Incekum, Tyrkland

Pegasos Royal

Einkunn gesta
4.2 af 55
basedOn 451 answers
Einkunn gesta
4.2 af 55
basedOn 451 answers

8 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 15 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Íslenskur
Sundlaug:
Strönd
0 m 
Miðbær
3 km/25 km 

Vinsælt fjölskylduhótel með ævintýralegri wipeout braut

Pegasos Royal er eitt af allra bestu hótelum Nazar og þá er nú mikið sagt! Barnaafsláttur er í boði upp til 16 ára aldurs. Á hótelinu bíða íslensku leiðbeinendurnir okkar eftir að fá að kynna börnin fyrir okkar eigin Kaptein Nemo sjóræningjaklúbb, unglingaklúbbnum Chill Out, sundskólanum Swim a‘hoy og fjölskyldudegi með leikjum fyrir alla fjölskylduna en þetta er allt innifalið í verðinu.

Nafnið Incekum þýðir „fínkorna sandströnd” á tyrknesku, en það er nákvæmlega það sem þú færð á Pegasos Royal þar sem hótelið er staðsett á eins kílómetra langri gylltri, grunnri og mjög fjölskylduvænni strönd. Þar er mikið pláss til að sleikja sólskinið, leika í sjávarmálinu og byggja ævintýralega sandkastala. Á þessari yndislegu strönd er svo alveg frábær wipeout braut með villtum hindrunum - og brautina geta gestir okkar notað að kostnaðarlausu. Pegasos Royal er eitt af okkar vinsælustu fjölskylduhótelum, en þar sem þetta hótel hefur einmitt flest fjölskylduherbergin, þá er líka nægt pláss fyrir þína fjölskyldu.

Taktu við áskoruninni og hoppaðu, buslaðu og stökktu á þessari einstöku braut sem er ekki eitthvað sem þú sérð venjulega á hótelum. Brautin er opin daglega frá klukkan 10:00 til 18:00 frá 15. maí til 15. september. Athugaðu að veðurfar eins og t.d. vindur og öldugangur geta valdið því garðinum verði lokað í um lengri eða skemmri tíma.

Hótelið er staðsett í Incekum, u.þ.b. 25 km frá Alanya, og deilir hótelsvæði með Pegasos Resort og Pegasos Club. Það þýðir að þú greiðir fyrir eitt hótel, en færð aðstöðu þriggja hótela.

Fínkorna strönd og villt wipeout braut

Sem gestur okkar á Pegasos Royal getur þú farið að hlakka til margra sólríkra ævintýra. Þú hefur einnig aðgang að öllum sundlaugum í stóra sundlaugargarðinum hvort sem hann tilheyrir Pegasos Royal, Pegasos Resort eða Pegasos Club, svo það mun pottþétt ekki verða erfitt að finna sundlaug sem hentar þér.

Ströndin sem stórt hótelsvæðið er við er alveg yndisleg og er án vafa ein af þeim bestu í Tyrklandi. Sandurinn er fínn og gylltur og ströndin er sérstakelga grunn. Á ströndinni er svo að finna nokkuð svo einstakt sem glæsilega wipeout braut. Þessi hindrunarbraut samanstendur af stórum uppblásnum hindrunum sem fljóta í sjónum við hótelströndina, og innblástur hefur verið fenginn frá samnefndum sjónvarpsþáttum. Hindrunarbrautin tekur vatnaafþreyingu skrefinu lengra og hér geta þeir sem þora manað sig eða aðra í villtar wipeout þrautir í vatninu.

Láttu vaða og buslaðu, hoppaðu, skvettu og ýttu í þessari þrælskemmtilegu wipeout braut sem er svo sannarlega ekki eitthvað sem maður finnur á hverju hóteli.

Hér geturðu séð myndbönd og myndir frá wipeout brautinni.

Stóra sundlaugin fyrir framan hótelið er miðpunkturinn í dagskrá dagsins. Hér eru dásamlegt svæði með trébrúm yfir vatnið og háum trjám sem veita langþráðan skugga. Hér ríkir skemmtileg og lífleg stemning allan daginn á meðan að börnin keppa í kappsundi eða fljóta um á uppblásnu baðdýrunum sínum. Ef þú vilt frekar slappa af í friði og ró er hægt að fara að rólegu lauginni sem liggur við Pegasos Resort. Eða af hverju ekki að kanna svæðið betur og skoða nýja laug á hverjum degi.

