Allt innifalið - eins og það gerist best!Mikið úrval af a la carte veitingastöðum

Hér getur þú farið út að borða í „Allt innifalið“ fríinu þínu!

Af hverju ekki að gera vel við sig og fara á a la carte veitingastað þar sem þú getur pantað mat af matseðli og fengið þjónustu við borðið? A la carte veitingastaðirnir eru oft með ákveðin þemu, til dæmis fisk, tyrkneskan, ítalskan eða asískan mat og á vissum hótelum eru ein eða fleiri a la carte máltíðir innifaldar í „Allt innifalið“ prógramminu.

Uppáhaldshlaðborð barnanna

Af hverju ekki að fá sér pönnukökur í morgunmat eða ís í kvöldmat?

Hér fá börnin sjálf að ráða! Þau hafa sín eigin hlaðborð með uppáhaldsréttunum sínum, til dæmis pizzu, pasta, ís og vöfflum, og eru jafnvel með eigið svæði í veitingastaðnum með lágum og litríkum borðum og stólum. Hér geta þau notið máltíðarinnar með nýju félögunum sínum úr barnaklúbbnum!

Hagstætt „Allt innifalið“

Yfirgripsmikið „Allt innifalið“ fyrir gott verð!

Við bjóðum upp á allt innifalið í mismunandi verðflokkum svo jafnvel á minni bæjarhótelunum okkar getur þú fengið allt innifalið. Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og snarl er innifalið, ásamt öllum innlendum drykk, bæði með og án áfengis. Talandi um þægilegt frí!

Hvað er „Allt innifalið“?

„Allt innifalið“ hótelin okkar bjóða alltaf upp á:

 • Morgunmat
 • Hádegismat
 • Kvöldverð
 • Innlenda drykki
 • Snarl

Mörg hótel bjóða einnig upp á:

 • Ís allan daginn
 • Kökuhlaðborð
 • Seinan hádegismat
 • Miðnæturhlaðborð
 • A la carte veitingastaði

- allt saman innifalið í verðinu!


Okkar Collection:

Uppáhald fjölskyldunnar

Nazar Collection inniheldur okkar vinsælustu hótel sem flestir gestir okkar kjósa að dvelja á. Maturinn er góður og fjölbreyttur og hér er eitthvað fyrir alla fjölskylduna.

alt

Hótelin eru með eigið svæði fyrir börnin med barnvænum matseðli og lágum og litríkum borðum og ís er innifalinn stóran hluta dags. Allir innlendir drykkur er innifaldir og það eru einn eða fleiri a la carte veitingastaðir sem þú getur borðað á svo framarlega sem pláss leyfir.

MEIRA UM NAZAR COLLECTION
Mesti lúxusinn!

Í Premium Collection eru bestu lúxushótelin okkar og maturinn er í sérklassa. Gæði á hráefnum og matreiðsla er í hæsta flokki svo maturinn er æðislega gómsætur

Þú getur fengið mat og drykki nánast allan sólarhringinn og drykkjarföngin innihalda bæði innlend og innflutt merki. Hér er einnig hægt að velja á milli nokkurra a la carte veitingastaða.

MEIRA UM PREMIUM COLLECTION
„Allt innifalið“ fyrir alla

Í þessum flokki finnur þú breitt úrval af bað- og bæjarhótelum með eitthvað fyrir alla. Gæðin á „Allt innifalið“ prógramminu á Holiday Collection hótelunum fara eftir því hversu mörg N hótelið er metið á.

Fyrir utan hlaðborðin má hér stundum finna snarl og ís á milli máltíðanna og á þeim hótelum með flest N eru oft nokkrir a la carte veitingastaðir sem hægt er að velja á milli.

MEIRA UM HOLIDAY COLLECTION

TOPPLISTAR

Topp 5 – vinsælustu „Allt innifalið“ hótelin:

Þegar gestir okkar fá að velja þá eru þetta „Allt innifalið“ hótelin sem eru í toppsætunum:

 1. Pegasos World
 2. Aqua Fantasy (brottför frá Kaupmannahöfn)
 3. Pegasos Royal
 4. Pegasos Resort
 5. Eftalia Aqua


Topp 5 – besti ísinn

Er til eitthvað betra en frískandi ís í hlýrri sólinni?

 1. Pegasos Resort
 2. Regnum Carya Resort
 3. Delphin Imperial
 4. Pegasos World
 5. Sealight Resort 

INNBLÁSTUR

Fáðu þér síðdegishressingu!

„Allt innifalið“ fjallar ekki einvörðungu um góðar aðalmáltíðir og drykk. Mörg af allt innifalið hótelunum okkar eru með bakarí þar sem þú getur fengið þér gómsæta síðdegishressingu.

Hér eru ósköpin öll af kræsingum, allt frá litlum munnbitum að stæðilegum tertum.

Á tyrknesku hótelunum getur þú oft fengið ekta tyrkneska „baklava“ hunangsköku sem hittir alltaf í mark!


Gerðu vel við þig!

Comfort Class

 Bókaðu Comfort Class og fáðu allt þetta:

 • Aukaleg ferð á a la carte veitingastað hótelsins
 • A a carte morgunverður þrjá daga vikunnar, nýkreistur safi er innifalinn
 • Áfylltur minibar við komu
 • Baðhandklæði í herberginu við komu
 • Frítt Internet í herberginu
 • Fráteknir sólstólar á ströndinni
 • Og mikið meira!

Smelltu hér til þess að lesa meira um það sem er innifalið í Comfort Class og hvernig þú bókar.

Hægt er að bóka Comfort Class á Nazar Collection-hótelum okkar Pegasos WorldPegasos ResortPegasos Royal og Aqua Fantasy.

Fullorðinn: 19.500,- á viku
Barn: 4.500,- á viku

Athugið að aðeins takmarkað magn af Comfort Class er í boði og bóka þarf minnst einni viku fyrir brottför.


Service

Þjónusta

Við Miðjarðarhafið er matarofnæmi ekki algengt og því hefur lengi verið erfitt að bjóða upp á sérfæði á þessum slóðum.

Eins og með margt annað erum við á Nazar brautryðjendur og erum nú með þeim fyrstu með „allt innifalið“ hótel sem bjóða upp á sérfæði.

Á vinsælu hótelunum okkar  Pegasos WorldRoyal og Resort má þannig finna sérsvæði með mat sem búið er að aðlaga að meðal annars vegan og grænmetifæði og laktósa- og glútenóþoli.

Í ísbúðum okkar á þessum hótelum er einnig hægt að fá laktósafrían ís - auðvitað Allt innifalið!


Herbergisþjónusta

Á flestum hótelum okkar getur þú pantað mat inn á hótelherbergið þitt og snætt í friði og ró.Á hótelunum hér fyrir neðan er þar að auki herbergisþjónusta innifalin í allt innifalið prógramminu ákveðna tíma dags:

Delphin Diva
Delphin Imperial
Ramada Plaza
Asteria Side - Star Elegance
Sealight Resort