Við hvetjum því gesti okkar til að vinna með okkur í því að vera umhverfisvænni á áfangastað.

Við hjá Nazar erum ánægð með að geta ár eftir ár sent gesti okkar af stað í sólina og veitt þeim draumafríið, góðar upplifanir og spennandi menningu.

Því fleiri sem ferðast því meira fær umhverfið og samfélagið að finna fyrir því. Við hjá Nazar tökum því málefni varðandi umhverfs- og samfélagslega ábyrgð alvarlega.

Við hvetjum því gesti okkar til að vinna með okkur í því að vera umhverfisvænni á áfangastað.

Hér eru nokkur ráð varðandi fríið þitt:

Lækkaðu hitann heima hjá þér á meðan þú ert í fríi.

Slökktu ljós eða notaðu tímastillingar heimafyrir, á meðan þú ert í burtu.

Notaðu sparperur, ef þú skilur eftir kveikt ljós á meðan þú ert í fríi.

Fullvissaðu þig um að ekkert tæki sé á ”stand by” og að nota rafmagn á meðan þú ert í fríi.

Taktu með þér eins lítinn farangur og þú getur til að halda þyng flugvélarinnar í lágmarki. Það sem verslað er á áfangastað þarf líka að komast í töskuna þegar halda á heim á leið.

Nýttu þér aksturinn sem Nazar býður upp á til og frá hótelinu. Það er mun betra fyrir umhverfið en eigin leigubíll.

Flokkaðu ruslið þitt á hótelinu ef það eru ólíkar ruslafötur.

Ekki notað meiri rafmagn og vatn en þú þarft á að halda á hótelinu. Skrúfaðu fyrir vatnið á meðan þú burstar tennurnar og skelltu þér í sturtu í staðinn fyrir að fylla baðkarið.

Notaðu handklæðin oftar en einu sinni með því að hengja þau upp eftir notkun. Þá þarf starfsfólkið ekki að nota vatn og sápu að óþörfu.

Notaðu loftræstinguna sparlega og einungis á meðan þú ert í herberginu. Ekki skilja lykilkortið eftir í kortahaldaranum til að fá rafmagn ef þú ert ekki í herberginu.

Nazar Collection hótelin okkar Pegasos World, Pegasos Royal og Pegasos Resort eru "sólarleyfisheimili" yfir 40.000 gesta Nazars ár hvert! Vissir þú að…

  • Hafa fengið umhverfisvottanir Travel Life og ISO 14001?
  • Nota næstum því 90% sparperur?
  • Eru hluti af TUI ferðasamsteypunni? Þessi hótel eru þau sem taka mestan þátt í félagslegri ábyrgð á Antalya svæðinu.
  • Skipuleggja góðgerðarviðburði fyrir mismunandi góðgerðarsamtök? Eitt af þeim, ZICEV, eru samtök sem vinna með þjálfun og aðstoð fyrir hreyfihömluð börn í Tyrklandi.
  • Eru með herferð fyrir blóðgjöf fyrir samtökin Red Cresent (Rauði hálfmáninn)?
  • Hafa komið upp flokkun á rusli sem skref í átt að betri endurvinnslu?
  • Eru með „græna mánudaga“, þar sem herbergin eru ekki þrifin og ekki skipt á rúmum og handklæðum til að spara vatn, rafmagn og sápu?