Alanya, Tyrkland

Melissa Hotel

Einkunn gesta
3.3 af 55
basedOn 100 answers
Einkunn gesta
3.3 af 55
basedOn 100 answers

Morgunverður í verðinu
5 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 1 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnalaug
Já 
Sundlaug:
Strönd
50 m 
Miðbær
2,8 km 

Alveg við Kleópötruströndina

Hótelið er fullkomlega staðsett rétt við Kleópötruströndina. Það er umkringt af öðrum hótelum og íbúðum sem gerir það að verkum að skemmtileg stemning verður til bæði á hótelinu sem og í nágrenni hótelsins. Innan seilingar er verslunarkjarni Alanya, veitingastaðir, kaffihús og næturlíf.

Á hótelsvæðinu er nóg um pláss og mjög gróðursælt, þannig að þú gætir jafnvel gleymt því að þú væri staðsett/ur nálægt iðandi miðbæ Alanya. Á Melissa hótelinu er morgunverður ávallt innifalinn í verðinu, en þú hefur einnig möguleika á að kaupa hálft fæði þar sem kvöldverður er þá jafnframt innifalinn. Einnig getur þú keypt „allt innifalið”.

Huggulegt sundlaugarsvæði og nálægt Kleópötruströndinni

Með Kleópötruströndina aðeins örstutt frá (50 m), býður Melissa hótel uppá fullkomið frí með bæði sól og strönd.

Þessi strönd er sögð vera sú besta á svæðinu. Á ströndinni er hægt að leigja sólstóla, dýnur og sólhlífar og síðan er hægt að liggja og njóta fallega útsýnisins yfir borgina  Alanya. Eða afhverju ekki bæta aðeins við brúnkuna á meðan þú spilar strandblak? Á ströndinni hefur þú einnig möguleika á að prófa vatnaíþróttir gegn greiðslu.

Á hótelinu er huggulegt lítið sundlaugarsvæði þar sem er hægt að kæla sig á heitum sumardögum, þar hafa börnin síðan sitt eigið litla svæði í sundlauginni. Á sundlaugarsvæðinu er hægt að velja um að taka stutta kríu á einhverjum sólstólnum eða setjast undir sólhlíf og njóta svalandi drykkjar á meðan horft er yfir túrkisblátt Miðjarðarhafið.

Gegn greiðslu

Á ströndinni: sólstólar, dýnur, sólhlífar, vatnaíþróttir. Við sundlaugina: Matur og drykkur og ef þú hefur ekki valið „allt innifalið".

Morgunverður með sjávarútsýni!

Það er hægt að koma sér fyrir á huggulega veitingastaðnum eða utandyra undir einhverju af laufríku trjánum á meðan maður nýtur morgunverðarins í hlýrri golunni, með útsýni yfir Kleópötruströndina.

Hótelið býður uppá einfalt morgunverðarhlaðborð þar sem hægt er að velja hvort maður vilji heldur snæða morgunverð á tyrkneskan máta, með osti og ólífum, eða evrópskan morgunverð.
Á Melissa er einnig mögulegt að bóka hálft fæði, en þá eru bæði morgunverður og kvöldverður innifalinn í verðinu.

Vilt þú frekar sleppa því að taka með þér veskið og leita eftir veitingastöðum í borginni? Þá býður Melissa hótelið jafnframt uppá „allt innifalið”, þar sem allar þrjár aðalmáltíðar dagsins eru bornar fram sem hlaðborð á aðalveitingastað hótelsins.

Seinniparts dags, þegar sykurlöngunin færist yfir, er boðið uppá kaffi, te og köku. Allir innlendir drykkir eru innifaldir í „allt innifalið” og það er hægt að nýta allan daginn, þannig að þú og fjölskyldan getið haldið vökvamagninu í líkamanum í jafnvægi. Ef þú ert ekki með „allt innifalið” þarf að greiða fyrir alla drykki.

Opnunartími:

Opnunartími:
Morgunverður Aðalveitingastaður 07:30 - 10:00
Hádegisverður Aðalveitingastaður 12:30 - 14:00
Kvöldverður Aðalveitingastaður 19:00 - 21:00
Kaffi og kökur Service Bar 16:30 - 17:00
Service Bar   10:00 - 23:00
Pool Bar   10:00 - 23:00

Vinsamlegast athugið að tímasetning og framboð getur breyst eftir fjölda gesta og árstíma.

Borgarlíf eða strandstemning

Ef þú vilt finna fyrir erli borgarlífsins í Alanya þá er miðbærinn aðeins örstutt frá og býður borgin uppá margar upplifanir og skemmtilegar skoðunarferðir.

Þar fyrir utan er einnig mögulegt að spila borðtennis, eða afhverju ekki bæta brúnkuna á meðan spilað er strandblak á ströndinni? Á ströndinni gefst einnig möguleiki á að prófa vatnaíþróttir gegn gjaldi. Ef þú síðan hefur þörf fyrir góða afslöppun eftir dag í borginni, þá býður hótelið uppá nudd, gufubað og tyrkneskt bað gegn gjaldi.

Hægt er að fá þráðlaust internet í móttökunni og við sundlaugina gegn þóknun.

Gegn greiðslu

Vatnaíþróttir, nudd, gufubað, tyrkneskt bað, þráðlaust internet í móttöku og við sundlaug.

Frábær staðsetning við Kleópötruströndina

Öll herbergin eru björt og innréttuð í ljósum tónum. Í hverju herbergi er lítill ísskápur og öryggishólf (gegn gjaldi), sjónvarp, sturtuklefi, hárþurrka, svalir, flísalagt gólf og loftkæling.

Tvíbýli, 2-3 manna

Í þessu 17 m² herbergi eru rúm fyrir þrjá. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð en mögulegt er að fá eitt barnaverð. Hægt er að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn gjaldi.

Fjölskylduherbergi, 4-5 manna

Þetta 34 m² herbergi hefur rúm fyrir fjóra og tvennar svalir. Hér þurfa minnst fjórir að greiða fullt verð en hér geta dvalið allt að fimm fullorðnir en mögulegt er að fá eitt barnaverð.

Gegn greiðslu

Öryggishólf.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Alanya

Hótelið er á suðurströnd Tyrklands í Alanya, en hún er þekkt sem einn af bestu og vinsælustu sumarfrísstöðum Tyrklands. Staðurinn býður uppá hrífandi sögu, mikið af áhugaverðum stöðum og yfirgnæfandi fjölda af verslunum sem selja bæði tyrkneskar og innfluttar vörur. Hér er einnig líflegt næturlíf sem felur í sér góða veitingastaði, diskótek, bari og kaffihús.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.