Stærsti vatnsskemmtigarðurinn

Renndu þér æpandi niður okkar allra svakalegustu vatnsrennibrautir!

Hér stígur þú inn í vatnaveröld sem allir rennibrautaaðdáendur munu elska. Hér eru allskonar mismunandi vatnsrennibrautir – langar, stuttar, brattar og snúnar ásamt hlykkjóttum, göngum og búmerang! Við erum með nokkra stærstu vatnsskemmtigarðana við Miðjarðarhafsins með allt að 31 vatnsrennibraut – þorir þú?

Valin hótel með svakalegustu vatnsskemmtigarðana:

Besti strandklúbburinn

Vatnaafþreying í fremstu röð með æðislegt útsýni yfir hafið

Strandklúbbarnir breiða úr sér á ströndinni og bjóða upp á vatnsrennibrautir, sundlaugar, aðstöðu til íþróttaiðkunar og veitingastaði. Fyrir þá sem vilja taka því rólega eru hér einnig sólstólar og sólhlífar – allt saman með útsýni yfir sjóinn.

Okkar bestu strandklúbbar:

Uppáhald þeirra yngstu

Fullt af fjöri fyrir mikilvægustu gesti okkar

Minnstu ferðalangarnir munu elska frábæra vatnaafþreyinguna, vatnsrennibrautirnar, öldusundlaugarnar og rólegar árnar. Hér eru grunnar laugar, svolítið minni vatnsrennibrautir, sjóræningjaskip og klifurgrindur í laugunum.

Valin uppáhald þeirra yngstu:

Mikið fyrir peningana

Vatnsrennibrautir og afþreying í mismunandi verðflokkum

Það geta allir fundið vatnsrennibrautir sem hentar þeirra fjárhag. Hér muntu fá alvöru kitl í magann – fullkomið ef þú vilt taka þér hlé frá sólbaðinu eða frá því að versla!

Valin hótel með vatnsrennibrautir á góðu verði:

Eitthvað fyrir alla

Þegar vatnsskemmtigarður er skemmtilegur bónus

Passar þetta við þig? „Ég þrái sól, sund og afslöppun og vatnsskemmtigarður myndi ekki skemma fyrir!“ Þá skaltu velja eitt af þessum hótelum, hér eru nefnilega nokkrar vatnsrennibrautir!

Valin hótel með vatnsskemmtigarð fyrir alla:

Stærstar og flestar sundlaugar

Sundlaugar sem eru allt að 10.000 m² - hér muntu njóta lífsins líkt og fiskur í vatni

Hótelin okkar eru ekki einungis með skemmtilegar vatnsrennibrautir heldur einnig töfrandi sundlaugarsvæði með allt að 22 sundlaugar á einu og sama hótelinu. Ákveðin hótel eru með sundlaugar með vatnaafþreyingu, rólegar laugar, barnalaugar, laugar með sjávarútsýni og sundlaugar í keppnislengd – valið er þitt!

Valin hótel með bestu sundlaugargarðana:

img

Myndbönd

31 vatnsrennibrautir

Okkar glæsti megavatnagarður og einn sá stærsti vatnsskemmtigarður við Miðjarðarhafið með alls 31 vatnsrennibrautum - Aqua Fantasy (Brottför frá Kaupmannahöfn).

Haltu fast í hattinn því hér rýkur hann af!

Sjá fleiri myndbrot frá Aqua Fantasy

Risastór vatnsskemmtigarður

Risastór vatnsskemmtigarður var opnaður árið 2014 á Pegasos World með 13 vatnsrennibrautir sem allar gefa mismunandi kitl í magann!

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega vatnsrennibraut!

Sjá fleiri myndbönd frá Pegasos World 

 

 

Strandklúbbur í toppklassa

Árið 2014 opnaði gríðarstór strandklúbbur á Eftalia Village með fullt af vatnsrennibrautum á dásamlegri ströndinni.

Fleiri myndbönd frá Pegasos World Prufukeyrðu eina af rennibrautunum!

img

Topplistar

Mestu seldu vatnsskemmtigarðarnir

Hér hefur þú þá vatnsskemmtigarða sem tróna á toppi listans yfir þá mest seldu!

  1. Aqua Fantasy

  2. Pegasos World

  3. Eftalia Village

  4. Pegasos Royal

  5. Delphin Imperial

Uppáhaldsrennibrautir sérfræðinganna

Joel Geneback og Anna Hoffman hafa prufukeyrt allar vatnsrennibrautirnar og hafa tekið saman þær bestu!

1. Super Combo, Aqua Fantasy (brottför frá Kaupmannahöfn)
Hér rennir þú þér í göngum sem enda í stórri trekt þar sem þú snýst í marga hringi áður en þú sogast niður í holu og er sturtað niður í djúpa laug!

2. Space Bowl, Pegasos World
Hér rennir þú þér í göngum sem enda í stórri trekt þar sem þú snýst í marga hringi áður en þú sogast niður í holu og er sturtað niður í djúpa laug!

3. Master Blast, Aqua Fantasy
Stór og breið rennibraut þar sem maður situr í tveggja manna kút. Rennibrautin er brött á köflum og maður skoppar upp og niður!

4. Boomerang, Eftalia Village
Hér rennur þú áfram á fullri ferð og endar síðan í stórri rennibraut sem líkist búmerangi þar sem þú þeysist fram og aftur á fleygiferð!

5. Extreme, Regnum Carya Resort
Stór og breið rennibraut þar sem maður situr í tveggja manna kút. Rennibrautin er brött á köflum og maður skoppar upp og niður!


img

Gott að vita

Skildu strandhandklæðin eftir heima!

Langflest af hótelum okkar eru með strandhandklæði sem þú getur notað við sundlaug og á strönd. Á flestum hótelunum er þessi þjónusta ókeypis en greiða þarf gjald fyrir handklæðaskipti á meðan á dvöl stendur á sumum hótelum.

Aldurs- og hæðartakmarkanir

Af öryggisástæðum eru takmarkanir með tilliti til hæðar/aldurs í vissum vatnsrennibrautum.