Kusadasi, Tyrkland

Aqua Fantasy

Einkunn gesta
4.1 af 5
basedOn 426 answers
Einkunn gesta
4.1 af 5
basedOn 426 answers

5 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 12 ára
Lægsta verð:
141.000,-
Barn frá:
94.000,-
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
22 
Strönd
0 m 
Miðbær
9 km 

Einungis brottför frá Kaupmannahöfn

Við vekjum athygli á að við bjóðum einungis upp á Aqua Fantasy með brottför frá Kaupmannahöfn. Flug á milli Íslands og Danmerkur eru ekki innifalin í verði ferðarinnar og standa farþegar því sjálfir fyrir kostnaði og skipulagningu á flugi til og frá Íslandi.

Við vekjum einnig athygli á því að þar sem ferðin er skipulögð frá Danmerku þá eru leiðbeinendur í barnaklúbbinum okkar skandinavískir.

Hægt er að panta ferðina frá Kaupmannahöfn hér á síðunni og verðin eru á íslensku.

31 vatnsrennibrautir, 22 sundlaugar og fínkorna sandströnd!

Nýjung 2015! Nú getur þú farið til Aqua Fantasy frá Kaupmannahöfn. Hér bjóðum við bæði upp á skandinavíska fararstjórn og skandinavíska barnaklúbba! Aqua Fantasy (brottför frá Kaupmannahöfn) er frábær sumarleyfisstaður fyrir alla fjölskylduna. Hér færðu hótel með eigin vatnsskemmtigarð með hvorki meira né minna en 31 skemmtilegum vatnsrennibrautum og 22 sundlaugum. Enginn annar á markaðnum getur boðið upp á neitt í líkingu við þetta og hingað kemstu einungis með Nazar.

Aqua Fantasy er einkar vinsælt og því skaltu bóka snemma til að tryggja þér pláss. Skandinavísku leiðbeinendurnir okkar taka opnum örmum á móti börnunum í okkar eigin Kaptein Nemo sjóræningjaklúbbi (maí-október), unglingaklúbbnum Chill Out Club (maí-október), og sundskólanum okkar Swim a‘hoy (júní-október). En þetta er allt saman innifalið í verðinu! Eins og nafnið gefur til kynna þá hefur þetta hótel alla möguleika á að vera hinn fullkomni sumarleyfisstaður fyrir alla fjölskylduna. Þegar börnin sjá stórfenglegan vatnsskemmtigarð hótelsins þá verða þau í engum vafa um að draumafríið er rétt handan við hornið með fjöri og dásamlegri upplifun fyrir alla fjölskylduna. 

Stórt hótelsvæði

Aqua Fantasy svæðið er stórt eða u.þ.b. 200.000 m² með vatnsskemmtigarðinum. Hótelbyggingarnar eru byggðar í tveimur áföngum, en virka sem eitt stórt hótel. Alla hótelaðstöðu má nota sama hvar á hótelinu þú býrð.

Klúbb-hlutinn, sem er staðsettur næst vatnsskemmtigarðinum, er byggður árið 2004 en World-hlutinn er frá 2006. Hótelið er staðsett í rólegu umhverfi u.þ.b. 9 km frá Kusadasi. Strætisvagnar stoppa beint fyrir framan hótelið þannig að það er einfalt að komast inn í bæ ef þú vilt skoða frekari verslunarmöguleika.

Skoðaðu sögulegt hringleikahús

Ævaforni bærinn Efasos er staðsettur nálægt hótelinu en þar er að finna stærsta forna hringleikahúsið. Við mælum því tvímælalaust með því að þú gefir þér tíma í skoðunarferð þangað.

Fínkorna strönd og stærðarinnar vatnsleikjagarður

Það er ekki að ástæðulausu sem við segjum að á Aqua Fantasy (brottför frá Kaupmannahöfn) sé hægt að upplifa heimsins besta sumarfrí með áherslu á sundlaugar og rennibrautir. Hér er nefnilega allt í boði sem hugurinn girnist hvað varðar innanhúss- sem utanhússsundlaugar, vatnsrennibrautir, langar straumár og öldulaug. Fyrir þá sem elska að baða hlýtur þetta því að vera eins og draumur sem rætist. Aqua Fantasy er ekta fjölskylduhótel með sundlaugar og afþreyingu fyrir gesti á öllum aldri. 

