Vellíðan fyrir líkama og sál

Á Pegasos World, Pegasos Resort og Pegasos Royal finnur þú nokkrar af bestu heilsulindum svæðisins. Starfsfólkið bíður tilbúið að aðstoða og ráðleggja þér varðandi þær mismunandi meðferðir sem bjóðast. 

Gegn greiðslu er hægt að fá meðal annars handsnyrtingu og fótsnyrtingu eða afslappandi nudd. Starfsfólkið er einnig alltaf tilbúið að aðstoða þig að setja saman dekurpakka sem er fullkominn fyrir þig.

Hamam pakkann verður að bóka minnst 7 dögum fyrir brottför.

Bókaðu hamam pakkann á einu af þessum hótelum:

Bókaðu ógleymanlega hamam upplifun að heiman

Það er ekkert betra en að byrja sumarfríið með tyrkneska baðinu hamam. Haman er hefðbundin tyrknesk meðferð í afslappandi umhverfi, með hita, vatni og gufu. Kroppurinn er allur skrúbbaður en það býður upp á fullkominn grunn fyrir fallega sólbrúnku sem endist lengur. Þú situr á heitum bekkjum í hringlóttu herbergi með marmarabekkjum og lætur hlýja gufuna opna og hreinsa húðina.

Það eru skálar með vatni svo hægt er að þvo sér, en einnig er hægt að leggjast niður og slappa af á marmarabekkjunum. Starfsmaður heilsulindarinnar mun síðan skrúbba kroppinn með grófum hanska og hreinsa þannig burt allar dauðar húðfrumur. Eftir skrúbbið er meðferðinni lokið með froðunuddi.

Þegar þú bókar ferð á eitt af Pegasos hótelunum okkar er mögulegt að bóka lúxus hamam pakkann að heiman. Pakkinn innheldur hefðbundna skrúbbið og froðunuddið en því er fylgt eftir með 30 mínútna afslappandi olíunuddi.

Vissir þú að orðið hamam er upprunalega dregið af orðinu ”muldra”? Það er vegna þess að þegar þú situr í hamam þá dempast allar raddir í háa hvolfþakinu. Hamam hefur síðarmeir orðið samheiti yfir baðhús. Ef það er einhversstaðar sem þú ættir að dekra við þig í heilsulind, þá er það í Tyrklandi.