Finnst þér gaman að gera myndbönd og ertu góð/ur í því?

Þá gæti það orðið einmitt þú, sem Nazar sendir í sólina. Við leitum að einstaklingi með áhuga og kunnáttu í myndbandagerð. Við veljum allt að fimm fjölskyldur (hverja með allt að fjórum fjölskyldumeðlimum) frá Norðurlöndunum, sem fær fría vikuferð á eitt af Nazar Collection-hótelunum.


 

 

Vilt þú sækja um sem tökumaðurinn okkar?

Þú sækir um með því að senda á okkur allt að þrjá YouTube hlekki á myndbönd sem þú hefur gert, ásamt því að þú fyllir inn í eyðublaðið hér að neðan.

Til þess að geta sótt um sem tökumaðurinn okkar þarftu að:

  • Hafa möguleika á að ferðast með fjölskylduna í lok ágúst 2015.
  • Eiga nauðsynlegan búnað til þess að búa til efni í fullri upplausn (16:9)

Þú þarft ekki að vera kvikmyndagerðarmaður að atvinnu til þess að taka þátt í verkefninu – þú þarft kannski ekki einu sinni að vera fullorðin/n. Tökumaðurinn okkar þarf einfaldlega að geta búið til fjögur myndskeið með ákveðnu þema fyrir Nazar, hvert og eitt allt að 3-5 mínútur. Sem innblástur fyrir verkefnið er meðfylgjandi myndskeið sem Oscar sendi okkur á síðasta ári. Oscar er 15 ára gamall og í fríi með fjölskyldu sinni tók hann upp mikið af myndefni á GoPro myndavélina sína. Í kjölfarið bjó hann til þetta myndbrot sem hann sendi á okkur.

Keppninni er nú lokið – takk fyrir öll skemmtilegu framlögin!

Við erum nú að vinna með umsóknirnar og velja sigurvegara. Þegar úrvinnslu er lokið verður sigurvegarinn tilkynntur hér á þessari síðu.