Alanya, Tyrkland

Bon Apart Sealine

Einkunn gesta
3.8 af 55
basedOn 446 answers
Einkunn gesta
3.8 af 55
basedOn 446 answers

4 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 12 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnalaug
Já 
Sundlaug:
Strönd
400 m 
Miðbær
1 km Alanya Bazar 

Gott verð og Allt innifalið í miðri Alanya

Fyrrum íbúðahótelið Bon Apart Sealine hefur í fleiri ár dregið að sér fastagesti frá norðurlöndunum og við hjá Nazar erum nú stolt af því að vera eina ferðaskrifstofan sem býður upp á ferðir á þetta hótel! Hótelið var gert upp árið 2011 og íbúðunum var breytt í stórar fallegar tveggja herbergja svítur. Hótelið er sérlega vinsælt hjá barnafjölskyldum, pörum og ungu fólki.

Bon Apart Sealine samanstendur af tveim blokkum sem eru tengdar saman á fyrstu hæðinni. Þar er að finna móttöku, bar og aðalveitingastaðinn. Hér dvelur þú á hóteli sem býður upp á marga sólskinsdaga við ströndina og nýja ógleymanlega reynslu í næsta nágrenni. 

Athugaðu að Bon Apart Sealine er betur þekkt undir nafninu „Sealine“ og því skaltu nota það nafn ef þú þarft að spyrja til vegar eða taka leigubíl. Hótelið er staðsett nálægt miðbæ Alanya, sem getur þýtt einhvern hávaða fyrir utan hótelið.

Sundlaug með vatnsrennibraut

Sundlaugarsvæðið er hjarta hótelsins og mjög vinsælt á meðal gesta. Hér eru tvær litlar sundlaugar og ein barnalaug með vatnsrennibraut.

Það er ekki hægt að fara í frí til Alanya án þess að stinga sér í svalandi Miðjarðarhafið og er því hótelið með strönd við hina vinsælu Kleópötruströnd. Litlar rútur keyra á milli hótelsins og strandarinnar, þó gegn greiðslu. Þú kaupir miða á ströndina í móttökunni og færð þá akstur niður á strönd þar sem þú hefur aðgang að sólbekk og sólhlíf. Á ströndinni er strandbar þar sem hægt er að kaupa mat og drykki yfir daginn, svo ekki sé þörf á að fara aftur á hótelið til að borða hádegismat.

Athugið að ekki er leyfilegt að taka hótelhandklæðin í sundlaugargarðinn eða á ströndina og því gæti það verið góð hugmynd að taka með sér handklæði að heiman.

Á Bon Apart Sealine er boðið upp á fjölbreytt hlaðborð á morgnana, í hádeginu og á kvöldin á aðalveitingastaðnum. Öll innlend drykkjarvara er innifalin. Ef hungrið fer að segja til sín rétt fyrir háttatíma, þá er einnig boðið upp á miðnætursúpu.

Aðalveitingastaðurinn er staðsettur á fyrstu hæðinni og er innréttaður í dökkum litum sem gera stemninguna einkar huggulega. Hér er boðið upp á þrjú hlaðborð á dag þar sem boðið er upp á nýbakað brauð, salat og mikið úrval af bæði heitum og köldum réttum. Á barnum í móttökunni er hægt að nálgast úrval innlendra drykkja sem allir heyra undir „allt innifalið” þemað. Sundlaugarbarinn er einnig innifalinn í "Allt innifalið" prógramminu til kl. 23:00.

Opnunartími:

Opnunartími:
Morgunverður Aðalveitingastaður 08:00 - 10:00
Hádegisverður Aðalveitingastaður 12:30 - 14:00
Kvöldverður Aðalveitingastaður 19:00 - 21:00
Miðnætursnarl Aðalveitingastaður 00:00 - 00:30
Lobby Bar   10:00 - 23:00
     

Athugið að tímasetningar og framboð getur breyst eftir fjölda gesta og árstíma.

Stutt í ævintýrin í Alanya

Fer þér að leiðast ef þú liggur of lengi við sundlaugina? Þá gefst þér færi á að fara í billjarð, fótboltaspil og þythokkí til að brjóta upp daginn! Eitt kvöld í viku eru svo skipulagðar sýningar við sundlaugina. Hægt er að fá þráðlaust Internet gegn auka greiðslu.

Þrátt fyrir góða aðstöðu á hótelinu, er Bon Apart Sealine fyrst og fremst hugsað sem hótel fyrir þá sem vilja vera á ferðinni og upplifa Alanya bæði í dagsljósi og eins á kvöldin. Það er ekki að ástæðulausu að Alanya er einn af vinsælustu ferðamannastöðum Tyrklands en hér ertu í göngufæri frá úrvali verslana, heillandi menningu, notalegum veitingastöðum, líflegum börum, diskótekum og auðvitað fallegri strönd. Í kringum hótelið eru einnig margar byggingar þar sem heimamenn eiga heima.

Gegn greiðslu

Þráðlaust Internet, þythokkí, billjarð, fótboltaspil.

Stórar og þægilegar tveggja herbergja svítur

Þar sem herbergin á Bon Apart Sealine hafa verið innréttuð sem sumaríbúðir, þá eru herbergin mjög rúmgóð. Allar svíturnar eru tveggja herbergja, þar sem annað þeirra er svefnherbergi og hitt er stofa sem nýtist einnig sem svefnherbergi. Þú færð þar að auki svalir með útihúsgögnum.

Á herbergjunum er parketgólf og hönnunin er í mildum tónum. Í svefnherberginu eru tvö einbreið rúm sem hægt er að færa saman til að fá tvíbreitt rúm. Í stofunni eru einn eða tveir hægindastólar sem hægt er að draga út og nota sem auka rúm.

Á herbergjunum er minibar (gegn greiðslu), sjónvarp, loftkæling (annað hvort í svefnherbergi eða stofu), öryggishólf (gegn greiðslu), hárþurrka og sími. Á öllum herbergjum er eigið baðherbergi með sturtuklefa.

Innréttingar og stærð herbergja er ekki alltaf eins.

Fjölskyldusvíta, 2-4 manna

Fjölskyldusvíta, 2-4 manna

Hér geta fjórir búið saman, þar sem tveir sofa í auka rúmum. Að lágmarki tveir þurfa að greiða fullt verð og hægt er að fá tvö barnaverð.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir og ferðir um grípandi náttúrunna. Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Alanya

Hótelið er staðsett í Alanya, á suðurströnd Tyrklands, sem er þekkt fyrir að vera ein besta og vinsælasta ferðamannaborg Tyrklands. Borginni fylgir heillandi saga og eru því ýmsir áhugaverðir staðir sem vert er að sjá. Þetta er mikil verslunarborg og úrval spennandi verslana sem bæði selja innlendar og erlendar vörur er mikið. Þar að auki er þarna líflegt næturlíf með góðum veitingastöðum, diskótekum, börum og kaffihúsum.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.