Nú hefur eitthvað svo einstakt sem gríðarlega skemmtileg wipeout braut opnað á okkar vinsælustu hótelum Pegasos Resort og Pegasos Royal. Þessi hindrunarbraut samanstendur af stórum uppblásnum hindrunum sem fljóta í sjónum við hótelströndina, og innblástur hefur verið fenginn frá samnefndum sjónvarpsþáttum. Hindrunarbrautin tekur vatnaafþreyingu skrefinu lengra og hér geta þeir sem þora manað sig eða aðra í villtar wipeout þrautir í vatninu.

 

Láttu vaða og buslaðu, hoppaðu, skvettu og ýttu í þessari þrælskemmtilegu wipeout braut sem er svo sannarlega ekki eitthvað sem maður finnur á hverju hóteli.

Innifalið í verðinu!

Gestir okkar geta notað Wipeout brautina að kostnaðarlausu! Brautin er opin daglega frá klukkan 10:00 til 18:00 frá 15. maí til 15. september. Athugaðu að veðurfar eins og t.d. vindur og öldugangur geta valdið því garðinum verði lokað í um lengri eða skemmri tíma. 

Öryggisreglur:

 

  • Aldurstakmörk: Maður þarf að vera orðinn 6 ára og að minnsta kosti 110 cm hár.
  • Börn á aldrinum 6-10 ára þurfa að vera í fylgd fullorðna.
  • Skylda er að vera í björgunarvesti (fást afhend við skráningu í brautina)
  • Maður þarf að vera syndur til að fá að nota brautina
  • Not á brautinni eru á eigin ábyrgð og við mælum með því að fólk kynni sér öryggisreglur vel áður en farið er í brautina.

Pegasos Planet hótelin: