Antalya, Tyrkland

Delphin Imperial

toFewGuestCreds
toShowanyResult
toFewGuestCreds
toShowanyResult

5 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 11 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
Strönd
0 m 
Miðbær
16 km 

Glæsilegt Premium Collection hótel!

Hótelbyggingin með sína fjóra turna dregur dám af hinni þekktu Chrysler byggingu í New York og getur útlit hennar eitt og sér orsakað fiðring í maga flestra. Arkitektúrinn og innréttingar á Delphin Imperial eru mikilfenglegar en þó smekklegar og heilla meira að segja gesti sem annars eru vanir miklu lúxuslífi.

Allt á Delphin Imperial geislar af glæsileika og lúxus – allt frá fallegri móttökunni með gríðarstórri kristalljósakrónu til rúmgóðra herbergja, þar sem nútímaleg innrétting og notalegt andrúmsloft haldast hönd í hönd. Fastagestir Delphin-keðjunnar hafa verið með í ráðum við skipulagningu á innréttingum hótelsins og sem gestur á Delphin Imperial finnur maður svo sannarlega fyrir því, að þarna hefur verið unnið hart að því að skapa fallegt umhverfi þar sem allir eiga að geta slappað af, haft það huggulegt og látið sér líða eins og heima hjá sér.

Delphin Imperial er eitt af okkar bestu hótelum. Hótelið býður upp á hið fullkomna fjölskyldufrí fyrir alla fjölskylduna með fallega hönnuðum sundlaugargarði, gróskumiklum og blómlegum garði, stórri sandströnd, framúrskarandi „allt innifalið“ þema og fjölskylduherbergi fyrir allt að fimm manns.

Delphin Imperial er staðsett í Lara, þar sem þú finnur fjöldann allan af verslunum og litlum verslunarmiðstöðvum. Héðan er einungis hálftíma akstur inn í stórborgina Antalya, sem þekkt er fyrir sinn heillandi gamla borgarhluta og fallegu rómversku höfnina. Lara er einungis í hálftíma akstri frá flugvellinum.

Vatn fyrir alla

Við sundlaugina eru bæði róleg svæði og stærri svæði með tónlist og líflegri stemningu. Ef þú vilt algjöra ró og næði í kringum þig, gefst þér kostur á að halda þig við kyrrlátu laugina. Allt svæðið utandyra tengist saman með breiðum, flísalögðum gangstíg sem liggur frá hótelinu og niður á strönd. Hér getur fólk rölt um þegar þörf er á fersku lofti en einnig er hægt að fara í lengri göngutúra á stíg sem liggur við sjávarmálið á ströndinni.  Þar er einnig frábært að taka morgunskokkið áður en það verður of heitt.

Hér er einnig að sjálfsögðu hugsað um börnin! Það eru tvær barnalaugar með litlum rennibrautum fyrir þau allra minnstu. Svo eru hvorki meira né minna en tveir vatnsskemmtigarðar, annað svæðið er með þrjár rennibrautir fyrir minni börnin, en hitt svæðið er stærra og eru þar fimm vatnsrennibrautir fyrir börn eldri en 10 ára. Á öllu sundlaugasvæðinu hefurðu aðgang að drykkjum og snarli yfir daginn, en starfsfólkið rúllar um á hjólaskautum til að tryggja hraða þjónustu fyrir þyrsta hótelgesti. Í kringum sundlaugina eru einnig sólbaðshreiður sem hægt er að nota án endurgjalds, en sökum mikilla vinsælda er nú hægt að leigja sólbaðshreiður á ströndinni og úti á bryggjunni ef þú villt vera örugg/ur um pláss.

Ef þú þarft aðeins að hvíla þig á hitanum úti, geturðu alltaf nýtt þér innilaug hótelsins, þar sem er að finna bæði sólstóla og bar með ferskum söfum. Innandyra er einnig sér sundlaug fyrir börnin.

Stór, breið sandströnd með sólhlífum og sólstólum fyrir alla gesti tilheyrir Delphin Imperial.  Hér er einnig að finna yndisleg sólbaðshreiður sem eru frábær í seinniparts sólinni. Í þessum sólbaðshreiðrum eru mismunandi pakkar innifaldir og eru þau gegn greiðslu. Ströndin við Delphin Imperial er sandströnd en þó koma stundum litlir steinar með öldunum. Vatnið dýpkar hratt, þannig að minnstu börnin ættu ekki að vera að leik við sjóinn án eftirlits.

Það sem svo er alveg einstakt er stór bryggja sem liggur langt út í sjóinn. Þar er að finna strandbar, sólstóla og notalegt svæði þar sem þú getur slappað af með kaldan drykk og notið útsýnisins yfir hafið. Þegar þú liggur þarna og horfir yfir hafið líður þér næstum eins og þú fljótir á öldum hafsins.

Strandhandklæði fyrir sundlaugar og strönd er innifalið.

Bragðlaukarnir hristast af spenningi!!

