Upplýsingar varðandi aðstæður í Tyrklandi

Uppfært: Torsdag 10-09-2015

Að kvöldi 8. september fram að aðfaranótt 9. September safnaðist saman hópur manna vegna póletískra mótmæla í Alanya sem leiddu til skemmdaverka. Það voru einnig órólegheit í Side. 

Það er allt fallið aftur í ró í bæði Alanya og Side og allt orðið eins og áður var. 

Farastjórar okkar hafa upplýst okkur um að aðstæður eru orðnar rólegar, og að gestir okkar geti haldið áfram fríi sínu eins og planað var. Við fylgjumst daglega vel með aðstæðum á áfangastöðum okkar. Utanríkisráðuneytið segir að það sé í lagi að ferðast á suðurströnd Tyrklands, en mælir með því að fólk haldi sér frá mótmælum og hópsamkomum á almannafæri.

Upp á síðkastið hafa fjölmiðlar mikið fjallað um órólegheitin við landamæri Sýrlands. Áfangastaðir okkar eru ekki nálægt órólegheitunum sem fjallað er um í fjölmiðlum. Áfangastaðirnir Antalya, Side og Alanya eru í ca. 750-850 km. fjarlægð frá landamærum Sýrlands. Kusadasi er í ca. 1200 km. fjarlægð þaðan.

Gestir okkar geta haft samband við farastjóra okkar allan sólarhringinn og það eru sendar upplýsingar á öll hótelin okkar um stöðu mála.

Þar sem utanríkisráðuneytið segir að ekkert sé að því að ferðast til áfangastaðina sem við bjóðum upp á gilda venjulegar reglur okkar um afbókanir og breytingar á bókunum. Ef aðstæður breytast og utanríkisráðuneytið ráðleggur fólki að ferðast ekki til þessara áfangastaða munum við aflýsa öllum ferðum eins lengi og ástandið stendur yfir og flytja gesti okkar heim. Ef þú átt bókaða ferð þegar á þessu stendur munt þú fá peninginn endurgreiddan. 

Lestu meira um ráðleggingar utnaríkisráðuneytisins hér.