Alanya, Tyrkland

Atak Apart

Einkunn gesta
4 af 55
basedOn 126 answers
Einkunn gesta
4 af 55
basedOn 126 answers

Morgunverður í verðinu
6 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 1 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnalaug
Já 
Sundlaug:
Strönd
500 m 
Miðbær
2,5 km Alanya Bazar 

Skemmtilegar íbúðir nálægt miðbæ Alanya

Alanya er staðsett á tyrknesku Rívíerunni en mörgum finnst þetta vera hin fullkomna paradís fyrir sumarfríið. Samblanda af fallegum ströndum, líflegt hafnarsvæði, margir verslunarmöguleikar, yndisleg náttúra og heillandi saga laðar að þúsundir ferðamanna hvert einasta sumar. Nazar hefur lengi boðið upp á borgarhótel í Alanya en á Atak Apart eru einkaíbúðir sem staðsettar eru c. 2,5 km frá miðbæ Alanya og bjóða upp á hinn fullkomna möguleika á að skoða Alanya á eigin spítur.

Atak Apart er lítið og notalegt hótel sem er staðsett bæði nálægt hinni þekktu Kleópötruströnd og miðbænum. Hótelið var enduruppgert fyrir nokkrum árum og eru herbergin og sameiginleg svæði bæði hagnýt og vel við haldið. Atak er góður valmöguleiki fyrir þig sem vilt hafa mikið eigið rými en samt njóta aðstöðunnar á hótelinu. Þið getið dvalið allt að sex saman í rúmgóðum íbúðunum.

Þrátt fyrir að Atak liggi örlítið afsíðis á rólegri götu, þá er þetta borgarhótel og því má búast við einhverju ónæði að utan. 

Fylgdu í fótspor Kleópötru á ströndinni

Kleópötruströndin er í göngufjarlægð frá Atak. Hún fékk nafn sitt frá Júlíusi Sesari en honum þótti ströndin jafn falleg og hin þekkta egypska drottning. Hér eru bæði sólstólar og sólhlífar og einnig strandbar þar sem hægt er að kaupa ís, drykki og snarl. Meðfram Kleópötruströndinni er löng og skemmtileg gönguleið þar sem hægt er að njóta sólarlagsins eða bara virða fyrir sér mannlífið. Á Atak er lítið sundlaugarsvæði með barnalaug, sólstólum og sólhlífum.   

Athugið að handklæði fyrir strönd og sundlaug eru ekki innifalin. Handklæðin úr herberginu má ekki taka með út að sundlauginni eða til strandarinnar. Það gæti því verið góð hugmynd að taka með sér handklæði að heiman. 

Gegn greiðslu

Leiga á sólstólum og sólhlíf. Matur og drykkur á ströndinni.

Matur og drykkur

Þegar þú dvelur á Atak Hótel er morgunverður innifalinn og einnig kaffi eða te með morgunverði. Morgunverður er borinn fram sem hlaðborð á veitingastaðnum með egg, ost, safa, brauð og sultu. Í stuttu máli finnst allt sem þú þarft til að hlaða batteríin fyrir ævintýraríkan dag. 

Til viðbótar er mögulegt að kaupa snarl, ís og drykki á notalega útibarnum. Það úir og grúir af kaffihúsum og veitingastöðum í miðbæ Alanya, ca. 2,5 km frá hótelinu. Þú hefur því góða möguleika á að prófa bæði innlendar kræsingar sem og vel þekkta alþjóðlega rétti í sumarfríinu þínu. 

Gegn greiðslu

Allur matur og drykkur (nema te/kaffi) fyrir utan morgunverð.

Skoðaðu Alanya

Þótt þú hafir næga möguleika til að slappa af, bæði við sundlaugina og á ströndinni, þá er einstaklega þægilegt að fara í skoðunarferðir frá Atak. Hægt er að villast um litlar hliðargötur og sjá Tyrki spila kotru (backgammon) á kaffihúsunum á meðan að börnin spila fótbolta á götunni, eða versla frá sér allt vit á stóru verslunargötum Alanya þar sem leðurvöruverslanir, skartgripaverslanir og minjagripabúðir eru á hverju strái.

Kannski finnur þú nýja uppáhaldsveitingastaðinn þinn í stóru úrvalinu eða velur að dansa fram á morgun á bar eða diskóteki. Ef þú ert náttúruunnandi eða hefur gaman að sögulegum stöðum er hægt að fara í frábæra skoðunarferð um gamla hluta Alanya og hátt upp á klettana. Þú getur einnig spurt fararstjórana á áfangastað þar sem þeir skipuleggja skoðunarferðir um nágrannasvæðið.

Ef þú vilt skemmta þér á hótelinu er hægt að fara í billjarð, pílukast eða borðtennis. Þú getur einnig prófað tyrkneska baðið hamam þar sem allur kroppurinn er skrúbbaður til að vera sem best undirbúinn undir fallega brúnku. Einnig er tölvuherbergi á hótelinu og þráðlaust Internet er í boði við sundlaugina og í afgreiðslunni.  

Gegn greiðslu

Billjarð, tölvuherbergi, meðferðir í heilsulind.

Rúmgóðar íbúðir fyrir alla fjölskylduna

Íbúðirnar á Atak hótel voru endurinnréttaðar 2012 og eru vel með farnar og hagnýtar. Íbúðirnar eru tveggja herbergja þar sem annað herbergið er ætlað sem svefnherbergi en hitt er samblanda af svefnherbergi og setustofu. Í framhaldi af setustofunni er eldhúsið en þar er gott skápapláss og kæliskápur og ketill.

Íbúðin er mjög heimilisleg og þægileg með sjónvarp og stórt baðherbergi með sturtuklefa og hárþurrku. Lofkæling og öryggishólf eru í setustofunni. Gólfið er flísalagt og svalir eru á öllum íbúðunum. 

2 herbergja íbúð, 2-6 manna

Í þessari u.þ.b. 30 m² íbúð geta dvalist allt að sex en þó aðeins fjórir fullorðnir. Hér eru rúm fyrir fjóra og tveir svefnsófar. Mögulegt er að bóka þessa íbúð sem einstaklingsíbúð gegn gjaldi.

Gegn greiðslu

Loftkæling og öryggishólf.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.