Ef þú missir sjónar af börnunum þínum í sumarfríinu finnur þú þau að öllum líkindum í Kastala Kapteins Nemo. Sundlaugargarður Pegasos Royal er byggður upp sem fínasti sjóræningjakastali, þar sem hver vatnsrennibrautin á fætur annarri hringar sig niður í átt að lauginni. Hér má finna háar og brattar rennibrautir fyrir þá hugrökku og minni rennibrautir ásamt sér ungbarnasvæði fyrir þau allra minnstu. Inni í kastalanum eru bæði klósett og snarlbar sem einnig býður upp á drykki og því geta börnin auðveldlega eytt öllum deginum þarna. Ef þú vilt hafa auga með börnunum á meðan að þau kanna hvern krók og kima eru sólstólar við sundlaugabakkann, þar sem þú getur fylgst með börnunum verða hugrakkari og hugrakkari með hverri ferðinni. Hver veit, kannski prófa þau stærstu vatnsrennibrautina að lokum!

Handklæði fyrir sundlaug og strönd er innifalið hér en þú getur fengið nýtt handkæði daglega við heilsulindina.

Vatnsrennibrautir

Pegasos Royal

Kamikaze 1
16 m löng, dýpt sundlaugar 1,20 m.  

Kamikaze 2
54 m löng, dýpt sundlaugar 1,20 m. 

Græna vatnsrennibraut Kapteins Nemo
37 m löng, dýpt sundlaugar 1,20 m. 

Bláa vatnsrennibraut Kapteins Nemo
20 m löng, dýpt sundlaugar 1,20 m. 

Appelsínugula vatnsrennibraut Kapteins Nemo
47 m löng, dýpt sundlaugar 1,20 m. 

Gula vatnsrennibraut Kapteins Nemo
8,5 m löng, dýpt sundlaugar 1,20 m. 

Royal opin græn vatnsrennibraut
35 m löng, dýpt sundlaugar 1,20 m. 

Royal opin gul vatnsrennibraut
6,5 m löng, dýpt sundlaugar 1,20 m. 

Royal hvít vatnsrennibraut
4 m löng, dýpt sundlaugar 1,20 m. 

Barnalaug (sveppurinn)
5 m löng, dýpt sundlaugar 35 cm. Fyrir börn 3-8 ára. 

 

Pegasos Resort 

Stór gul rennibraut
28,5 m löng, dýpt sundlaugar 1,30 m. 

Hvít göng
11,5 m löng, dýpt sundlaugar 1,30 m. 

Opin laug
6,3 m löng, dýpt sundlaugar 1,30 m.  

Barnalaug Mikki mús 1
5,77 m löng, dýpt sundlaugar 50 cm. Fyrir börn 3-8 ára.

Barnalaug Mikki mús 2
5,70 m löng, dýpt sundlaugar 50 cm. Fyrir börn 3-8 ára.

Barnalaug Mikki mús 3
5,77 m löng, dýpt sundlaugar 50 cm. Fyrir börn 3-8 ára.

Af öryggisástæðum eru aldurs- og hæðartakmarkanir á ákveðnum rennibrautum. Athugið að hótelið getur breytt sínum reglum án þess að upplýsa Nazar um það.

Gegn greiðslu

Viss vatnaafþreying.

Reikningurinn er greiddur heiman frá!

Þrjár aðalmáltíðir dagsins eru snæddar á aðalveitingastað Pegasos Royal sem er fullur af bæði sérréttum og vinsælum uppáhaldsréttum. Þú getur valið á milli þess að borða inni eða úti á svölum veitingarstaðarins.

