Við hja Nazar!

Stjórn | Söludeild | Skrifstofa | Fjármál og bókhald | Á áfangastað


Skrifstofa

Kristín Lind Andrésdóttir - Markaðsstjóri

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Hér verð ég að velja tvö hótel. Susesi Luxury Resort þegar ég ferðast með manninum mínum. Hótelið er í golfparadísinni Belek. En þegar við ferðumst með börnunum okkar þá er það án efa Pegasos World sem er uppáhaldið okkar! Frábær afþreying fyrir börn á öllum aldri og fullorðna líka!

Mitt besta ferðaráð: Taktu lífinu með ró og ekki skipuleggja allt of mikið áður en haldið er af stað. Njóttu þess að vera í fríi með fjölskyldunni. Svo er líka góð hugmynd að hvíla símana.


Anders Wergeni - Vefstjóri

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Aqua Fantasy er með allt! Villtar vatnsrennibrautir, stórar sundlaugar og mjög fín herbergi. Fullkomið fyrir fjölskylduna!

Mitt besta ferðaráð: Ef þú er fyrir auka lúxus skaltu án vafa kaupa Comfort Class. Þú færð frátekna sólbekki, VIP innritun, a la carte morgunmat og svo margt margt fleira og það setur svo sannarlega punktinn yfir i-ið.


Dan Lundgren - Vefhönnuður

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Aqua Fantasy – Frábært fyrir börnin!

Mitt besta ferðaráð: Haldu börnunum uppteknum og glöðum, þá getið þið slakað á og haft það gott.


David Petersson - Vefhönnuður

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Susesi Luxury Resort – því að sælkeramatur er eitt af lykilorðunum þegar ég tala um vel heppnað sumarfrí.

Mitt besta ferðaráð: Borða, drekka og skoða margskonar sögulega staði.


Tina Bengtsson - Ritstjóri

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Regnum Carya Resort! Allt er fyrsta flokks og þar er búið að hugsa fyrir hverju smáatriði. Þarna er allt innifalið og engu til sparað og starfsfólkið veit hvað góð þjónusta gengur út á - þér líður alltaf eins og VIP! Þar að auki eru herbergin þau allra bestu sem við höfum upp á að bjóða hjá Nazar - stór, nútímaleg og flott. 

Mitt besta ferðaráð: Skrifaðu ferðadagbók og gerðu myndaalbúm þegar heim er komið. Það er bæði auðveldara og skemmtilegra en að blaða í gegnum hundruði óflokkaðra mynda! Svona er auðvelt að muna eftir fríinu og þetta er skemmtilegt að taka fram aftur og aftur þegar heim er komið.


Björn Carlsson - Sales & Product Coordinator

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Side Star Elegance - frábær staðsetning, ný hótelaðstaða, góður matur og vinalegt starfsfólk.

Mitt besta ferðaráð: Prófaðu nýja áfangastaði, líka þó svo að síðasta frí hafi verið næstum því fullkomið. Það er svo ótrúlega mikið að sjá og upplifa í heiminum. Að sjá nýja menningu er mikilvægt til að vaxa sem manneskja.


Vigdis Engenes - Sales & Product Coordinator

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Ég er fyrir lúxus og svona extra þjónustu þegar ég er í fríi, þannig að ég er mest fyrir Premium hótelin. Uppáhaldið mitt er án vafa Regnum Carya Resort! Þar er meðal annars golfvöllur, ævintýragarður, sjö sundlaugar, strönd, alþjóðlegur barnaklúbbur, íþróttabar, bakarí og EINSTAKLEGA flott herbergi. Eitthvað fyrir alla fjölskylduna

Mitt besta ferðaráð: Farðu í skoðunarferð og prófaðu mat og drykki heimamanna - þá kynnistu landi og þjóð aðeins betur! Annars er það bara að slappa af með góða bók og njóta þess að vera í fríi með vinum og fjölskyldu.


Johanna Persson - Samhæfingarstjóri

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Mitt uppáhaldshótel er Side Star Elegance í Side. Betri staður er vandfundinn! Hótelið er alveg við grunna strönd sem er alveg yndisleg og svo er gönguleið meðfram hafinu alveg inn í miðbæ. Punkturinn yfir i-ið er svo baklavan sem maður fær á hótelinu. Þetta er sú besta baklava sem ég hef fengið (og ég hef prófað margar eftir að hafa unnið sem fararstjóri í mörg ár)!

Mitt besta ferðaráð: Komdu þér út af hótelinu og upplifðu umhverfið í kringum þig. Ég er vön að taka einn dag eða tvo í skoðunarferðir eða leigi bíl og fer þangað sem mig langar. Þá vil ég helst prófa góðan mat, njóta náttúrunnar og taka fallegar myndir.


Jenna Niemi - Gæðastjóri

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Ég er hrifnust af Ramada Plazasta og Regnum Caryasta. Á Ramada er útsýnið svakalegt og herbergin sérstaklega fín miðað við að þetta hótel tilheyrir Holiday Collection. Á Regnum er meiri lúxus og maður getur borðað eins mikinn Magnum ís og maður getur í sig látið. Ýmislegt gott að komast í en það er kannski ekki svo gott þegar heim er komið...

Mitt besta ferðaráð: Ferðastu til staða sem þú hefur ekki verið á áður. Það sem ég elska sjálf er að kynnast heimamönnum, menningu þeirra, mat, víni og sjá umhverfið!


Michael Bronzini - Sérfræðingur á hugbúnaðarsviði

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Ég er hrifinn af mörgum hótelum hjá Nazar en ef ég á að velja eitt uppáhalds, þá verð ég að velja Delphin Imperial - hótelið með góða matinn, bestu drykkina og lúxus eins það gerist best.

Mitt besta ferðaráð: Pantaðu haman, Kaptein Nemo fyrir börnin og drykki og snakk við sundlaugina fyrir pabbann. Það klikkar ekki!