Tyrkland sem áfangastaður

 

Þegar þú ferðast til Alanya, Side, Belek eða Antalya ferðastu til vinsælustu og mest þekktu ferðaborga Tyrkands. Hér getur þú verið viss um að öðlast ógleymanlegar ferðaminningar.

Í Tyrklandi er frábært að njóta þess að vera í fríi – hvort sem þú velur að ferðast að vori, sumri eða hausti. Hér eru dýrðlegar strandir, falleg náttúra, heillandi saga, vinalegir heimamenn og auðvitað okkar stórglæsilegu „allt innifalið“ hótel þar sem boðið er upp á ljúffengan mat, afslappandi sundlaugasvæði og skemmtilega afþreyingu fyrir stóra jafnt sem smáa.

Veðrið í Tyrklandi     Kort yfir hótelin okkar     Spennandi tyrkneskar uppskriftir

Okkar Tyrkland

Skoðunarferðir


Fólksfjöldi: 70 milljónir
Höfuðborg: Ankara
Tungumál: Tyrkneska
Gjaldmiðill: Evra/Tyrknesk líra
Aðrar stórborgir: Istanbul, Izmir


Spennandi svæði í boði

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja lúxusferðir til Tyrklands fyrir barnafjölskyldur. Við erum með hótel í Alanya, Side, Belek og Antalya á tyrknesku rivierunni.

Við höfum valið þessa áfangastaði, því hér er að finna hótel í hæsta gæðaflokki á spennandi og skemmtilegum svæðum.

Fararstjórarnir eru okkar stolt

Við erum um það bil 100 fararstjórar og leiðbeinendur hér í Tyrkandi en við erum hér til að gera fríið þitt draumi líkast. Þess vegna köllum við okkur „Dream Providers” (draumaveitendur).

Komdu til okkar, ef þú hefur spurningar, ef þú vilt ráðleggingar varðandi þitt hótel og áfangastað, eða ef þú einfaldlega vilt deila upplifun þinni á fríinu með okkur. Við hlökkum til að sjá þig!

Alanya
Sérstaklega þekkt fyrir fallegar strendur og gott andrúmsloft.
Hlaða niður >>

Belek
Belek er þekkt fyrir friðsæld og mikil gæðasumarfrí. 
Hlaða niður >>

Antalya
Líflegur höfuðstaður tyrkneskur ríveríunnar. 
Hlaða niður >>

Side
Barnvænasta ströndin, aðgrunn og með fínkorna sand.
Hlaða niður >>