Í morgunmatnum er boðið upp á alþjóðlegan morgunmat en einnig nýbakað brauð og margskyns álegg, osta og ávexti. Á hlaðborðinu má einnig finna gott úrval af heitum morgunverðarréttum. Hádegisverðarhlaðborðið er álíka girnilegt og byrjar fljótlega eftir að morgunverðarhlaðborðinu lýkur, en kvöldverðarhlaðborðið tekur svo við. Hér er hægt að prófa mikið úrval af alls kyns tyrkneskum réttum ásamt þekktum alþjóðlegum réttum. Mikið af þessu er eldað á staðnum og jafnvel eftir þínum óskum. Á aðalveitingastaðnum er sérstakt svæði þar sem boðið er upp á sérfæði, sem sérstaklega er ætlað gestum með glútenofnæmi, hnetuofnæmi eða laktósóþol. Lestu meira um sérfæði og fylltu út eyðublað um ofnæmi hér fyrir neðan undir "Að ferðast með ofnæmi eða mataróþol".

Eins og á öllum ekta fjölskylduvænum hótelum þá er sérstakt barnahlaðborð á aðalveitingastaðnum.  Á ákveðnum tímum er boðið upp á mjúkís í ísbúð Nazars þar sem boðið er upp á tvær mismunandi bragðtegundir. Eins og það sé ekki nóg þá er einnig boðið upp á laktósfrían mjúkís. Á þeim tíma sem ekki er boðið upp á mjúkís er að sjálfsögðu venjulegur ís í boði.

Það er nóg að gerast þegar aðalmáltíðirnar eru bornar fram og börnin geta smakkað á öllum sínum uppáhaldsréttum á meðan að þau spjalla við alla nýju vinina sem þau kynntust við sundlaugina eða í barnaklúbbnum. Þegar mest er að gera getur verið svolítið þröngt við hlaðborðin og því er kannski sniðugt að borða kvöldmatinn örlítið fyrr eða seinna en venjulega til að sleppa við örtröðina.

Á kvöldin ættir þú að leyfa þér einn drykk á hinum þægilega Buddha Bar. Barinn er utandyra og yfir barinn hefur verið strengt stórt segl sem er upplýst á kvöldin og skapar þá sérstaka seiðandi stemningu. Hér er nóg pláss fyrir alla þar sem stólum, bekkjum og borðum hefur verið raðað fallega á svæði umkringt blómum og runnum. Það er fullkominn endir á góðum degi að sitja hér í rólegheitunum, horfa á stjörnurnar birtast og leyfa atburðum dagsins að síga inn.

Gestir okkar á Pegasos Royal hafa aðgang að þrem þema veitingastöðum sem staðsettir eru í stóra hótelgarðinum sem hótelið deilir með Pegasos Royal og Pegasos Club.

Þú getur valið á milli eftirfarandi: Ítalskur (á Resort), tyrkneskur (á Resort) eða asískur (á Club). Á meðan að sætaframboð leyfir mátt þú snæða frítt á einum þessara þema veitingastaða á meðan að á dvöl þinni stendur. Athugið að sumir þema veitingastaðirnir eru utanhúss og því getur opnunartími þeirra farið eftir veðri. 

Mundu að panta borð hjá „Guest Relations“ á þínu hóteli. Allir innlendir drykkir eru innifaldir en ef þú vilt fá vínflösku eða innflutta drykki þá þarf að greiða sérstaklega fyrir það. Þema veitingastaðirnir eru mjög vinsælir svo bóka þarf borð með að minnsta kosti dags fyrirvara.

Gegn greiðslu

Drykkir í flösku, innfluttir drykkir, nýkreistur ávaxtasafi og tyrkneskt kaffi. Þema veitingastaðirnir að undantöldum þeim máltíðum sem eru innifaldar.

Slappaðu af – við sjáum um skemmtiatriðin!

Leiðbeinendur Nazars eru tilbúnir að skemmta minnstu gestunum í barnaklúbbunum okkar.

Upplýsingar um barnaafþreyingu fyrir sumarið 2017 verða uppfærðar veturinn 2016-2017.

