Vertu „Nazar Dream Provider"!

Að vera ”Nazar Dream Provider” er besta starf í heimi!

Okkar markmið er alltaf að ganga einu skrefi lengra fyrir gesti okkar og að bjóða upp á persónulega þjónustu sem fyllir sumarfríið frábærum minningum.

Ert þú manneskjan sem hefur gaman af því að veita góða persónulega þjónustu þá gætir það verið þú sem við leitum að. Hér fyrir neðan geturðu lesið stutta lýsingu á vinnudegi sem fararstjóri eða leiðbeinandi.

Fararstjóri
Dreymir þig um að bjóða gesti velkomna í sólríkt sumarfrí? Finnst þér gaman þegar mikið er um að vera og hver einasti dagur felur eitthvað nýtt í skauti sér? Hefur þú ríka þjónustulund og ert frábær í mannlegum samskiptum? Að vinna sem fararstjóri hjá Nazar felur í sér margvísleg verkefni. Á dagskránni getur allt mögulegt verið á dagskránni eins og til dæmis að bjóða gesti velkomna á flugvellinum, leysa vandamál, leiða spennandi skoðunarferðir og einhver skrifstofustörf.

Leiðbeinandi
Vilt þú vera næsti Kapteinn Nemo í sjóræningjaklúbbi Nazar? Kannt þú einhver frábær dansspor sem þú vilt gjarnan kenna öðrum? Langar þig að kenna börnum að synda? Þá er starfið sem leiðbeinandi það rétta fyrir þig. Í barna- og unglingaklúbbum Nazar eru engir tveir dagar eins. Hver afþreyingin tekur við af fætur annarri eins og til dæmis sjóræningjaleikir, föndur, minidiskó, sundskóli, dans og unglingaafslöppun