Við hja Nazar!

Stjórn | Söludeild | Skrifstofa | Fjármál og bókhald | Á áfangastað


Á áfangastað

Johanna Kamiloglu – Svæðisstjóri, Tyrkland

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Mitt uppáhaldshótel er án vafa Regnum Carya Resort í Belek! Ég elska hótelið, sundlaugarsvæðið og glæsilegu herbergin. Maturinn er himneskur og smekklega framreiddur og eftirréttirnir eru meiriháttar. Það er ómögulegt að fara framhjá þeim án þess að smakka bara smá...

Mitt besta ferðaráð: Að hafa allt innifalið er það besta sem þú getur fengið í fríi þar sem þú vilt bara getað slappað af. Því hærri standard sem er á hótelinu, því betri eru gæðin á þjónustu, mat og drykk. Ég mæli hiklaust með Premium hótelunum. Ég er svakalega hrifin af því að hafa allt innifalið og þá sérstaklega því maður þarf ekki að hafa með sér veskið á hótelsvæðinu.


Leyla Pedersen Yüksel - Rekstrarstjóri

Uppáhaldsáfangastaður: Því miður hef ég ekki séð allan heiminn, en af þeim stöðum sem ég hef séð heillar Sydney mig mesti. Sydney býður upp á allt það sem stórborg þarf að hafa, en er á sama tíma græn, með marga almenningsgarða, nálægt vatni og nokkrar af fallegustu ströndum heims eru í nágrenninu.

Hvað vilt þú helst gera í fríinu: Auðveld spurning – að fara í skoðunarferð á meðan ég versla!


Elina Edström - Þjónustustjóri

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Pegasos Royal. Fullkomin strönd, fallegur garður, og svo getur maður nýtt sér 3 mjög ólík hótel.

Uppáhaldsáfangastaður: París. Borg sem ég mun aldrei hætta að heimsækja. Borgin hefur allt, verslun, áhugaverða staði, góðan mat og auðvitað Eiffelturninn.

Hvað vilt þú helst gera í fríinu: Ég eyði miklum tíma á ströndinni því ég elska að synda í sjónum. Versla og skoða mig um.

Pinja Raistakka - Þjónustustjóri á áfangastað

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Án efa Side Star Elegance í Side. Hótelið hefur fullt af fastagestum og ég skil virkilega afhverju það er. Hótelinu er vel haldið við og staðsetningin er fullkomin með ströndina beint við og gamla bæ Side í göngufæri. Staðsetningin, gæði í þjónustunni og gómsætt Allt-Innifalið prógrammið gerir það að maður getur verið öruggur um ógleymanlegt sumarleyfi.

Uppáhaldsáfangastaður: Ef Spánn telst ekki með, þá er uppáhaldsstaðurinn minn Funchal í Madeira í kringum jól. Það er þekkt fyrir ótrúlegt magn jólaljósa í gamla bænum, og svo eru einnig skipulagðir tónleikar og margskonar sýningar sem ókeypis er að sjá. Madeira býður upp á margt að sjá fyrir þá sem vilja skoða fallega hluti í sumarfríinu sínu.

Hvað vilt þú gera í fríinu: Eftir að hafa unnið svo lengi á sólríkum áfangastöðum þá er sólbrúnka og sól ekki svo mikilvægur hluti af sumarfríinu lengur. Ég vil uppgötva nýja hluti og sjá nýja staði en það er eitt það mikilvægasta þegar ég skipulegg sumarfríin mín. Áfangastaðurinn verður því að hafa eitthvað áhugavert að sjá svo ég geti sagst hafa átt frábært sumarfrí. Ef það er einnig sólríkur staður, þá er það bara auka plús.Yasemin Karakaya - Umsjónarmaður Barnaklúbbs

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Aqua Fantasy! Ég elska vatnsskemmtigarðinn, hótelið býður einnig upp á svo margt og maturinn er gómsætur. Kusadasi er frábær staður sem býður upp á allt milli himins og jarðar. Þar að auki hefur þú grísku eyjuna Samos í bara klukkutíma fjarlægð.

Hvað vilt þú gera í fríinu: Ég elska að liggja á ströndinni með bók. Því miður leiðist mér auðveldlega og því er gott að hafa blöndu af afslöppun og skoðunarferðum.