Stolt Aqua Fantasy er án efa 40.000 m² vatnsleikjagarðurinn sem liggur við hliðina á hótelsvæðinu. Vatnsskemmtigarðurinn er einnig opinn fyrir almenning en sem gestur á Aqua Fantasy færðu auðvitað frían aðgang og getur nýtt þér alla skemmtilegu vatnsrennibrautirnar, sundlaugarnar og afþreyinguna eins mikið og þú vilt og hefur orku til.

Í vatnsskemmtigarðinum eru margskyns vatnsrennibrautir eins og meðal annars tvær 120 metra langar ”Extreme” og ”Screamer”. Í þessum tveimur brautum getur þú komist mest upp í 60 km hraða á klukkustund þegar þú þeysist niður í att að sundlauginni. Eða hvernig lýst þér á að prófa eina lengstu vatnsrennibraut veraldar upp á heila 222 metra?

Vatnsskemmtigarðurinn er þó ekki bara fyrir þá sem vilja fara hratt og sækjast í spennu. Hér er einnig góð aðstaða fyrir þá sem vilja hafa það rólegt. Þú getur til dæmis prófað öldulaugina eða lagst í stóru sundlaugarhringina og flotið niður strauminn í stóru ánni sem hlykkjast um svæðið.

Fyrir minni börnin (undir 120 cm) er barnasundlaug sem er einungis 30 cm djúp, en í henni er stórt sjóræningjaskip með margar minni rennibrautir. Í vatnsskemmtigarðinum eru einnig stórar verandir með sólstólum, barir, veitingastaðir og ísbúðir.

Athugið að matur og drykkur í vatnsskemmtigarðinum er ekki innfalinn í ͈͈„Allt innifalið". Til þess að kaupa mat og drykk hér geturðu notað Splash kortið þitt, greiðslukort hótelsins sem þú færð við innskráningu. Hægt er að lesa meira um Splash kortið undir „Allt innifalið" dálknum.

Margir möguleikar

Bara af því að hótelið hefur einn stærsta og besta vatnsskemmtigarð Tyrklands, þá þarftu samt ekki endilega að fara þangað ef þig langar að synda eða sleikja sólskinið við sundlaugina.

Á Aqua Fantasy eru margar sundlaugar ásamt veröndum á hótelsvæðinu sjálfu. Hér eru einnig barnasundlaugar og smábarnalaug. Við stærstu laug hótelsins er boðið upp á afþreyingu yfir daginn en einnig er þar sundlaugarbar sem býður upp á snarl.

Við Flamingolaugina getur þú slappað af með góða bók eða bara hvílt þig í þægilegum skugganum. Atlantislaugin er kyrrlát laug en það þýðir að þar er ekki spiluð tónlist og börn og unglingar undir 18 ára aldri eru ekki velkomin hér. Fullkomið fyrir þig sem vilt slappa af í friði og ró eða jafnvel ná þér í smá kríu í sólinni.

Afslappandi dagur við Eyjahafið

Til viðbótar  stóra vatnskemmtigarðinum og sundlaugum hótelsins bíður Aqua Fantasy einnig upp á 300 metra langa sandströnd. Hótelið liggur við hina fínu Ephesos-strönd þar sem fínkorna sandurinn er í örlítið dekkri lit en við erum annars vön í Tyrklandi. Ströndin hér er mjög barnvæn þar sem aðgrunnt er. 

Aqua Fantasy hefur auðvitað sína eigin baðbryggju og á ströndinni er mikið úrval af sólstólum og sólhlífum sem þú getur nýtt þér frítt. Útsýnið yfir fjöllin er dásamlegt frá ströndinni. Á ströndinni eru einnig sólbaðshreiður sem tilheyra heilsulindinni. Hér er hægt að fá nudd (gegn greiðslu) og slappa af við ölduniðinn. 

Handklæði fyrir sundlaug og strönd er gegn tryggingargjaldi.

