Fáðu meira út úr fríinu!

Herbergi hlið við hlið!

Auðvitað viljið þið fjölskyldan eða vinirnir dvelja hlið við hlið í sumarfríinu! Þessi sívinsæli möguleiki er nú í boði á öllum okkar Nazar Collection hótelum. Frábær kostur fyrir stóru fjölskylduna eða vinafólk sem ferðast saman.

Bókaðu tvö herbergi og tryggðu þér að hámark 3 hurðir séu á milli herbergjanna. Þetta kostar 7.500 kr/vika á herbergi og á við um flestar herbergistegundir.

Sjóræningjasigling

Uppáhalds skoðunarferð barnanna!

Tryggðu þér pláss í vinsælustu skoðunarferðinni okkar! Hérna færðu að fylgja með áhöfn Kapteins Nemo í frábæran ævintýradag á Manavgat ánni. Þetta mun verða dagur fullur af gríni, glensi og leikjum um borð í sjóræningjaskipinu og þegar við sleppum akkerum og göngum á land á ströndinni byrjar stóra fjársjóðsleitin! Alþjóðlegu sjóræningjarnir gera daginn ógleymanlegann og allir ævintýraþyrstir sjóræningjar, stórir sem smáir eru velkomnir að taka þátt. Rútuferðir til og frá hóteli eru innifaldar.

Lestu meira um sjóræningjasiglinguna hérna

Kids’ Comfort

Við hjá Nazar elskum börn og viljum því að bæði þau og foreldrarnir hafi það eins gott og mögulegt! Nú þarftu ekki lengur að hafa kerruna með þér í sumarfríið og þú getur soðið vatn í grautinn í friði og ró inni á  herberginu.

Á Pegasos hótelunum okkar er nú hægt að bóka Kid´s comfort þar sem þú færð kerru (t.d.Chicco Snappy Spring) á herbergið ásamt barnastól og hraðsuðukatli.

Verð: 6.000 kr/viku.

Einkaakstur

Vilt þú fá einkaakstur frá flugvelli og heim á hótel (og til baka) og geta lagt strax af stað í staðinn fyrir að þurfa að bíða eftir því að allir aðrir mæti um borð í rútuna?

Lesa meira

Sætisval í flugi

Nazar býður gestur sínum upp á þann möguleika, í  flestum flugum, að velja sæti fyrirfram. Í vissum flugum er einnig mögulegt að panta ýmislegt annað í aukaval.

Lesa meira

Sein útskráning

Þegar þú ferðast með Nazar geturðu valið að kaupa seina útskráningu aukalega á ákveðnum hótelum. Í staðinn fyrir að skila af þér herberginu klukkan 12:00, geturðu þá halið herberginu til klukkan 17:00 á brottfarardaginn.

Comfort Class

Þegar þú dvelur á Nazar Collection hóteli áttu möguleika á að kaupa Comfort Class pakkann sem býður upp á extra mikinn lúxus í fríinu.

Lesa meira

Hamam

Samblanda af sól, hita og nokkrum tímum í heilsulindinni gulltryggir þér vellíðan af bestu gerð.


Lesa meira

Tryggingar

Við hjá Nazar vitum af eigin reynslu að það er góð fjárfesting að tryggja sig bæði fyrir ferð og á meðan á ferð stendur. Þess vegna mælum við alltaf með því við okkar gesti að þeir tryggi sig vel, því maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér. Við bjóðum upp á tvenns konar forfallatryggingu aðra með öryggispakka, hin án öryggispakkans.

Lesa meira

Rútuferðir

Við skipuleggjum rútuferðir til og frá flugvelli fyrir þá sem ekki velja einkaakstur. Rútuferðir kosta 4.000 kr fyrir fullorðna og 2.000 kr fyrir börn undir 12 ára aldri.

Matur í flugi

Ekki gleyma að panta mat í fluginu, seinast þrem dögum fyrir brottför. Drykki er svo hægt að kaupa um borð í vélinni og greiða þarf með pening. Matur í fluginu kostar 2.500 kr á fullorðinn fyrir báðar leiðir og 1.500 kr fyrir börn til og með 11 ára.