Ljúffengar uppskriftir frá Tyrklandi!

 

Mörgum finnst það vera hluti af sumarfríinu að fara út að borða og prófa nýja rétti. Til að leyfa þér að fá smá forskot á sæluna höfum við safnað saman nokkrum góðum tyrkneskum uppskriftum sem þú getur prófað sjálf/ur heima.

Verði ykkur að góðu og góða ferð!

Byrjaðu daginn með Menemen

Innihald:

4 stk egg
1 stk tómatur
1 stk laukur
2 stk paprikur eða ferskt chilli
50 gr. fetaostur
Krydd: salt, pipar, oregano, mynta


Aðferð


1. Skerðu laukinn niður í sneiðar og steiktu svo hringina í smjöri þar til þeir eru mjúkir og gegnsæir.
2. Bættu við  smátt hökkuðum tómat og papriku
3. Bættu við eggjum og hrærðu í 3-4 mín.
4. Bættu við osti og kryddum
5. Berið fram heitt

Gerðu þínar eigin tyrknesku Köfte

Innihald:

500 gr. Lambahakk (eða nautahakk)
1 tsk. Rauður chilli (mjög smátt skorið) eða 2 tsk chilliduft
2 geirar hvítlaukur (mjög smátt skorinn)
1 tsk salt
2 msk mynta (mjög smátt skorin)
2 msk steinselja (mjög smátt skorin)
Börkur af ½ sítrónu (rifinn)
Salt og pipar

 

Aðferð

1. Blandaðu öllu saman við hakkið og mótaðu í aflangar kjötbollur sem steikja á í olíu í 5-6 mín eða þar til þær eru gegnumsteiktar.
2. Berið fram með ofnbökuðum kartöflum, tómatasallati og tyrkneskri jógúrt með gúrku og hvítlauk.

Dýrindis Baklava í desert!

Innihald:

1 rúlla (270 g) frosið smjördeig (filo pastry)
2 dl möndlur, 2 dl pekanhnetur, 2 dl ósaltaðar pistasíuhnetur
200 g möndlumassi
150 g smjör
Sykurlag:1 dl vatn, 1 dl hrásykur,
1 dl hunang


Aðferð


1. Stilltu ofninn á 175 gráður.
2. Afþýddu smjördegið. Haltu því mjúku undir rakri diskaþurrku.
3. Ristaðu hneturnar á pönnu þar til þær eru gylltar. Grófhakkaðu hneturnar.
4. Rífðu niður möndlumassann og blandaðu við hneturnar og bræddu smjörið.
5. Skerðu smjördegið í arkir sem passa í eldfasta mótið.
6. Settu 3-4 arkir af degi í formið. Penslaðu með smjöri á milli. Settu helminginn af hnetublöndunni og endurtaktu svo.
7. Skerðu í 8 bita og bakaðu í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til hún er gyllt að lit.
11. Settu vatn, hrásykur og hunang í pott og láttu sjóða. Þegar þetta hefur þyknað skaltu hella yfir.