Alanya, Tyrkland

Avena Resort

Einkunn gesta
4.1 af 55
basedOn 145 answers
Einkunn gesta
4.1 af 55
basedOn 145 answers

5 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 12 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
Strönd
200 m 
Miðbær
3 km Alanya 

Nýtískulegt fjölskylduhótel

Avena Resort er einstakt hótel með nýtískulegar og flottar innréttingar í notalega bæjarhlutanum Oba í Alanya. Sundlaugarsvæðið býður upp á letidaga í sólinni og fínkorna strönd er í göngufjarlægð. Hér er flott "allt innifalið" með bæði hlaðborð, snarl og a la carte veitingastað. Þegar börnin eru ekki að leika við vini sína í barnaklúbbnum geta þau sleppt sér lausum og dansað á mínídiskótekinu. 

Stór markaður er beint fyrir utan hótelið en hann er alltaf haldinn á mánudögum. Á hótelinu er stór heilsulind og þar er meðal annars hægt að fara í tyrkneska baðið Hamam. Herbergin eru stór og nútímalega innréttuð og bjóða upp á hinn fullkomna grunn fyrir yndislegt sumarfrí í hinni dásamlegu Alanya.

Vatnsrennibrautir, sundlaugar eða strönd?

Það er líflegt andrúmsloft við skemmtilegt sundlaugarsvæðið. Oft heyrist tónlist úr hátölurum eða þú gætir heyrt hlátur og skríki frá barnasvæðinu. Hér er stór sundlaug og einnig barnasundlaug með vatnsrennibraut sem börnin eiga eftir að elska. Sólstólar og sólhlífar eru til staðar og ef þig skyldi svengja þá er allt til alls á sundlaugarbarnum.  

Í göngufjarlægð frá hótelinu (u.þ.b. 250 m) er fínkorna strönd. Avena er í samstarfi við eiganda strandarinnar og á hluta strandarinnar eru sólbekkir og sólhlífar ásamt drykkjum (ekki á flösku) og snarli innifalið í "allt innifalið" prógramminu þínu. Á ströndinni er bæði hægt að fara í strandblak og eins prófa alls kyns vatnaafþreyingu. Göng eru undir götuna svo það er bæði einfalt og öruggt að komast á ströndina. 

Hótelið býður upp á handklæðaþjónustu (gegn tryggingu) fyrir sundlaug og strönd og því getur þú skilið eigin handklæði eftir heima. 

Gott og þægilegt fyrir alla fjölskylduna

Aðalmáltíðir dagsins eru bornar fram sem hlaðborð á aðalveitingastað hótelsins. Hér er boðið upp á girnileg hlaðborð með stóru úrvali þar sem innblástur er bæði sóttur í tyrkneska matargerð jafnt sem alþjóðlega. Á milli mála er boðið upp á snarl, kökur og ís (fyrir börnin) á vissum tímum dagsins. Innlendir drykkir, bæði áfengir og óáfengir, eru innifaldir í "allt innifalið".  

Á hótelsvæðinu er einnig þema veitingastaður þar sem þú færð að velja frá matseðli. Nokkur kvöld í viku er boðið upp á ítalskan matseðil og önnur kvöld er sjávarréttamatseðill. Einu sinni á dvölinni getur þú farið hingað frítt, svo framarlega sem pláss leyfir.  

Bæði við sundlaugina og á ströndinni eru barir sem bjóða upp á drykki og einnig er þar hægt að fá snarl vissa tíma dagsins. Vissir drykkir eru þó gegn gjaldi.

Barnaklúbbur og minidiskótek

Á Avena eru allir boðnir og búnir til að tryggja að börnin upplifi frábært sumarfrí. Alþjóðlegir leiðbeinendur hótelsins sjá um að skemmta börnunum við sundlaugarsvæðið og allir krakkar á milli 4 og 12 ára geta kynnst nýjum vinum í alþjóðlega barnaklúbbnum sem opinn er bæði fyrir og eftir hádegi.