Sjóræningjaklúbbur Kapteins Nemo

Í klúbbi Kapteins Nemo er hægt að teikna og mála, spila, klæða sig upp í búninga eða jafnvel taka þátt í afmælisveislu Kapteins Nemo. Þá er fagnað og allir fá köku og syngja afmælissönginn. Hægt er að kaupa sjóræningjabúning en að öðru leyti er öll þátttaka í klúbbi Kapteins Nemo ókeypis og þar eru íslenskir leiðbeinendur. Ef þú flýgur hingað frá Kaupmannahöfn, á tímum sem ekki er flogið frá Íslandi (27.maí-28.október), eru þó skandinavískir leiðbeinendur í sjóræningjaklúbbnum.

Ef að börnin eru með mikla hreyfiþörf geta þau tekið þátt í sjóræningjaleikfimi á morgnana en alla vikuna læra þau ólíka dansa sem svo eru sýndir á minidiskótekinu um kvöldið. Sjóræningjaklúbburinn er opinn fimm daga vikunnar frá maí til október og er fyrir öll börn á aldrinum 4-12 ára. Hér eru íslenskir leiðbeinendur.

Chill Out klúbburinn – bara fyrir unglinga!

Núna hafa unglingarnir einnig möguleika á að sleppa frá foreldrunum og í staðinn eyða tíma með öðrum unglingum á aldrinum 12-16 ára frá öllum Norðurlöndunum. Í Chill out klúbb Nazar, sem er opinn fimm daga vikunnar frá maí og fram í október, er hægt að hlusta á tónlist, stunda íþróttir eða bara sleikja sólskinið.

Swim a´hoy sundskóli

Ímyndaðu þér stoltið sem mun skína úr andliti barnsins þíns þegar það snýr aftur í skólann og segist hafa lært að synda í sumarfríinu! Þar sem sumarfrí á Pegasos Royal býður upp á mikið af vatni er mikilvægt að börnunum finnist þau örugg í vatninu. Sundskólinn Swim a´hoy er opinn frá júní og fram til október og er innifalinn í verðinu. Allir leiðbeinendur hafa viðurkennd réttindi í sundkennslu.

Sundskólinn er fjórum sinnum í viku og er skipt niður í tvo hópa; 4-7 ára og 8-12 ára. Yngri hópurinn er aðallega að læra hvernig hægt er að leika sér öruggt í vatninu á meðan að eldri aldurshópurinn fær meiri venjulega sundkennslu.

ATH! Skráning fer fram hjá leiðbeinendum okkar á áfangastað og það er takmarkaður fjöldi barna í hverjum hóp.

Þegar börnin eru orðin örugg í vatninu finnst heill heimur af sundlaugum til að dýfa sér í, bæði barnalaugar, ungbarnalaugar og alvöru fullorðinslaugar. Hápunkturinn er þó stóri sundlaugargarðurinn; Kastali Kapteins Nemo. Því betri sem börnin eru í sundi, því stærri rennibrautir þora þau að prófa.

Dance Stars dansskóli

Hér kennum við börnunum að dansa við nýjustu og vinsælustu lögin. Dansskólinn Dance Stars er í boði þrisvar í viku (júní-október) og einu sinni í viku verður haldin sýning þar sem þú færð að vera stjarna kvöldsins og sýna stoltum foreldrum og systkinum öll nýju danssporin sem þú hefur lært. Dansskólinn er miðaður að tveimur aldurshópum; yngri hópurinn er fyrir börn á aldrinum 7-11 ára en eldri hópurinn er fyrir 12 ára og eldri.

Fjölskyldudagur

Hér verður skipulögð alls kyns afþreying fyrir bæði börn og fullorðna eins og til dæmis leikir fyrir alla fjölskylduna.

Fjölskyldudagurinn er skipulagður sem nokkrir tímar annaðhvort fyrir eða eftir hádegi einu sinni í viku í júní-október. Athugið að lágmarksþátttaka verður að nást til að dagurinn sé haldinn.

Gegn greiðslu

Sjóræningjasigling, sjóræningjapakkinn.

