Forfallatrygging

 

Forfallatrygging án öryggispakka

Gildir:

  • Frí afbókun vegna skyndilegra og alvarlegra veikinda, gildir alveg að innritunartíma.

 

Forfallatrygging með öryggispakka

Gildir:

  • Frí afbókun vegna skyndilegra og alvarlegra veikinda, gildir alveg að innritunartíma.

  • Frí afbókun vegna uppsagnar. Gildir fyrir fastráðna starfsmenn sem sagt er upp skyndilega, utan fyrirvara. Vottorð frá vinnuveitenda verður að fylgja.

  •  Frí afbókun vegna skilnaðar. Skilnaðarvottorð verður að sendast inn til okkar.

  •  Fríar breytingar á ferð ef allir ferðaaðilar í bókun eru með forfallatryggingu og það eru minnst 42 dagar til brottfarar. Fríar breytingar gilda ekki fyrir ferðir með afslætti.

  • Þú færð einnig verðtryggingu, þannig að ef ferðin skyldi lækka fram að 60 dögum fyrir brottför hefur þú rétt á að fá endurgreiddan mismuninn! 

  •  Allir ferðaaðilar í sömu bókun geta áfram dvalið á sama hóteli, þótt einn af ferðaaðilunum hafi þurft að afbóka vegna t.d. sjúkdóms. Þú átt rétt á að vera á sama hóteli og ert tryggður gegn hærra gjaldi. Þetta gildir svo framarlega sem allir ferðafélagar eru með forfallatrygginguna og að læknisvottorð sé til stuðnings afbókuninni.

  •  Vottorð skal berast okkur síðast 7 dögum eftir afbókun.


Þú greiðir fyrir forfallatrygginguna um leið og þú greiðir staðfestingargjaldið fyrir ferðina. Ekki er hægt að kaupa forfallatryggingu eftir að staðfestingargjaldið hefur verið greitt.

Til að afbóka eða breyta þinni ferð skaltu hafa samband við þjónustuverið í síma 519 2777 fyrir brottför. Utan skrifstofutíma getur þú sent okkur tölvupóst á info@nazar.is. Í skilaboðunum skaltu gefa upp bókunarnúmer, hvaða aðillar það eru sem eru að afbóka, ástæða afbókunar og dagsetninguna á afbókuninni. Endilega hafðu í huga að bara sá sem bókaði ferðina getur afbókað hana.


Til að geta nýtt forfallatrygginguna þarftu að senda til okkar vottorð í frumriti. Ef um skyndilegan sjúkdóm er að ræða verður læknir að gefa út vottorð um að heilsunnar vegna getir þú ekki ferðast. Þú verður sjálf/ur að greiða kostnað varðandi læknisvottorð, og þegar ferðin er endurgreidd, endurgreiðist ekki gjaldið fyrir forfallatrygginguna, og breytingargjald sem er 4.000kr á mann.


Fyrir frekari upplýsingar bendum við á ferðaskilmála okkar.