Side, Tyrkland

Pegasos World

Einkunn gesta
4 af 55
basedOn 1308 answers
Einkunn gesta
4 af 55
basedOn 1308 answers

5 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 15 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Íslenskur
Sundlaug:
Já, 10 000 m² 
Strönd
0 m 
Miðbær
6 km 

Metsöluhótel með stærstu sundlaugina við Miðjarðarhafið og flottan vatnsskemmtigarð!

Þegar þú kemur til Pegasos World sérðu hótel sem er svo stórt, bæði ef þú telur fermetra og eins íbúafjölda, að það er eins og lítill bær. Hér er hægt að taka þátt í alls kyns leikjum í sundlaugunum eða draga sig í hlé á einu af kyrrlátu svæðunum. Á þessu einstaka hóteli sem ár eftir ár lokkar til sín flesta okkar gesti er barnaafsláttur í boði upp til 16 ára aldurs. Á hótelinu bíða leiðbeinendur okkar eftir að fá að kynna börnin fyrir okkar eigin Kaptein Nemo sjóræningjaklúbb (maí-okt), unglingaklúbbnum Chill Out (maí-okt) og sundskólanum Swim a‘hoy (jún-okt) og fjölskyldudagur með leiki og fjör fyrir alla fjölskylduna, en þetta er allt innifalið í verðinu.

Upplifðu allt aðra veröld þar sem ekki minni en 10.000 m² sundlaug býður þig velkomin/n. Sundlaugin er svo stór að í miðjunni er heil eyja með sviði, bar, veitingastað og nokkrum bambuskofum með stráþaki. Ef þú vilt meira líf og fjör ættirðu að halda þig í vatsskemmtigarðinum en þar eru alls 13 villtar vatnsrennibrautir!

Hótelið samanstendur af aðalbyggingu með veitingastöðum, börum, heilsulind og búðum, ásamt nokkrum öðrum byggingum þar sem herbergin eru. Þær byggingar eru yfirleitt í smá fjarlægð frá sundlauginni og því ræður róleg og þægileg sumarfrísstemning ríkjum.

„Allt innifalið” perlan Pegasos World er uppáhald barnanna. Á meðan að þér finnst líklega mikilvægast að öll fjölskyldan geti búið saman í fimm manna svítu og að kvöldin séu notaleg þegar svo margt er að gerast, þá munu börnin elska vatnsrennibrautirnar, minidiskótekið og barngóðu leiðbeinendurna í barnaklúbbnum.

Svo endilega gerðu það sama og 30% af okkar gestum og bókaðu sumarfríið á Pegasos World. En passaðu að bóka með góðum fyrirvara, sérstaklega ef þú vilt fara á háannatíma!

Sjórinn eða ströndin?

Árið 2014 vígðum við glæsilegan vatnsskemmtigarð með 13 stórum, spennandi vatnsrennibrautum fyrir alla ævintýraþyrsta ferðalanga.

Hér hlykkjast brautirnar um svæðið og bjóða upp á ótrúlega fjölbreytta valmöguleika á alls kyns ferðum. Svo endilega prófaðu að finna hvernig kitlar í magann á meðan hlý sumargolan strýkur andlitið og þú geysist á fljúgandi ferð niður snarbratta brautina!

Börn, unglingar og fullorðnir á Pegasos World geta allir notið þess að vera ungir í anda með því að fara hverja ferðina á fætur annarri í vatnsrennibrautirnar.

Annað helsta kennileiti Pegasos World er svakalega stóra sundlaugin sem nær yfir heila 10.000 m² af hótelgarðinum. Hér eru svæði sem henta öllum, grunnt svæði fyrir krakkana að leika sér í og dýpi fyrir fullorðna. Þar á milli er fína sjóræningjaskipið með vatnsrennibrautum fyrir þau minnstu. Í aðeins nokkra mínútna fjarlægð er svo strandlengjan sem býður upp á mikið pláss fyrir stórfenglegar kastalabyggingar.

Sundlaugarsvæðið nær allan hringinn í kringum eyjuna í miðju, en þó er það auðvelt fyrir börnin að sjá hvar laugin er dýpri en annars staðar þar sem það er merkt með bæði lit og merkjum. Þar að auki er þarna önnur barnalaug og fimm vatnsrennibrautir.

Í miðri sundlauginni er einnig sundlaugarbarinn Long John Silver Bar sem býður upp á kalda drykki yfir daginn. Mundu að þú hefur aðgang að handklæðum fyrir strönd og sundlaug og getur fengið nýtt handklæði á hverjum degi við heilsulindina.

