Lara/Antalya, Tyrkland

Aska Lara

Einkunn gesta
3.9 af 55
basedOn 55 answers
Einkunn gesta
3.9 af 55
basedOn 55 answers

6 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 12 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
Strönd
300 m 
Miðbær
16 km 

Nútímalegt hótel þar sem þú færð allt það besta úr tveimur heimum

Aska Lara opnaði fyrst árið 2014. Á hótelsvæðinu er engin afþreying eða tónlist. Hinumegin við veginn breiðir stór strandskemmtigarður úr sér, "Wet & Wild", með alls kyns afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Meðal annars er þar dásamlegur barnaklúbbur með bóndabæjarþema, flottur unglingaklúbbur í anda villta vestursins, töfrandi minitívolí, freistandi þrautabraut og margar ólíkar vatnsrennibrautir.
 
Þetta gerir það að verkum að þið getið sjálf valið hvort þið viljið vera í rólegheitum á hótelsvæðinu eða fara í fjörið í strandskemmtigarðinum þar sem bæði er hægt að sjá sýningar og hlusta á tónlist.  Til að gera þetta ennþá betra  býður Aska Lara upp á breitt og bragðgott úrval í „allt innifalið“, björt og stór herbergi fyrir allt að sex manns og er í einungis um hálftíma fjarlægð frá flugvellinum.

Rólegt og þægilegt eða stanslaust stuð? Valið er þitt!

Að koma í strandskemmtigarðinn, "Wet & Wild", er eins og að nýr heimur opnist fyrir framan þig. Hér tekur hver sundlaugin við af annarri og því er næstum um óteljandi valmöguleika að ræða.  Þú getur til dæmis farið í vatnsskemmtigarðinn eða fylgst með börnunum skemmta sér konunglega í vatnsrennibrautunum. Það eru fimm stórar vatnsrennibrautir sem eru ætlaðar fullorðnum eða eldri börnum og þrjár aðeins minni sem yngri börnin eiga eftir að dýrka. Fyrir minni börnin er barnalaug með kastala  í miðjunni með ennþá fleiri rennibrautum og meira að segja hálkufrítt svæði með litlum gosbrunnum þar sem börnin geta hlaupið um og leikið með vatnið.


Ef þú vilt frekar vera í rólegheitum þá getur þú slappað af í nuddpottinum sem er með þak úr hálmstráum eða liggja á sólstól í grasinu og slappa af í sólinni. Í Wet & Wild garðinum er einnig lítil heilsulind með sólbaðshreiður utandyra þar sem hægt er að fá nudd gegn auka gjaldi. 

Í Wet & Wild eru tveir veitingastaðir, annar innanhúss og hinn utandyra. Á þessum stöðum pantarðu mat frá matseðli og færð hann svo borinn fram að borðinu ykkar.

Annars getur þú haldið áfram framhjá sundlaugunum og barnaklúbbnum og farið á ströndina þar sem eru sólstólar, sólhlífar, sólbaðshreiður og fín bryggja. Sandurinn er fínkorna en verður grófari nær vatninu og í flæðarmálinu er talsvert um steina. Vatnið dýpkar frekar hratt.

Wet & Wild er staðsettur hinumegin við veginn frá hótelinu eða í um það bil 300 metra fjarlægð. Skutla hótelsins sér um að keyra strandþyrsta gesti fram og tilbaka frá hóteli að strönd allan daginn og á kvöldin.

Á hótelsvæðinu er einnig fín sundlaug og mismunandi svæði með sólstólum og skyggðum svæðum. Hér er einnig lítil barnalaug sem er skyggð með segli.

Á bæði hótelsvæðinu og í Wet & Wild eru margir barir sem bjóða upp á drykki, léttar máltíðir og ýmislegt snarl.

Hótelið býður upp á handklæðaþjónustu fyrir strönd og sundlaug svo þú getur sparað pláss í ferðatöskunni og skilið handklæðin eftir heima.

Gómsætar kræsingar

Á aðalveitingastaðnum er borið fram ljúffengt hlaðborð í öllum aðalmáltíðum dagsins. Hér má meðal annars fá alþjóðlega sem og tyrkneska rétti eins og girnilegar súpur, góðar grýtur og gómsæta eftirrétti. Hér er einnig frábært brauðhlaðborð sem lætur hugann reika til franskra bakaría þar sem boðið er upp á alls konar ólíkar tegundir af heimabökuðu brauði. Bæði á aðalveitingastaðnum og í barnaklúbbnum er sér aðstaða fyrir börnin þar sem borð og stólar eru lægri og maturinn sérstaklega hugsaður fyrir þeirra bragðlauka. Einnig er hér smábarnahorn með örbylgjuofni og töfrasprota. Allir innlendir drykkir og mikið af innfluttum drykkjum eru innifaldir.

