Allt innifalið - eins og það gerist best!Mikið úrval af a la carte veitingastöðum

Hér getur þú farið út að borða í „Allt innifalið“ fríinu þínu!

Af hverju ekki að gera vel við sig og fara á a la carte veitingastað þar sem þú getur pantað mat af matseðli og fengið þjónustu við borðið? A la carte veitingastaðirnir eru oft með ákveðin þemu, til dæmis fisk, tyrkneskan, ítalskan eða asískan mat og á vissum hótelum eru ein eða fleiri a la carte máltíðir innifaldar í „Allt innifalið“ prógramminu.

Uppáhaldshlaðborð barnanna

Af hverju ekki að fá sér pönnukökur í morgunmat eða ís í kvöldmat?

Hér fá börnin sjálf að ráða! Þau hafa sín eigin hlaðborð með uppáhaldsréttunum sínum, til dæmis pizzu, pasta, ís og vöfflum, og eru jafnvel með eigið svæði í veitingastaðnum með lágum og litríkum borðum og stólum. Hér geta þau notið máltíðarinnar með nýju félögunum sínum úr barnaklúbbnum!

Hagstætt „Allt innifalið“

Yfirgripsmikið „Allt innifalið“ fyrir gott verð!

Við bjóðum upp á allt innifalið í mismunandi verðflokkum svo jafnvel á minni bæjarhótelunum okkar getur þú fengið allt innifalið. Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur og snarl er innifalið, ásamt öllum innlendum drykk, bæði með og án áfengis. Talandi um þægilegt frí!