Okkar stærsti áfangastaður

Side hefur í áraraði verið einna vinsælasti sumarleyfisstaðurinn við Antalyaströndina og þá sérstaklega hjá barnafjölskyldum. Af gestum okkar þá eru það alls 40% sem velja að fara til Side, enda frábær hótel, þægileg og afslöppuð sólarleyfisstemning og fínar sandstrandir í heimsklassa.

Rétt eins og með önnur hótel hjá okkkur þá er einungis hægt að bóka Side-hótelin í gegnum Nazar.

 Athugið! Einka fjölskylduakstur til og frá hótelum okkar í Side kostar frá 2.900 kr á mann ((venjulegur akstur til og frá hóteli er innifalinn).


Lesa meira um Side | Hlaða niður leiðarvísi (pdf) | Skoðunarferðir

Hótelin okkar í Side:

Topplistinn:

Þú mátt ekki missa af þessu þegar þú heimsækir Alanya !

 

1. Apollonhofið

Taktu "selfie" við hið glæsta Apollonhof við sólsetur

 

2. Rómverskar rústir

Farðu í langan göngutúr um fallegar sögufrægar minjar

 

3. "Shop til you drop"

Fylltu ferðatöskurnar af minjagripum, skálum, sælgæti og leðurvörum

 

4. Ekki bara "Allt innifalið"

Prófaðu einn af flottu veitingastöðunum við skemmtilega höfnina

 

5. Green Canyon*

Þú dáleiðist af fegurðinni við þessa stíflu sem staðsett er í glæstum Taurusfjöllunum

 

6. Markaðir og basar

"Shopaholics" þrífast bæði í Side og í nágrenni Manavgat

 

7. Manavgat fljótið *

Komdu með í bátsferð niður fagurbláa Manavgatfljótið 

 

8. Líflegt næturlífið

Hlustaðu á lifandi tónlist á einum af mörgum börunum í Side 

 

9. Strandlengjan

Farðu í göngutúr niður fallega strandlengjuna á vesturströndinni 

 

10. Manavgat*

Vertu á meðal heimamanna í Manavgat - hér sjást sjaldan ferðamenn

 

* Skoðunarferð sem hægt er að bóka í gegnum Nazar. Lesið meira um skoðounarferðir okkar hér