Vatnsrennibrautir

Super Combo
Aldurstakmark 14 ár. Lágmarkshæð 140 cm.

Xtreme
Lágmarkshæð 120 cm.

Screamer
Lágmarkshæð 120 cm.

Crazy Raft
Lágmarkshæð 120 cm. Lágmarksþyngd 120 kg, hámarksþyngd 360 kg, deilt á fjórar manneskjur á baðhring.

Master Blast
Lágmarkshæð 120 cm. Lágmarksþyngd 120 kg, hámarksþyngd 200 kg, deilt á tvær manneskjur á baðhring

Boomerango
Lágmarkshæð 120 cm. Hámarksþyngd 120 kg fyrir einn, 200 kg fyrir tvo og 260 kg fyrir þrjá.

Proracer
Lágmarkshæð 120 cm.

Space Bowl
Lágmarkshæð 120 cm.

Black Holes
Lágmarkshæð 120 cm.

Anaconda
Lágmarkshæð 120 cm.

Cobra
Lágmarkshæð 120 cm.

Viper
Lágmarkshæð 120 cm.

Gang Slides
Lágmarkshæð 120 cm.

Gegn greiðslu

Vatnaíþróttir og nudd á ströndinni. Matur og drykkur í vatnsskemmtigarðinum.

Allt innifalið – er sjálfsagður hlutur hjá Nazar!

Auðvitað tilheyrir „Allt innifalið" í hið fullkomna sumarfrí. Á Aqua Fantasy (brottför frá Kaupmannahöfn) eru nokkrir ólíkir veitingastaðir sem bjóða upp á girnileg hlaðborð fyrir morgun-, hádegis- og kvöldverð. Úrvalið í hlaðborðunum er það mikið að erfitt getur verið að ná að smakka alla réttina áður en að maginn segir stopp. Kvöldverðarhlaðborðin eru síbreytileg svo að ef þú dvelur í 14 daga ættir þú að ná að gæða þér á góðu úrvali af tyrkneskum og alþjóðlegum réttum. 

Þig svengir aldrei!

Yfir daginn er boðið upp á fjölbreytilegt snarl eins og t.d. pizzu, hamborgara og tyrkneskar pönnukökur. Ef þig skyldi langa í eitthvað gott fyrir svefninn þá er boðið upp á miðnætursúpu áður en byrjað er að undirbúa frábært morgunverðarhlaðborð. Boðið er upp á ís fyrir alla gesti hótelsins á hádegisverðartíma.

Þegar þig þyrstir

Á hinum mörgu börum Aqua Fantasy er einfalt að sækja sér svalandi gos og bjór eða af hverju ekki að fá sér drykk þar sem allir innlendir drykkir eru að sjálfsögðu innifaldir í „Allt innifalið" þemað. Drykkir í flösku eru gegn greiðslu. 

Fimm a la carte veitingastaðir!

Aqua Fantasy hefur þar að auki fimm a la carte veitingastaði. Á meðan að á dvöl þinni stendur getur þú farið einu sinni, án þess að greiða aukalega, á tyrkneska, kínverska, ítalska eða sjávarrétta staðinn. Ekki gleyma að panta borð fyrirfram. Steikhúsið er alltaf gegn greiðslu.

Splash-kort

Við innskráningu á hótelið færðu Splash- kort með herbergislyklinum. Splash-kortið er greiðslukort hótelsins sem þú getur notað þegar þú vilt kaupa mat eða drykk sem ekki er innifalinn í „Allt innifalið" eins og t.d. matur og drykkur í vatnsskemmtigarðinum.

Þegar þú kemur á hótelið hefur þú 300 Tyrkneskar Lírur (TL) í heimild á kortinu þínu, en það mótsvarar um það bil 16.000 kr. Þegar þú skráir þig út frá hótelinu þá greiðir þú fyrir það sem þú hefur notað af heimildinni í móttökunni. Ef þú notar meira en 300 TL í sumarfríinu þá verður að greiða þann reikning fyrst, áður en hægt er að fá nýja heimild. Ef þú ert óviss um hvernig Splash-kortið virkar skaltu hafa samband við fararstjóra okkar eða móttökuna.