Á hverjum degi stendur þú frammi fyrir þeim valkosti að velja sundlaugarsvæðið eða bláar öldur Miðjarðarhafsins. En einungis lítill garður aðskilur yndislega 600 m ströndina frá sundlaugarsvæðinu. Hér eru sólstólar, sólhlífar og lítill strandbar. Stígurinn í átt að ströndinni er snyrtilegur og umkringdur pálmatrjám.

Bestu strandir suðurstrandar Tyrklands eru þekktar fyrir að vera á svæðinu nálægt Side og er ströndin við Pegasos World þar engin undantekning. Ströndin er breið og er því fullkomin til að byggja kastala og varnargarða. Vatnið dýpkar hratt.

Af öryggisaðstæðum eru hæðar/aldurstakmarkanir í vissar vatnsrennibrautir.

Aquatube (Ø820 mm)
78 m löng. Lágmarkshæð 1,20 m eða 1 m ef maður fer með einhverjum sem er er minnst 1,2 m. Dýpt á laug 1,20 m.

Body Slide (710x1010 mm)
72 m l
öng. Lágmarkshæð 1,20 m eða 1 m ef maður fer með einhverjum sem er er minnst 1,2 m. Dýpt á laug 1,20 m.

Windigo (Ø820 mm)
33 m l
öng. Lágmarkshæð 1,20 m eða 1 m ef maður fer með einhverjum sem er er minnst 1,2 m.

Windigo (Ø820 mm)
35 m l
öng. Lágmarkshæð 1,20 m eða 1 m ef maður fer með einhverjum sem er er minnst 1,2 m.

Windigo (Ø820 mm)
36 m l
öng. Lágmarkshæð 1,20 m eða 1 m ef maður fer með einhverjum sem er er minnst 1,2 m.

Hill Slide (500x2650 mm)
43 m l
öng. Lágmarkshæð 1,20 m eða 1 m ef maður fer með einhverjum sem er er minnst 1,2 m.

Black Hole (Ø1400 mm)
37 m l
öng. Lágmarkshæð 1,20 m eða 1 m ef maður fer með einhverjum sem er er minnst 1,2 m.  Dýpt á laug 1,20 m.

Uphill (800x1400 mm)
101 m löng. Aðeins fyrir fullorðna. Dýpt á laug 1,20 m.

Rafting Slide (800x1400 mm)
74 m löng. Lágmarkshæð 1,20 m eða 1 m ef maður fer með einhverjum sem er er minnst 1,2 m. Dýpt á laug 1,20 m.

Space Bowl
95 m löng. Lágmarkshæð 1,20 m eða 1 m ef maður fer með einhverjum sem er er minnst 1,2 m. Dýpt á laug 1,80 m.

Boomerango
95 m löng. Lágmarkshæð 1,20 m.

 

Drop
67 m löng. Lágmarkshæð 1,20 m.

Gegn greiðslu

Viss vatnaafþreying.

Allt innifalið – því það er svo þægilegt!

Þegar fjölskyldan er í sumarfríi getur matarreikningurinn auðveldlega hlaupið á tugum þúsunda. En með „allt innifalið” á Pegasos World þarf ekki að hafa áhyggjur af slíku.

Stóra hlaðborðið er tilbúið eldsnemma morguns og býður upp á allt sem nauðsynlegt er til að byrja daginn vel. Hádegismat er hægt að fá á veitingastaðnum líka eða ef þú vilt eitthvað léttara er hægt að nálgast ýmislegt á snarlbarnum við sundlaugina. Allir innlendir drykkir eru auðvitað innifaldir. Það er mikið um að vera þegar aðalmáltíðir dagsins eru bornar fram en þá geta börnin smakkað á öllum sínum uppáhaldsréttum á meðan að þau spjalla við alla nýju vinina sem þau kynntust við sundlaugina eða í barnaklúbbnum. Þegar mest er að gera, sérstaklega á háannatíma þegar allt að 3.000 gestir dvelja á hótelinu hverja viku, getur verið svolítið þröngt við hlaðborðin og því er kannski sniðugt að borða kvöldmatinn örlítið fyrr eða seinna en venjulega til að sleppa við örtröðina. Það er einnig mögulegt að sitja bæði innan- og utandyra með útsýni yfir sundlaugarsvæðið.