Á kvöldin eru stundum skipulögð minidiskótek en þau vekja ætíð mikla lukku hjá börnunum. Fyrir framan hótelið er lítill leikvöllur en einnig er hægt að spila t.d. borðtennis og pílukast.  Uppáhald barnanna er auðvitað vatnsrennibrautin sem er opin nokkra tíma bæði fyrir og eftir hádegi.

Afslöppun, íþróttir eða heilsulind?

Á Avena þarftu ekki að velja á milli heldur getur gert sitt lítið af hverju. Ef þú vilt taka þér hlé frá sólstólnum getur þú prófað bæði pílukast og borðtennis en á ströndinni er einnig hægt að fara í strandblak eða prófa vatnaafþreyingu. Skipulögð er alls kyns afþreying eins og t.d. vatnaleikfimi en einnig er kvölddagskrá nokkrum sinnum í viku.

Beint fyrir utan hótelið er stærsti markaður Alanya sem alltaf er haldinn á mánudögum. Hér er hægt að kaupa allt frá ávöxtum og grænmeti til vefnaðarvöru og minjagripa.

Í kjallara hótelsins er stór heilsulind sem er innréttuð í Bali stíl. Hér getur þú prófað alls kyns ólíkar meðferðir og kúra. Sem dæmi má nefna tyrkneska baðið hamam og gufubað en einnig er hér fiskispa en þar sjá litlir fiskar um að fjarlægja allar dauðar húðfrumur af fótunum. Það hljómar kannski skelfilega í byrjun, en fæturnir verða mjúkir og fínir sem barnsrass. Í heilsulindinni er einnig lítil heilsurækt þar sem hægt að brenna burt smá hluta af þeim lystisemdum sem búið er að njóta í „allt innifalið".    

Þráðlaust internet er í boði í móttökunni án auka þóknunar. Ef þú vilt einnig hafa þráðlaust internet á herberginu, við sundlaugina og á veitingastaðnum þá er það gegn auka gjaldi. Í móttökunni er einnig tölvuherbergi sem einnig er gegn greiðslu. 

Stór nýtískuleg herbergi og svítur

Þú hefur það bæði fínt og þægilegt í stílhreinum herbergjunum á Avena. Herbergin eru nýuppgerð í ljósum og skemmtilegum litum. Öll herbergin eru með rúmgóðar svalir, parketgólf og baðherbergi með sturtuklefa og hárþurrku.

Ýmis þægindi eru á öllum herbergjunum: sjónvap, loftkæling, hraðsuðuketill með te ásamt litlum ísskáp sem fær áfyllingu af vatni daglega.  Þar að auki er þráðlaust Internet, öryggishólf, þvottaþjónusta og herbergisþjónusta gegn gjaldi.

Tvíbýli, 2-4 manna

Tvíbýli, 2-4 manna

Í 38 m² tvíbýlunum er eitt tvíbreitt rúm og eitt einbreitt rúm en fjórði aðilinn sefur á svefnsófa.

Minnst tveir þurfa að greiða fullt verð en allt að þrír fullorðnir geta dvalið hér. Mest er hægt að fá eitt barnaverð. Mögulegt er að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn auka þóknun. 

Fjölskyldusvítur, 3-5 manna

Fjölskyldusvítur, 3-5 manna

Í 42 m² fjölskyldusvítunum eru tvö aðskilin herbergi með hurð á milli. Loftkæling og sjónvarp er í báðum herbergjum. Í öðru herberginu eru tvö einbreið rúm og eitt tvíbreitt rúm er í hinu herberginu en fimmti aðilinn sefur á svefnsófa.

Hér þurfa minnst þrír að greiða fullt verð, en mest geta fjórir fullorðnir dvalið hér. Mögulegt er að fá eitt barnaverð.  

Gegn greiðslu

Þráðlaust Internet, öryggishólf, þvottaþjónusta og herbergisþjónusta.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.

Sundlaugar, vatnsrennibrautir, þema veitingastaðir, ströndin og skemmtun á hótelinu opnar 1. apríl (ef veður leyfir).