Sjóræningjasigling

Uppáhalds skoðunarferð barnanna!

Hérna færðu að fylgja með áhöfn Kapteins Nemo í frábæran ævintýradag á Manavgat ánni. Þetta mun verða dagur fullur af gríni, glensi og leikjum um borð í sjóræningjaskipinu og þegar við sleppum akkerum og göngum á land á ströndinni byrjar stóra fjársjóðsleitin!

Alþjóðlegu sjóræningjarnir gera daginn ógleymanlegann og allir ævintýraþyrstir sjóræningjar, stórir sem smáir eru velkomnir að taka þátt. Rútuferðir til og frá hóteli eru innifaldar.

Skoðunarferðin mun eiga sér stað á þriðjudeginum. Athugið að skoðunarferðinni getur verið aflýst vegna veðurs eða of lítillar þátttöku. Miðann fyrir skoðunarferðinni skal sækja hjá fararstjórum okkar seinast kl 11 á mánudeginum.  Afbókun af skoðunarferð skal vera gerð seinast kl 11 á mánudeginum. Við tveggja vikna ferðir ertu þú bókuð/bókaður í sjóræningjasiglinguna á þriðjudeginum fyrri vikuna. Ef þú óskar eftir að breyta í þriðjudaginn seinni vikuna skaltu hafa samband við fararstjórana og þeir munu athuga hvort það sé mögulegt.