Það er boðið upp á virkilega góðan mat á Delphin Imperial. Ljúffeng hlaðborð með nýkreistum appelsínusafa taka á móti þér í morgunsárið og hádegisverðar- og kvöldverðarhlaðborðin eru einnig einstaklega vel fram borin og maturinn er fjölbreyttur og sérlega bragðgóður. Úrvalið er gífurlegt og þú getur því alltaf verið viss um að þú og þínir finni eitthvað sem ykkur þykir gott hvort sem þið eruð fyrir tyrkneska eða alþjóðlega rétti.

Á hótelsvæðinu eru ólíkir snarlbarir sem bjóða upp á góðan tyrkneskan mat eins og kumpir, bakaðar kartöflur og gözleme, sem er nokkurs konar pönnukaka. Í móttökunni eru smá bakarí sem bíður upp á kökur og annað sætt og gott yfir daginn. 

Allir innlendir drykkir og þó nokkuð úrval af innfluttum drykkjarvörum heyra undir „allt innifalið“ þemað. Ís er innifalinn fyrir alla hótelgesti yfir daginn. Vissa tíma yfir nóttina er herbergisþjónusta án aukagjalds.

Eins og það sé ekki nóg með einn góðan aðalveitingastað, þá býður Delphin Imperial þér einnig til borðs á hvorki meira né minna en átta a la carte veitingastöðum, þar sem réttirnir eru valdir af matseðli. Þér býðst að borða á öllum þessum stöðum einu sinni á hverjum meðan á dvöld stendur án þess að greiða fyrir aukalega, svo framarlega sem pláss leyfir. Veitingastaðirnir bjóða upp á grískan, ítalskan, franskan, asískan, mexíkóskan, sjávarrétta og tyrkneskan mat og veitingastaðurinn da Vinci býður upp á gæðavín og steikur.

Veitið því athygli að a la carte veitingastaðirnir hafa takmarkað sætaframboð og því er mikilvægt að panta borð með góðum fyrirvara. Tyrkneski og sjávarrétta veitingastaðirnir eru udandyra og því geta opnunartímar verið mismunandi eftir veðri og árstíma. Flestir a la carte veitingastaðirnir eru eingöngu fyrir fullorðna og unglinga yfir 15 ára.

Minitívolí og tveir vatnsskemmtigarðar

Við barnaklúbbinn er leiksvæði bæði innan- og utandyra. Þar gefst börnum einnig kostur á að sjá teiknimyndir þegar þau þurfa á smá hvíld að halda frá annars annasömum degi. Á hótelinu eru einnig sérstakir barnamatseðlar, barnamatur, örbylgjuofn, blandari og hitari fyrir pela á aðalveitingastaðnum. Hér er einnig í boði unglingaklúbbur sem er opinn ákveðin kvöld vikunnar og þar er til dæmis hægt að spila fótboltaspil og tölvuleiki. 

Á sundlaugarsvæðinu er að sjálfsögðu hugsað um börnin! Bæði innandyra og utan hafa þau sína eigin barnalaugar og hvorki meira né minna en tvo vatnsskemmtigarða, eitt minna svæði sem er með þrjár rennibrautir fyrir minni börnin og annað stærra svæði sem er með fimm vatnsrennibrautir fyrir börn eldri en 10 ára.

Á kvöldin er svo hápunktur barnanna, minidiskótekið, þar sem börnin fá að spreyta sig í alls konar barnasöngvum og dansi eða minitívolíið með hringekju, parísarhjóli og rafmagnsbílum sem ekki þarf að greiða fyrir.

Íþróttir, verslunarleiðangur, leikir eða afslöppun?

Á meðan að þú vinnur í að fá fallegan lit á kroppinn er mikil afþreying í boði á Delphin Imperial. Þú getur til dæmis spilað strandblak eða jafnvel skorað á fjölskyldumeðlim í tennis. Ef þú tapar getur þú fengið einkakennslu til að gulltryggja sigur í næsta leik. Þú getur einnig skellt þér í þolfimi, ef þú óskar eftir að æfa aðeins í fríinu. Fyrir þá sem vilja er einnig stór og vel útbúin líkamsræktarstöð sem hægt er að nýta sér án endurgreiðslu og þar eru einkaþjálfarar tilbúnir að setja saman sérsniðið æfingarplan fyrir þig. Frítt þráðlaust Internet er í boði í móttökunni, við sundlaugina og á herbergjunum. 

Í kjallara Delphin Imperial er að finna spilasal með fótboltaspilum, borðtennisborð, keilu, billjarðborð og ýmislegt annað. Þar er einnig bíósalur.

Kjallari hótelsins er innréttaður í anda gamals bresks götustíls þar sem maður er umkringdur hinum þekktu rauðu símaklefum. Hér er að finna úrval af verslunum eins og teppabúð, skartgripaverslun, minjagripabúð og margt fleira svo það er alls ekki nauðsynlegt að fara til Antalya til að versla smá í fríinu. Ef þú hins vegar vilt skoða þig um utan hótelsvæðisins þá gengur strætisvagn til Antalya frá aðalgötunni við hótelið. Hótelið skipuleggur einnig rútuferðir til Antalya þér að kostnaðarlausu. Það eina sem þú þarf að gera að að skrá þig daginn áður. Rútuferðirnar eru farnar ef minnst 10 manns eru skráðir. 

