Við hja Nazar!

Stjórn | Söludeild | Skrifstofa | Fjármál og bókhald | Á áfangastað


Söludeild

Cathrine - Deildarstjóri þjónustuvers

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Side Star Elegance vegna þess hve æðislegur garðurinn er og útsýnið yfir strandlengjuna og gamla bæinn. Þjónustan er einstaklega góð á þessu hóteli og það sama á við um matinn!

Mitt besta ferðaráð: Til að byrja með er alltaf best að hugsa um hvað maður vill fá út úr ferðinni. Mismunandi ferðir þurfa mismunandi aðstæður. Spurðu vini og vandamenn sem hafa farið í svipaðar ferðir úti þeirra ferðir og hringdu endilega í þá sem þú bókar ferðina hjá því þau geta komið með góð ráð svo að þú fáir virkilega þá ferð sem þú vonast eftir! Og jafnvel mikið betri!


Agnes - Sölu- og þjónustufulltrúi

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Ramada Plaza, vegna þess að útsýnið yfir hafið er algjörlega stórkostlegt. Herbergin eru stór og góð og maturinn frábær.

Mitt besta ferðaráð: Ef þú talar ekki tungumálið í landinu þá er þó mikilvægt að læra að segja eftirfarandi: ”Takk”, ”Afsakaðu” og ”Áttu þessa skó í stærð 37?” 


Lea - Sölu- og þjónustufulltrúi

Uppáhaldshótel hjá Nazar: Pegasos world, engin spurning! Hótelið heillaði hjarta mitt fyrir 4 árum síðan og er enn í fyrsta sæti hjá mér! Frábært svæði með risastórum sundlaugagarði og fullt af afþreyingu fyrir börnin. Þar fyrir utan er sundskóli fyrir alla litlu gestina okkar.

Hvað vilt þú helst gera í fríinu: Sjá eins mikið og hægt er af þeim stað sem ég er á og njóta sólarinnar og sandsins á milli tánna.