Gegn greiðslu

Nýkreistur ávaxtasafi, drykkir í flösku, vissir innfluttir drykkir, matur og drykkur í vatnsskemmtigarðinum, Steikhús, ferð á a la carte veitingastaðinu önnur en fyrsta ferðin.

All Inclusive-tider:

All Inclusive-tider:
Morgunverður Aðalveitingastaður 07:00 - 10:00
Morgunsnarl Aðalveitingastaður 10:00 - 10:30
Hádegisverður Aðalveitingastaður 12:30 - 14:30
Ís Aðalveitingastaður 12:30 - 14:30
Kvöldverður Aðalveitingastaður 19:00 - 21:30
Barnahlaðborð Aðalveitingastaður 19:00 - 19:45
Miðnætursnarl Aðalveitingastaður 00:00 - 01:00
Léttir réttir   12:30 - 17:00
Kökur   17:00 - 18:00
Vöfflur   15:00 - 18:00
A la carte   19:30 - 22:30
Lobby Bar   Allan sólarhringinn
Atrium Bar   10:00 - 01:00
Flamingo Bar   10:00 - 19:00
Caribbean Bar   10:00 - 23:00
Fontana Bar   10:00 - 19:00
Atlantis Bar   10:00 - 19:00
Irish Bar   20:00 - 01:00
Beach Bar   10:00 - 01:00
Pearl Bar   10:00 - 02:00
Bowling Bar   13:00 - 01:00

Vinsamlegast athugið að tímasetning og framboð getur breyst eftir fjölda gesta og árstíma.

Slappaðu af, við sjáum um skemmtunina!

Skandinavísku leiðbeinendurnir eru tilbúnir að skemmta minnstu gestunum í barnaklúbbunum okkar!

Upplýsingar um barnaafþreyingu fyrir sumarið 2017 verða uppfærðar veturinn 2016-2017.

Sjóræningjaklúbbur Kapteins Nemo

Í klúbbi Kapteins Nemo er hægt að teikna og mála, spila, klæða sig í búninga eða jafnvel taka þátt í afmælisveislu Kapteins Nemo. Þá er fagnað og allir fá köku og syngja afmælissönginn. Einnig er hægt að kaupa sjóræningjabúning, en að öðru leyti er öll þátttaka í klúbbi Kapteins Nemo ókeypis. Einungis er flogið hingað frá Kaupmannahöfn, og eru því skandinavískir leiðbeinendur í sjóræningjaklúbbnum.

Ef að börnin eru með mikla hreyfiþörf geta þau tekið þátt í sjóræningjaleikfimi á morgnana, en alla vikuna læra þau ólíka dansa sem svo eru sýndir á minidiskótekinu fimm kvöld vikunnar. Sjóræningjaklúbburinn er opinn fimm daga vikunnar frá maí til október og er fyrir öll börn á aldrinum 4-12 ára. 

Chill Out klúbburinn – bara fyrir unglinga!

Núna hafa unglingarnir einnig möguleika á að sleppa frá foreldrunum og í staðinn eyða tíma með öðrum unglingum á aldrinum 12-16 ára, frá öllum Norðurlöndunum. Í norræna Chill out klúbb Nazar, sem er opinn fimm daga vikunnar frá maí og fram í október, er hægt að hlusta á tónlist, stunda íþróttir eða bara sleikja sólskinið. 

Sundskólinn Swim a´hoy!

Ímyndaðu þér stoltið sem mun skína úr andliti barnsins þíns þegar það snýr aftur í skólann og segist hafa lært að synda í sumarfríinu! Þar sem sumarfrí á Aqua Fantasy býður upp á mikið af vatni er mikilvægt að börnunum finnist þau örugg í vatninu. Norræni sundskólinn okkar Swim a´hoy er opinn frá júní og fram til október og er innifalinn í verðinu. Allir leiðbeinendur okkar hér hafa viðurkennd réttindi í sundkennslu.

Sundskólinn er fjórum sinnum í viku og er skipt niður í tvo hópa; 4-7 ára og 8-12 ára. Yngri hópurinn er aðallega að læra hvernig hægt er að leika sér öruggt í vatninu á meðan að eldri aldurshópurinn fær venjulegri sundkennslu.