Þegar líða tekur á kvöldið eru alls konar sýningar í gangi á sviði á bak við stóru sundlaugina og fyrir barnafjölskyldurnar er skemmtilegt minidiskótek sem börnin hlakka til allan daginn. Fyrir næturhrafnana er svo næturklúbbur í kjallara hótelsins.

Vellystingar fyrir allt að fimm manns

Glæsileg herbergi bíða þín hér en eins og allt annað á Delphin Imperial eru herbergin glæsileg en þó smekklega innréttuð. Öll herbergi eru með plastparketi og aðgang að einum eða fleiri svölum, þar sem borð, stólar og þægilegur sófi er fyrir þá sem vilja taka sér góðan tíma til að njóta einstaks útsýnisins. 

Herbergin eru mjög rúmgóð og nútímalega innréttuð í hvítu, svörtu og rauðu en þó með nýtískulegum og stílhreinum brag og heimilislegu og þægilegu andrúmslofti. Það sem svo einkennir herbergin er grafíska augað á sængurfötum hótelsins sem gefur herberginu alveg sérstakan sjarma. Þetta auga er gegnumgangandi þema á öllum herbergjum hótelsins.

Á öllum herbergjum er loftkæling, sjónvarp, sími, hraðsuðuketill með te og kaffi, öryggishólf, sturtuklefi eða baðkar, hárþurrka og lítill svefnsófi sem er 130x70 cm. Þar sem minibarinn er hluti af „allt innifalið“ er hann fylltur daglega.

Tvíbýli, 2-4 manna

Tvíbýli, 2-4 manna

Á þessum herbergjum er tvíbreitt rúm, einbreitt rúm, svefnsófi, baðherbergi og flottar innréttingar. Hér er pláss fyrir hámark þrjá fullorðna og eitt barn, en minnst tveir þurfa að greiða fullt verð. Þú getur valið hvort þú viljir herbergi sem snýr mót landi eða sjó, (Seaside). Ef þú velur sjávarútsýni, þarftu að greiða sérstaklega fyrir það. Einnig er möguleiki að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn auka þóknun. Herbergin eru u.þ.b. 33m², en það getur þó verið smá stærðarmunur á milli herbergja.

Lagoon Swim Up, 2-3 personer

Från balkongen har du tillgång till en pool som delas med gästerna i de andra Lagoon-rummen – höjden av lyx med tillgång till bad några få steg från sängen! Här finns också en kaffemaskin. Rummen vetter alla mot havet (Seaside), men det är inte direkt havsutsikt. I detta rum på ca 36 m² finns en dubbelsäng och en enkelsäng. Rummet kräver minst två fullt betalande, det kan bo max två vuxna och ett barn och det är möjligt att få ett barnpris. Observera att på grund av säkerhet, får barn under 7 år inte bo eller vistas i denna rumstyp.

Deluxe-herbergi, 2-4 manna

Deluxe-herbergi, 2-4 manna

Ef þú óskar eftir sérlega miklu plássi í fríinu ættirðu að velja deluxe-herbergi. Að undantekinni stærðinni á herbergjunum þá eru innréttingar meira og minna þær sömu og í tvíbýlunum. Þú færð þó að auki kaffivél inn á herbergið. Hér er pláss fyrir allt að fjóra, þar sem einn sefur í aukarúmi, eða að hámarki þrír fullorðnir og eitt barn.

Fjölskyldusvíta, 3-5 manna

Fjölskyldusvíta, 3-5 manna

Flott svíta með tveimur herbergjum, eitt herbergi með tvíbreiðu rúmi og svefnsófa og eitt herbergi með tveimur einbreiðum rúmum. Hér er pláss fyrir fjóra fullorðna og eitt barn. Hér þurfa að lágmarki þrír að borga fullt verð og því er möguleiki á að fá allt að tvö barnaverð. Fjölskyldusvítan er u.þ.b. 56 m².

Heilsulind

Á Delphin Imperial er heilsulind sem gefur þér kost á enn meiri munaði í fríinu. Þú getur nýtt þér bæði gufubað og hamam án endurgjalds, en þú þarft þó að greiða sérstaklega fyrir andlits-og líkamsmeðferðir. Hér er hægt að velja úr fjölbreyttu úrvali af nuddi og öðrum meðferðum.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir og ferðir um grípandi náttúrunna.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Antalya

Hótelið er staðsett á suðurströnd Tyrklands, við Antalya, sem er stór ferðamannaborg,  en á sama tíma má sjá auðkennandi karakter heimamanna. Sögufrægur miðbærinn er hjarta borgarinnar með sínum litlu, hlykkjóttu götum, gömlum steinhúsum og heillandi rómverskri höfn. Víða má finna spennandi búðir og huggulega veitingastaði, að ógleymdum stóru, alþjóðlegu verslunarmiðstöðvunum.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.