Hótelið býður upp á fjóra þema veitingastaði: tyrkneskur, ítalskur og asískur í aðalbyggingunni en sjávarréttastaður í Wet & Wild. Á ítalska þema veitingastaðnum eru ekta pizzur bakaðar í steinofni. Svo framarlega sem það eru laus borð er hægt að fara á þema veitingastaðina fyrir fast lágt gjald en ekki gleyma að bóka borð með góðum fyrirvara.

Þótt þú viljir eyða öllum deginum í Wet & Wild þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af mat og drykk. Hér eru nefnilega tveir sundlaugarbarir sem bjóða bæði upp á drykki og léttari máltíðir. Einnig er hér strandbar þar sem þú getur sjálf/ur náð þér í drykk við hæfi.

Á hótelsvæðinu eru einnig sundlaugarbar, tveir barir og kaffihús sem opið er allan daginn. Á kaffihúsinu eru alltaf drykkir í boði en ýmislegt snarl er einnig í boði á vissum tímum dagsins.

Gegn greiðslu

Kvöldverðir á a la carte veitingastöðunum, vissir innfluttir drykkir og viss vörumerki.

Hér rætast draumar allra barna

Í strandskemmtigarðinum breiðir úr sér ekta barnaparadís. Barnaklúbburinn er í sérflokki en hann lítur út eins og pínulítill bóndabær. Hér standa nokkrar litlar hlöður og hálmstæður á víð og dreif sem hver um sig þjónar sem leikherbergi fyrir ólíka aldurshópa. Einnig er hér lítið sætt horn fyrir yngstu börnin. Hér er gólfið mjúkt og svæðið er afgirt svo öruggt er fyrir börnin að ærslast og leika sér. Hér er stór leikvöllur með segli yfir til að vernda húð barnanna fyrir sterkum geislum sólarinnar og lítið bíó. Í barnaklúbbnum er skipulögð alls kyns afþreying og stundum eru haldnir þemadagar. Flest kvöld er svo haldið minidiskótek með dansi, ærslum og fjöri.

Það eru margar sundlaugar og stórt svæði með hálkuvörn og litlum gosbrunnum þar sem börnin geta hlaupið í gegnum vatnið og leikið sér. Hér er líka grunn sundlaug með kastala í miðjunni þaðan sem margar litlar rennibrautir liggja og einnig vatnsskemmtigarður með þremur miðlungsstórum vatnsrennibrautum. Síðast en ekki síst er stóri vatnsskemmtigarðurinn með fimm stórum vatnsrennibrautum sem ætlaðar eru stærri börnum og fullorðnum.

Eins og þetta sé ekki nóg þá er einnig minitívolí með sjóræningjaskipi, hringekjum og parísarhjóli þar sem  alltaf er líf og fjör á kvöldin.

Fyrir eldri börnin og unglingana er unglingaklúbbur sem er í þema villta vestursins. Hér er krá sem byggð er úr ljósum við, gervikaktusar og „most wanted“ veggspjöld. Hér geta unglingarnir hitt jafnaldra sína en þeir vilja eflaust bara vera hér alla ferðina. Sum kvöld eru haldin partý í unglingaklúbbnum. 

Á hótelsvæðinu er einnig leiksvæði sem er skyggt með sólsegli en það er sérhannað fyrir minni börnin. Það er fullkomið fyrir þá sem vilja hafa valmöguleikann á því að vera í rólegheitunum á hótelsvæðinu en hafa samt eitthvað um að vera fyrir börnin.

Bæði á aðalveitingastaðnum og í barnaklúbbnum er sér aðstaða fyrir börnin þar sem borð og stólar eru lægri og maturinn sérstaklega hugsaður fyrir þeirra bragðlauka. Einnig er hér smábarnahorn með örbylgjuofni og töfrasprota.

Beach Club uppfullur af afþreyingu fyrir alla fjölskylduna

Aska Lara er skipt þannig upp að á hótelsvæðinu er engin afþreying í gangi. Hinumegin við veginn teygir strandskemmtigarðurinn Wet & Wild úr sér og þar er ætíð líf og fjör frá morgni til kvölds.

Það sem gerir Wet & Wild svo sérstakan er án efa ævintýragarðurinn þar sem boðið er upp á klifurvegg, stóra aparólu og þrautabraut sem liggur hátt fyrir ofan jörðu. Í henni þarf að komast í gegnum alls kyns miserfiðar hindranir á meðan að þú verður einnig að passa að detta ekki niður úr trénu, stigunum eða reipinu sem þú stendur á. Sem betur fer er vel hugsað um öryggið og eru því allir þátttakendur með öryggisvesti og öryggislínu fastbundna þar við.

Hér er einnig minitívolí, risastór barnaklúbbur og virkilega flottur unglingaklúbbur í þema villta vestursins. Á hótelsvæðinu og í Wet & Wild eru einnig margar sundlaugar, vatnsskemmtigarður, billjard, fótboltaspil, körfubolti og tennis. Þú getur einnig valið að fara í keilu, í bíó eða jafnvel prófa strandblak.