ATH! Skráning er hjá farastjórum okkar á áfangastað, takmarkað pláss í boði.

Dansskólinn Dance Stars!

Vilt þú læra að dansa í fríinu? Núna hefurðu tækifærið.Sumarið 2014 kynntum við til leiks nýjan dansskóla; Dance Stars, þar sem alþjoðlegir leiðbeinendur okkar kenna börnunum að dansa við öll nýjustu lögin. Norræni dansskólinn okkar Dance Stars verður í boði þrisvar í viku (júní til október) og einu sinni í viku verður haldin sýning þar sem þú færð að vera stjarna kvöldsins og sýna stoltum foreldrum og systkinum öll nýju danssporin sem þú hefur lært. Dansskólinn er miðaður að tveimur aldurshópum; yngri hópurinn er fyrir börn á aldrinum 7-11 ára en eldri hópurinn er fyrir 12 ára og eldri. 

Nýjung 2015: Fjölskyldudagur

Hér skipuleggja leiðbeinendur okkar skemmtilega afþreyingu fyrir bæði foreldra og börn, eins og t.d. skemmtilega leiki og ýmis mót.

Norræni Fjölskyldudagurinn okkar er skipulagður í nokkra tíma annað hvort fyrir eða eftir hádegi, einn dag vikunnar á tímabilinu júní-október. Athugið að lágmarksþátttaka þarf að vera til að fjölskyldudagurinn sé haldinn.

Gegn greiðslu

Sjóræningjasigling, sjóræningjapakkinn.

Keila, Playstation og minigolf

Hin frábæra aðstaða Aqua Fantasy (brottför frá Kaupmannahöfn) gerir hótelið að aðlaðandi stað fyrir barnafjölskyldur með bæði lítil og stór börn. Mikið er af grænum svæðum á hótelsvæðinu og geta börnin hlaupið um áhyggjulaus því nóg er plássið. Hægt er að fá þráðlaust Internet á öllu hótelsvæðinu gegn greiðslu. 

Gegn greiðslu er einnig hægt að nýta sér keilusal, billjarð, internetherbergi og Playstation og ef þú ert sportlega týpan er hér einnig bæði tennisvellir og líkamsræktarsalur. 

Alþjóðlegu skemmtanastjórarnir skipuleggja stundum fótboltamót á meðal gestanna á stóra fótboltavellinum en ef þú hefur meiri áhuga á minni boltum þá viltu kanski frekar prófa borðtennis eða borðfótbolta. Einnig er hægt að spila minigolf. 

Innandyra er það spilasalurinn sem lokkar með öll sín skemmtilegu leiktæki. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir fullorðna á stóra sviðinu en fyrst er minidiskótek fyrir börnin. Þú getur einnig hallað þér aftur og slakað á yfir kvikmynd á einum af börunum sem eru innanhúss.

Gegn greiðslu

Keila, billjarð, spilasalur, internetherbergi, Playstation, þráðlaust Internet.

Skemmtilegar og fjölskyldusvænar vistarverur!

Notaleg herbergin á Aqua Fantasy (brottför frá Kaupmannahöfn) eru þinn fullkomni grunnur fyrir sumarfríið. Hér eru 824 skemmtileg herbergi og fjölskyldusvítur sem liggja víðs vegar um hótelsvæðið í nokkrum byggingum. Dags daglega er ekki gerður neinn greinarmunur á svæðunum tveimur Club og World og hái staðallinn sem gerður er til herbergjanna er sá sami.

Móttakan og aðalinngangurinn liggja við World, þar sem allar byggingar eru þriggja hæða og tengdar saman með löngum göngum. Bæði hér og í Club hlutanum eru lyftur.

Byggingarnar í Club hlutanum eru hins vegar eingöngu tveggja hæða og eru án lyftu. Í kringum allar byggingarnar eru græn skemmtileg svæði með blómum og trjám. Helmingur herbergjanna er með sjávarútsýni að hluta allavega, þetta er þó ekkert sem hægt er að panta fyrirfram. 

