Nazar – Lúxusfrí fyrir alla!

Við látum draumanna rætast!

Við hjá Nazar vitum að það er okkar verkefni að láta alla þína ferðadrauma rætast. Við gerum því miklar kröfur til okkar sjálfra, og við notum alla okkar krafta til þess að þú og þín fjölskyldu upplifið ógleymanlega ferð.

Þú ert gestur okkar, ekki viðskiptavinur

Takmark okkar er að vera fyrsta val hjá fjölskyldum á Norðurlöndunum, þegar kemur að því að bóka sumarfrí. Við vitum að því náum við einungis ef að við stöndum við okkar loforð.

Við trúum því að við komumst lengst á heiðarleika og virðingu í garð gesta okkar. Einmitt þess vegna tölum við um þig og þína fjölskyldu sem gesti en ekki viðskiptavini og við leggjum okkur fram við að veita faglega og persónulega þjónustu, þannig að þú finnir fyrir öryggi bæði fyrir og eftir ferð og auðvitað meðan á ferðinni stendur.

Gott dæmi er að við erum með fleiri fararstjóra, miðað við fjölda gesta, en nokkur önnur ferðaskrifstofa, og erum því alltaf til taks þegar gestir okkar þurfa á okkur að halda.

Þín skoðun skiptir máli

Hjá Nazar leggjum við sífellt kapp á að verða ennþá betri, og setjum því háar kröfur til þeirra hótela sem við bjóðum uppá. Við hittum forstjóra hótelanna því að minnsta kosti einu sinni í mánuði til að meta frammistöðu þeirra.

Það er vel farið yfir athugasemdir frá gestum okkar hvort sem þær berast í gegnum  netmiðla, spurningarlista eða sem kvartanir. Hjá okkur er ekkert vandamál eða spurning of stórt eða smátt, og þér er því alltaf velkomið að snúa þér til starfsfólks okkar bæði á skrifstofunni og á áfangastað.