 

 

Endurupplifðu barnæskuna

Í okkar daglega lífi getur verið erfitt að finna aukaorku og tíma fyrir ný verkefni. Þess vegna hefur Pegasos Royal sett saman óteljandi möguleika þar sem fjölskylduna getur eytt tíma saman í sumarfríinu. Þið getið prófað strandblak og tennis, eða jafnvel borðtennis og pílukast. Einnig er spilasalur á svæðinu sem heillar með mörgum skemmtilegum spilakössum. Á kvöldin eru sýndar sýningar á sviðinu og þar er einnig hið sívinsæla minidiskótek haldið fimm daga vikunnar, þar sem börnin geta með stolti sýnt hvað þau hafa lært í dansskólanum.

Það er frír internetaðgangur í móttökunni en gegn smá gjaldi er einnig hægt að fá internetaðgang í herbergið þitt.

Ef þig langar að taka eitthvað meira en minningarnar með heim, má finna verslanir í kjallaranum og í móttökunni þar sem hægt er að kaupa leðurvörur, skartgripi og minjagripi. Í kjallaranum er einnig minimarkaður þar sem má meðal annars kaupa snakk, sólarvörn og uppblásanleg baðdýr.

Ef þú ert þessi sportlega týpa munt þú pottþétt kunna að meta hlaupabrautina sem liggur um hótelsvæðið.  Brautin er 1,5 km í heildina en við hana eru skilti sem hjálpa þér að fylgjast með hversu langt þú hefur hlaupið, en það er algjörlega þitt val hversu marga hringi þú hefur orku í. Ekki gleyma að pakka niður hlaupaskónum svo þú getir drifið þig út að njóta kyrrðarinnar og sefandi niðarins frá öldunum á meðan að restin af hótelgestunum vaknar.

Ef þú ert farin/n að þjást af slæmri samvisku eftir of marga yndislega kvöldverði getur þú skroppið í líkamsræktarstöðini í kjallaranum og tekið vel á því. Þar er einnig innanhússsundlaug.

Gegn greiðslu

Spilasalur, viss vatnaafþreying, tennisvöllur, leiga á tennisútbúnaði, þráðlaust Internet á herbergið svo framarlega sem þú ert ekki með bókað Comfort Class en þá er þráðlaust Internet innifalið.

Öll fjölskyldan saman í nýuppgerðum herbergjum!

Vor og vetur 2013 var mikið endurnýjað á Pegasos Royal og eru nú nútímaleg og ljós. Herbergin hafa verið máluð í ljósum tónum og fengið nýjan gólfdúk. Ljós viðarhúsgögn og gylltir tónar gefa herberginu hlýju og nútímalegan stíl. Stórir speglar og ný lýsing opna herbergið og skapa heimilislega stemningu.

Tvíbýlin, fjölskylduherbergin og samtengdu tvíbýlin eru með baðkeri á baðherberginu þar sem þú getur notið þess að fara í langt og afslappandi bað. Í fjölskyldusvítunum er sturtuklefi. Öll herbergi eru útbúin miðstýrðri loftkælingu, sjónvarpi, síma, hárþurrku, öryggishólfi og minibar. Hægt er að fá þráðlaust Internet á herbergið gegn vægu gjaldi. Mundu bara að ef þú hefur bókað Comfort Class, er þráðlaust Internet innifalið í verðinu.

Á þeim herbergjum sem snúa í átt að landi getur borist umferðarniður frá aðalgötunni sem liggur fyrir framan hótelið. Á þeim herbergjum sem snúa í átt að sjónum getur borist einhver hávaði frá kvöldsdagskránni í hótelgarðinum.

Herbergi hlið við hlið!

Auðvitað viljið þið fjölskyldan eða vinirnir dvelja hlið við hlið í sumarfríinu! Þessi sívinsæli möguleiki er nú í boði á öllum okkar Nazar Collection hótelum. Frábær kostur fyrir stóru fjölskylduna eða vinafólk sem ferðast saman.

Bókaðu tvö herbergi og tryggðu þér að hámark 3 hurðir séu á milli herbergjanna. Þetta kostar 7.500 kr/vika á herbergi og á við um flestar herbergistegundir.