Í öllum herbergjum er hraðsuðuketill fyrir te eða kaffi, sími, öryggishólf og loftkæling (sumar miðstýrðar). Gegn smá greiðslu er hægt að fá Internet og minibar. Hér er annaðhvort gólfteppi eða flísalagt gólf. Athugið að Internetsambandið getur verið lélegt í þeim herbergjum sem liggja lengst frá móttökunni. Öll herbergi hafa annað hvort svalir eða verönd.

Þegar þú skráir þig inn á Aqua Fantasy er farangurinn merktur með herbergisnúmerinu þínu og er síðan sendur með hótelstarfsmanni á herbergið þitt. Þú þarft því aldrei að hafa áhyggjur af því að þurfa að rogast með farangurinn þótt að herbergið liggji talsvert frá móttökunni.

Tvíbýli, 2-3 manna

Á Aqua Fantasy eru tvíbýlin með pláss fyrir 2-3 manns. Inréttingin er ljós og fín og frá svölunum er útsýni yfir annaðhvort sundlaug og garð eða umhverfið í kring. Tvíbýlin eru bæði í World og Club hlutanum.

Herbergin í aðalbyggingunni eru með gólfteppi en herbergin í Club hlutanum hafa annað hvort flísalagt gólf eða gólfteppi. Hér er fínt baðherbergi með baðkeri. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð. Þú hefur möguleika á að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn greiðslu.

Hlið við hlið: Þegar þú dvelur í þessu herbergi getur þú, gegn greiðslu, tryggt að þú dveljir mest þremur hurðum frá öðru tvíbýli, fjölskyldusvítu eða deluxeherbergi.

Fjölskyldusvíta, 2-5 manna

Fjölskyldusvíturnar 156 á Aqua Fantasy eru fyrir 2-5 manns en þó mest fjóra fullorðna. Allt að þrjú börn geta fengið barnaverð. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð.

Fjölskyldusvíturnar samanstanda af tveimur herbergjum með hurð á milli, þar sem annað herbergið hefur tvíbreitt rúm. Í hinu herberginu er annað hvort tvö einbreið rúm eða einbreitt rúm og svefnsófi. Loftkæling og sjónvarp eru í báðum herbergjunum. Fjölskyldusvíturnar hafa annað hvort gólfteppi eða flísalögð gólf. Þessi herbergistegund er eingöngu í Club hlutanum. 

Hlið við hlið: Þegar þú dvelur í þessu herbergi getur þú, gegn greiðslu, tryggt að þú dveljir mest þremur hurðum frá öðru tvíbýli eða fjölskyldusvítu.

Deluxe herbergi, 2-4 manna

Til viðbótar við skemmtileg tvíbýlin og rúmgóðar fjölskyldusvíturnar er hægt að bóka eitt af 420 delux herbergjunum. Þessi herbergisgerð er aðeins í World hlutanum, hefur pláss fyrir 2-4 manns en þó mest þrjá fullorðna en allt að tvö börn geta fengið barnaverð. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð.

Deluxe herbergið er eitt stórt rými sem skipt er niður með annað hvort rennihurð eða smá hæðamun á gólfinu.

Hlið við hlið: Þegar þú dvelur í þessu herbergi getur þú, gegn greiðslu, tryggt að þú dveljir mest þremur hurðum frá öðru tvíbýli eða deluxeherbergi.

Í heilsulind hótelsins er meðal annars hægt að fara frítt í tyrkneskt bað og gufubað. Ekki missa af tækifærinu til að dekra við bæði líkama og sál með einhverri af afslappandi meðferðunum sem heilsulindin býður upp á, en hér má fá allt frá heilnuddi og indversku höfuðnuddi til andlitsmeðferða og handsnyrtingar.

Gegn greiðslu

Nudd og aðrar líkamsmeðferðir.

Fín herbergi fyrir hreyfihamlaða

Á Aqua Fantasy (brottför frá Kaupmannahöfn) erum við með þónokkur herbergi ætluð hreyfihömluðum. Herbergin eru innréttuð eins og venjuleg tvíbýli með plássi fyrir 2-3 manns. Innréttingar eru ljósar og snyrtilegar og frá svölunum er útsýni yfir sundlaug og græn svæði, eða yfir hótelsvæðið.

