Þú færð þrjú hótel á verði eins!

Pegasos Resort og Pegasos Royal breiða úr sér yfir stórt hótelsvæði með mörgum sundlaugum og börum, sem þú hefur fullan aðgang að sem gestur á hótelunum.

Þú greiðir einungis fyrir eitt hótel, en færð þó aðgang að aðstöðu tveggja hótela aukalega með í verðinu! „Allt innifalið“ maturinn bragðast frábærlega og þið getið búið allt að 8 manns saman í nýuppgerðum herbergjunum.

Punkturinn yfir i-ið er að hótelin eru staðsett á besta stað á langri, gylltri sandströnd!

Pegasos Resort

Pegasos Royal


Splassnýjung ársins á Pegasos Planet!

Nú hefur eitthvað svo einstakt sem gríðarlega skemmtileg wipeout braut opnað á okkar vinsælustu hótelum Pegasos Resort og Pegasos Royal. Þessi hindrunarbraut samanstendur af stórum uppblásnum hindrunum sem fljóta í sjónum við hótelströndina, og innblástur hefur verið fenginn frá samnefndum sjónvarpsþáttum.

Lesa meira


Skandinavískir barnaklúbbar eru innifaldir!

Sjóræningjaklúbbur, dansskóli, sundskóli og unglingaklúbbur og nýjung 2015: Family Day!
Þú og börnin getið hjálpast að við að skipuleggja skemmtunina í fríinu án þess að þurfa að bóka fyrirfram og auðvitað er þetta allt innifalið í verðinu hjá Nazar.

Lesa meira

Hittu Kaptein Nemo

Hinn frægi sjóræningi, Kapteinn Nemo, og áhöfnin hans, heldur til á Pegasos hótelunum þar sem hann leikur sér og skemmtir verðandi sjóræningjum.

Lestu meira um Kaptein Nemo

Nazar Collection hótelin

Ekki missa af:

  • Okkar barnvænlegasta strönd – fínkorna, barnvænleg og grunn. Fullkomin fyrir sandkastalagerð!
  • Kastali Kapteins Nemo – uppáhald allra barnanna með hvorki meira né minna en 16 villtum vatnsrennibrautum!
  •  Sjóræningjasigling – sigldu með áhöfn Kapteins Nemo á vit ævintýranna á Manavgat fljótinu!
  • Nazars eigin ísbúð – hér er boðið upp á mjúkís með mismunandi bragði allan daginn, einnig laktósafrían!
  • Minidiskó– sviðið verður að flottu dansgólfi og börnin verða að dansstjörnum!

Góð ráð frá okkur:

 " Hótelið sem hefur allt! Vatnsskemmti-garðurinn og ströndin er það vinsælasta.

Vatnsskemmtigarðurinn er stútfullur af ólíkum og villtum rennibrautum sem henta börnum á öllum aldri og fá foreldrana til að sparka af sér sandölunum og renna sér með.

Ströndin er svo nálægt sundlaugarsvæðinu að maður getur auðveldlega skotist á milli strandar og sundlaugar. "

Lena Örtenblad,
Fjármálastjóri, Nazar