Tvíbýli, 2-3 manna

Tvíbýli, 2-3 manna

Öll tvíbýli snúa í átt að hafinu svo að þú hefur yndislegt útsýni yfir Miðjarðarhafið og hótelgarðinn. Í viðbót við tvíbreitt eða tvö einbreið rúm, er einnig skrifborð og góð aðstaða fyrir föt og töskur. Hér geta allt að tveir fullorðnir og eitt barn dvalið og sefur barnið þá í aukarúmi. Í þessari herbergistegund þurfa a.m.k. tveir að greiða fullt verð, en einnig er hægt að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn vægri þóknun.

Hlið við hlið: Þegar þú býrð í þessu herbergi geturðu tryggt þér að búa hámark 3 hurðum frá öðru Tvíbýli.

Fjölskylduherbergi, 2-4 manna

Fjölskylduherbergi, 2-4 manna

Fjölskylduherbergið samanstendur af tveimur samtengdum herbergjum með rennihurð á milli. Annað herbergið er innréttað sem svefnherbergi á meðan að hitt herbergið er hugsað sem setustofa/svefnherbergi. Þar er sófaborð og tveir svefnsófar, annar 200x140 og hinn 200x76 þegar þeir eru dregnir út. Hér geta dvalið allt að þrír fullorðnir og eitt barn, minnst tveir fullorðnir þurfa að greiða fullt verð en allt að tvö börn geta fengið barnaverð. Hægt er að panta fjölskylduherbergi með sjávarútsýni gegn auka þóknun.

Hlið við hlið: Þegar þú býrð í fjölskylduherbergi geturðu tryggt þér að búa hámark 3 hurðum frá öðru fjölskylduherbergi, hvort sem þú velur sjávarútsýni eða útsýni inn að landi.

Samtengd fjölskylduherbergi, 4-8 manna

Samtengd fjölskylduherbergi, 4-8 manna

Öll fjölskyldan getur dvalið saman í samtengdu fjölskylduherbergjunum okkar og fengið frábært útsýni yfir hafið. Þessi herbergi bjóða nú uppá möguleikann fyrir átta manneskjur að dvelja saman. Samtengd fjölskylduherbergi samanstenda af tveimur fjölskylduherbergjum samtengdum með hurð á milli. Hér verða minnst fjórir fullorðnir að greiða fullt verð en fjórir geta fengið barnaverð. Ef einungis er um fullorðna einstaklinga að ræða geta mest sex dvalið hér. Hér er sjávarútsýni innifalið.

Fjölskyldusvíta, 3-4 manna

Fjölskyldusvíta, 3-4 manna

Fjölskyldusvítan er fullkomin fyrir þig sem vilt hafa nægt rými í sumarfríinu. Hér fáið þið tvö aðskilin herbergi, í öðru er tvíbreitt rúm en hitt er með tveimur einbreiðum rúmum en annars er svítan í sama stíl og önnur herbergi hótelsins. Herbergið snýr að hafinu, en útsýnið er þó mismunandi eftir nákvæmri staðsetningu herbergisins. Á svölunum eru svalahúsgögn fyrir tvo. Hér geta dvalið allt að fjórir fullorðnir en minnst þrír þurfa að greiða fullt verð.

Herbergi fyrir fullorðinn og tvö börn

Þetta er annaðhvort tvíbýli eða fjölskyldusvíta með útsýni yfir land (sjá lýsingu hér að ofan). Hér getur einn fullorðinn dvalið með 1-2 börn sem greiða barnaverð. Ekki er mögulegt að velja hvora herbergistegundina maður fær.

Gegn greiðslu

Þráðlaust Internet svo framarlega sem þú bókar ekki Comfort Class, öryggishólf.

Njóttu dásamlegs hamam!

Hefur þú prófað hefðbundið tyrkneskt bað? Fyrst eru allar dauðar húðfrumur skrúbbaðar í burtu en síðan fær líkaminn tækifæri til að slappa algjörlega af í notalegu froðunuddi. Eftir þessa meðhöndlun ertu tilbúin/n fyrir fullkomna sólbrúnku. Hafðu samband við farastjóra okkar til að bóka lúxus hamam pakkann á heilsulind Pegasos Royal. Á heilsulindinni er faglegt starfsfólkið tilbúið að dekra við þig á sál og líkama með allt kyns nudd-, andlits- og líkamsmeðferðum svo þér líði eins og þú sért endurfædd/ur (gegn þóknun).  