Á baðherberginu hefur verið sett upp stuðningshandfang í baðkarið og sitt hvoru megin við klósettið, og spegill og vaskur er svolítið lægri en annars, svo þú getur nýtt þér hvoru tveggja þó svo að þú sitjir í hjólastól. 

Ef þú ert með hreyfihömlun – almennar upplýsingar

Við sem erum sérfræðingar í lúxusferðum bjóðum upp á nokkur hótel sem eru tilvalin fyrir hreyfihamlaða einstaklinga, en mjög fá hótel í Tyrklandi eru byggð til að henta hreyfihömluðum vel. Þrátt fyrir að ekkert af okkar hótelum séu sérstaklega hönnuð til að taka á móti hreyfihömluðum, þá mælum við sérstaklega með nokkrum útvöldum sem við teljum að gætu hentað þínum þörfum og óskum.

Þau hótel sem eru best hönnuð til að taka á móti hreyfihömluðum eru Pegasos World (Side), Pegasos Resort og Pegasos Royal (Incekum). Jafnvel þótt þú sért bundin/n hjólastól ættir þú að geta komist um allt hótelsvæðið á þessum hótelum. Það er þó engin lyfta niður í sundlaugina og það getur verið erfitt að komast um ströndina þar sem engir rampar eru. Rúmgóðir veitingastaðirnir eru staðsettir þannig að auðvelt aðgengi er frá lyftum og herbergjum.

Góð ráð

 • Það er tiltölulega nýtt í Tyrklandi og fleiri sólarlöndum að hótel aðlagi sig hreyfihömluðum. Gerðu því lista yfir kröfur þínar og væntingar og við finnum bestu lausnina fyrir þig.
 • Skipulegðu ferðina tímanlega og skrifaðu eins nákvæman lista og hægt er. Mælst er til þess að samskipti varðandi kröfur og væntingar séu á skriflegu formi.
 • Deildu upplifun þinni á ferðinni með okkur þegar heim er komið. Það getur verið stór hjálp fyrir aðra hreyfihamlaða gesti.

Fáðu meira út úr fríinu með Comfort Class!

Á þessu hóteli er mögulegt að fá Comfort Class pakkann sem gefur þér auka þægindi í fríinu. Með Comfort Class færð þú meðal annars VIP-innskráningu við komu, frítt þráðlaust Internet, seinni útskráningu á brottfarardag, frátekna sólstóla á ströndinni og margt, margt fleira. Það er takmarkaður fjöldi sem kemst að svo pantaðu strax í dag!

Athugið að Comfort Class verður að bóka minnst viku fyrir brottför.

Allt þetta færð þú með Comfort Class

 • Fráteknir sólbekkir á ströndinni
 • A la carte morgunmatur þrjá daga vikunnar, innifalinn er nýkreistur safi
 • VIP innskráning við komu
 • Frítt Internet í herberginu
 • Möguleiki á einni heimsókn aukalega á a la carte veitingastaði hótelsins
 • Útskráning á brottfarardag seinkað til kl 18.00
 • 20% afsláttur á allar meðferðir í heilsulind
 • Áfylltur minibar við komu (2 Cola, 1 Cola Light, 1 Fanta, 1 Sprite, 2 sódavatn, 1 l vatn)
 • Baðsloppur og tvö pör af inniskóm
 • Strandhandklæði í herberginu
   

ATH: Allir þeir sem dvelja í sama herbergi verða að bóka Comfort Class pakkann (bæði börn og fullorðnir). Innihald pakkans getur verið mismunandi eftir hótelum.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Kusadasi (brottför frá Kaupmannahöfn)

Hótelið liggur nærri Kusadasi á vesturströnd Tyrklands. Kusadasi er þekktur ferðamannastaður með heillandi miðbæ og fallega höfn. Mikið af áhugaverðum stöðum eru nálægt Kusadasi og má það helst nefna forna staðinn Efesos þar sem sjá má stærsta hringleikahús veraldar.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.