Á sviðinu eru haldnar sýningar flest kvöld eins og t.d. dans, uppistand og hér er einnig útidiskótek sem opið er nokkur kvöld vikunnar. Ef þig langar til að versla þá eru einnig nokkrar verslanir á svæðinu. Í kvikmyndahúsinu eru sýndar bíómyndir, bæði á daginn og kvöldin.  

Bæði á hótelsvæðinu og í strandskemmtigarðinum er ókeypis þráðlaust Internet svo þú getur verið viss um að fá þinn dagsskammt af leikjum, samfélagsmiðlum og íslenskum fréttasíðum.

Björt og rómantísk herbergi

Aska Lara opnaði fyrst 2014 en hér eru falleg og frískleg herbergi í ljósum pastellitum og hvítum litum. Öll herbergi eru með miðstýrða loftkælingu, sjónvarp, parket á gólfum, hraðsuðuketil með te og kaffi, lítinn ísskáp, öryggishólf og frítt þráðlaust Internet. Á baðherberginu er sturtuklefi og hárþurrka. Þú getur sjálf/ur valið hvaða kodda þú villt frá "koddaseðli" hótelsins. Hægt er að bóka tvíbýli með eða án svala en fjölskyldusvíturnar eru alltaf með svalir.

Tvíbýli, ekki með svölum, 2-3 manna

Skemmtilegt 24 m² herbergi með annaðhvort tveimur einbreiðum rúmum eða einu tvíbreiðu en mögulegt er að setja inn svefnsófa eða aukarúm með alvöru dýnu. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð, mest geta dvalið hér þrír fullorðnir en mögulegt er að fá eitt barnaverð. Hægt er að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn þóknun.

Þessi herbergi vísa öll mót landi og hafa engar svalir.

Tvíbýli með svölum, 2-4 manna

Hér færðu fallegt 20-24 m² herbergi með annaðhvort tveimur einbreiðum rúmum eða einu tvíbreiðu, og svefnsófa. Fjórði aðili sefur svo í aukarúmi sem er sett inn á herbergi ef þörf er á því. Í þessu herbergi þurfa minnst tveir að greiða fullt verð, en mest geta dvalið hér tveir fullorðnir og tvö börn eða þrír fullorðnir. Hægt er að fá eitt barnaverð en einnig er mögulegt að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn þóknun. 

Þessi herbergi hafa svalir.

Fjölskyldusvíta, 3-5 manna

Í þessari 50 m² svítu eru tvö aðskilin herbergi með hurð á milli. Í öðru svefnherberginu er tvíbreitt rúm en í hinu eru tvö einbreið rúm ásamt svefnsófa fyrir fimmta aðila. Tvö baðherbergi eru í svítunni, á öðru er bara klósett en á hinu er klósett og sturtuklefi. Hér þurfa minnst þrír að greiða fullt verð en hér geta mest dvalið fimm fullorðnir en mögulegt er að fá eitt barnaverð.

Samtengd tvíbýli, 4-6 manna

Ef þú bókar samtengd tvíbýli þá færðu tvö tvíbýli með hurð á milli en það er fullkomið fyrir stóru fjölskylduna eða jafnvel tvö pör sem ferðast saman. Stærð herbergjanna til samans er um það bil 40-48 m². Hér er svefnpláss fyrir fjóra í venjulegum rúmum en hægt er að bæta við tveimur svefnsófum eða auka rúmum. Hér þurfa minnst fjórir að greiða fullt gjald, hér geta dvalið mest fjórir fullorðnir og tvö börn eða fimm fullorðnir en hægt er að fá eitt barnaverð.

Tvær heilsulindir

Stór heilsulind breiðir úr sér á neðstu hæð hótelsins en hér finnur þú stóra innisundlaug, nuddpott, gufubað og tyrkneska baðið hamam. Í framhaldi af heilsulindinni er einnig minni útisundlaug.  Nota má alla þessa aðstöðu frítt en ef þú vilt fá einhverja meðferð eins og t.d. nudd þá er það gegn greiðslu. Við mælum eindregið með því að þú byrjir sumarfríið á að prófa hamam pakkann, en þá er allur líkaminn skrúbbaður svo að húðin verður mjúk og hrein og sólbrúnkan endist lengur. Jafnvel í strandskemmtigarðinum er lítil heilsulind þar sem hægt er að fá nudd úti í sólbaðshreiðrunum.

Það er 16 ára aldurstakmark í heilsulindinni og líkamsræktarstöðina. 

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Antalya

Hótelið er staðsett á suðurströnd Tyrklands, við Antalya, sem er stór ferðamannaborg, en á sama tíma má sjá auðkennandi karakter heimamanna. Sögufrægur miðbærinn er hjarta borgarinnar með sínum litlu, hlykkjóttu götum, gömlum steinhúsum og heillandi rómverskri höfn. Víða má finna spennandi búðir og huggulega veitingastaði, að ógleymdum stóru, alþjóðlegu verslunarmiðstöðvunum.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.

Útilaugar, vatnsrennibrautir og ströndin á hótelinu opna 1. apríl (ef veður leyfir). Minitívolíið opnar 1. maí.