Gegn greiðslu

Nudd og aðrar líkamsmeðferðir ásamt notkun á heilsulind.

Fín herbergi fyrir hreyfihamlaða

Á Pegasos Royal eru nokkur herbergi sem eru ætluð hreyfihömluðum. Þau eru 31 m² og innihalda tvö herbergi sem eru aðskilin með rennihurð úr gleri. Hér er pláss fyrir tvo fullorðna og tvö börn. Bæði svefnherbergið og setustofan/svefnherbergið eru innréttuð í nútíma stíl í ljósum litum með teppi á gólfum. Á baðherberginu er sturta og sturtustóll og einnig er handfang staðsett við bæði vask og klósett. Hárþurrka og veggsími eru í baðherberginu. Dyrnar inn á baðherbergið opnast inn svo að ef þú ert í hjólastól þá gæti verið örlítið þröngt að loka hurðinni.

Í öllum herbergjum er miðstýrð loftkæling, sjónvarp, sími, minibar og auðvitað svalir og öryggishólf. Einnig er hægt að fá þráðlaust Internet gegn greiðslu. Rúmin í setustofunni/svefnherberginu eru svefnsófar af stærðinni 200x140 cm og 200x76 cm. Herbergin snúa í átt að landi en það getur borist umferðarniður frá aðalgötunni sem liggur fyrir framan hótelið. Frekari upplýsingar má finna í myndbandinu um herbergi hreyfihamlaðra hér á síðunni.

Ef þú ert með hreyfihömlun – almennar upplýsingar

Við sem erum sérfræðingar í lúxusferðum bjóðum upp á nokkur hótel sem eru tilvalin fyrir hreyfihamlaða einstaklinga, en mjög fá hótel í Tyrklandi eru byggð til að henta hreyfihömluðum vel. Þrátt fyrir að ekkert af okkar hótelum séu sérstaklega hönnuð til að taka á móti hreyfihömluðum, þá mælum við sérstaklega með nokkrum útvöldum sem við teljum að gætu hentað þínum þörfum og óskum.

Þau hótel sem eru best hönnuð til að taka á móti hreyfihömluðum eru Pegasos World (Side), Pegasos Resort og Pegasos Royal (Incekum). Jafnvel þótt þú sért bundin/n hjólastól ættir þú að geta komist um allt hótelsvæðið á þessum hótelum. Það er þó engin lyfta niður í sundlaugina og það getur verið erfitt að komast um ströndina þar sem engir rampar eru. Rúmgóðir veitingastaðirnir eru staðsettir þannig að auðvelt aðgengi er frá lyftum og herbergjum.

Góð ráð

 • Það er tiltölulega nýtt í Tyrklandi og fleiri sólarlöndum að hótel aðlagi sig hreyfihömluðum. Gerðu því lista yfir kröfur þínar og væntingar og við finnum bestu lausnina fyrir þig.
 • Skipulegðu ferðina tímanlega og skrifaðu eins nákvæman lista og hægt er. Mælst er til þess að samskipti varðandi kröfur og væntingar séu á skriflegu formi.
 • Deildu upplifun þinni á ferðinni með okkur þegar heim er komið. Það getur verið stór hjálp fyrir aðra hreyfihamlaða gesti.

Fáðu meira út úr fríinu með Comfort Class!

Á þessu hóteli er mögulegt að fá Comfort Class pakkann sem gefur þér aukaleg þægindi í fríinu. Með Comfort Class færð þú meðal annars VIP innskráningu við komu, frítt þráðlaust Internet, seinni útskráningu á brottfarardag, frátekna sólbekki á ströndinni og margt, margt fleira. Það er takmarkaður fjöldi sem kemst að svo pantaðu strax í dag!
Athugið að Comfort Class verður að bóka minnst viku fyrir brottför.

