Frekari upplýsingar fyrir ferðalagið er að finna hér.

Póstfang til skrifstofu Nazar:

Nazar Slagthuset
211 20 Malmö
Svíþjóð
Sími: 519-2777
Fax: +46 40-699 88 31
Tölvupóstur: info@remove-this.nazar.is