Allt þetta færð þú með Comfort Class

 • Fráteknir sólbekkir á ströndinni
 • A la carte morgunmatur þrjá daga vikunnar, innifalinn er nýkreistur safi
 • VIP innskráning við komu
 • Frítt Internet í herberginu
 • Möguleiki á einni heimsókn aukalega á þema veitingastaði hótelsins
 • Útskráning á brottfarardag seinkað til kl 18.00
 • 20% afsláttur á allar meðferðir í heilsulind
 • Áfylltur minibar við komu (2 Cola, 1 Cola Light, 1 Fanta, 1 Sprite, 2 sódavatn, 1 l vatn)
 • Baðsloppur og tvö pör af inniskóm
 • Strandhandklæði í herberginu

ATH! Allir þeir sem dvelja í sama herbergi verða að bóka Comfort Class pakkann (bæði börn og fullorðnir). Innihald pakkans getur verið mismunandi eftir hótelum.

 

 

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar!

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða. Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Incekum/Alanya

Hótelið liggur í Incekum, rétt utan við Alanya á suðurströnd Tyrklands. Í nágrenni hótelsins má finna talsvert af kaffihúsum og búðum, en við mælum með ferð til Alanya ef þú vilt versla eða fara í skoðunarferð. Alanya er þekkt sem einn af bestu og vinsælustu sumarfrísstöðum Tyrklands.

Að ferðast þegar þú ert með ofnæmi eða mataróþol

Í sumum löndum þar sem mataróþol og ofnæmi eru ekki eins algeng eins og hér heima í norðrinu getur stundum verið erfitt að fá sérfæði, eins og t.d. glútenfrían eða laktósfrían mat. Þú getur því ekki reiknað sjálfrafa með því að slíkt sé í boði á þínum áfangastað. Á þeim hótelum sem við erum í samvinnu með og á þeim veitingastöðum og verslunum sem eru á áfangastað getur verið erfitt fyrir starfsfólkið að skilja hversu mikilvægt það er fyrir einstakling með ofnæmi að hann fái ekki í sig þau fæðuefni sem hann er með ofnæmi fyrir. Við sem ferðaskrifstofa höfum því miður afskaplega lítið að segja um hvernig maturinn er tilreiddur eða það úrval sem í boði er á þeim hótelum sem við erum í samvinnu með. Hótelin taka á móti gestum frá öllum heiminum og því er ómögulegt fyrir þá að verða við öllum séróskum. Þú getur þó alltaf haft samband við þjónustuverið okkar ef þú hefur einhverjar spurningar.

Á Pegasos hótelunum; Pegasos Royal, Pegasos Resort og Pegasos World, þar sem flestir okkar gestir velja að dvelja, getum við nú boðið upp á sérfæði upp að ákveðnu marki. Þar bjóðum við þá fyrst og fremst upp á sérfæði fyrir gesti okkar sem eru með laktosóþol, hnetuofnæmi og glútenofnæmi. Í ísbúðum okkar er nú einnig boðið upp á laktósafrían ís. Við erum í stöðugri samvinnu með þessum hótelum til að geta sífellt boðið betra úrval af sérfæði, en við viljum þó benda á að úrvalið í „allt innifalið“ sérfæði er ekki eins mikið eins og venjulegu „allt innifalið“.

Ef þú ferðast til einhvers af ofangreindum hótelum hefur þú möguleika á því að hafa samband beint við hótelið með einföldu net-eyðublaði og láta vita um þau ofnæmi eða óþol sem þú hefur. Eyðublaðið, sem við höfum þróað í samvinnu með hótelunum, getur þú fyllt út og sent beint á hótelið áður en þú leggur að stað í ferðalagið. Ef þú hefur einhverjar sérstakar spurningar varðandi ofnæmi, áður en þú bókar ferðina, getur þú sent fyrirspurn án þess að skuldbinda þig að neinu leyti. Best er ef þú lætur bæði fararstjórann eða/og hótelið vita við komu á hótelið hvaða ofnæmi þú ert með. Þau geta skipulagt fund með starfsfólkinu á veitingastaðnum sem á móti geta þá upplýst þig um þá rétti sem í boði eru. Ef þú vilt fylla út eyðublaðið og hafa samband við Pegasos World, Pegasos Resort eða Pegasos Royal með spurningar varðandi ofnæmi eða óþol skaltu velja hér.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.