Þegar dagur er að kveldi kominn og tími er kominn fyrir kvöldmat stendur hlaðborð tilbúið með frábært úrval af súpum, forréttum, salötum, kartöflum, hrísgrjónum, pasta og lystugum kjötréttum. Einnig getur þú fylgst með kokkunum laga matinn, víðsvegar um salinn á þar til gerðum stöðvum. Kvöldverðarhlaðborðið býður upp á góða blöndu af tyrkneskum og alþjóðlegum réttum ásamt eftirréttarborði fyrir sælkerana með ótrúlegu úrvali af eftirréttum, kökum og ávöxtum.

Á ákveðnum tímum er boðið upp á silkimjúkan mjúkís með tveimur bragðtegundum í ísbúð Nazars! Eins og það sé ekki nóg þá er einnig boðið upp á laktósfrían mjúkís. Á þeim tíma sem mjúkís er ekki í boði, er auðvitað boðið upp á venjulegan ís.

Gestir okkar á Pegasos World fá að velja á milli þriggja þema veitingastaða: tyrknesks, ítalsks og asísks. Svo framarlega sem pláss leyfir mátt þú snæða á einum þessara þema veitingastaða frítt í hverri viku. Allir innlendir drykkir eru innifaldir en ef þú vilt fá vínflösku eða innflutta drykki þá þarf að greiða sérstaklega fyrir það. Tyrkneski og ítalski veitingastaðirnir eru alltaf opnir en asíski staðurinn er utandyra og getur því opnunartími þar breyst eftir veðri.

Horoscopia Bar

Eftir yndislegan dag á ströndinni er gott að fá sér einn fordrykk fyrir matinn og slappa af í mjúkum sófum Horoscopia Bar. Eða jafnvel enda daginn á kaffibolla og spili? Þetta notalega svæði er sérstaklega vinsælt meðal gesta okkar á kvöldin.

Long John Silver Bar

Sundlaugarbarinn á Pegasos World er staðsettur á eyju í miðri sundlauginni og er hinn fullkomni staður fyrir kaldan bjór hvort sem er yfir daginn eða um kvöldið. Þessi bar er sá vinsælasti á Pegasos World og er það engin furða miðað við dásamlegt útsýnið.

Navigators Bar

Þegar líða tekur á kvöldið og tími er komin á dansskóna, þá er Navigators Bar aðalstaðurinn. Utandyradiskótek Pegasos World býður uppá frábæra danstónlist og það eina sem þú þarft að gera er að njóta þess að vera til þetta dásamlega sumarkvöld.

Gegn greiðslu

Drykkir í flösku, vissir innfluttir drykkir, drykkir á diskótekinu, nýkreistur ávaxtasafi, tyrkneskt kaffi, ýmislegt snarl.

Ef börnin fá að ráða, velja þau Pegasos World!

Það er ekkert betra en að sjá gleðina skína úr andlitum barnannna þegar þið mætið til Pegasos World.
Íslenskir leiðbeinendur Nazar eru tilbúnir að skemmta okkar minnstu gestum í sjóræningjaklúbbnum okkar.

Upplýsingar um barnaafþreyingu fyrir sumarið 2017 verða uppfærðar veturinn 2016-2017.

Sjóræningjaklúbbur Kapteins Nemo

Í klúbbi Kapteins Nemo er hægt að teikna og mála, spila, klæða sig í búninga eða jafnvel taka þátt í afmælisveislu Kapteins Nemo. Þá er fagnað og allir fá köku og syngja afmælissönginn. Einnig er hægt að kaupa sjóræningjabúning, en að öðru leyti er öll þátttaka í klúbbi Kapteins Nemo ókeypis og þar eru íslenskir leiðbeinendur. Ef þú flýgur hingað frá Kaupmannahöfn, á tímum sem ekki er flogið frá Íslandi (27.maí-28.október), eru þó skandinavískir leiðbeinendur í sjóræningjaklúbbnum.

Ef að börnin eru með mikla hreyfiþörf geta þau tekið þátt í sjóræningjaleikfimi á morgnana, en alla vikuna læra þau ólíka dansa sem svo eru sýndir á minidiskótekinu fimm kvöld vikunnar.

Sjóræningjaklúbburinn er opinn fimm daga vikunnar frá maí til október og er fyrir öll börn á aldrinum 4-12 ára. 

Barnasvæðið hefur meira að segja sinn eigin veitingastað, Moby Dick, sem ætlaður er börnum. Hér geta þau borðað og drukkið eins mikið og þau vilja því reikningurinn er nú þegar greiddur. Á sama svæði er einnig leiksvæði og barnalaug með minni vatnsrennibrautum.

Chill Out klúbburinn – bara fyrir unglinga!

Núna hafa unglingarnir einnig möguleika á að sleppa frá foreldrunum og í staðinn eyða tíma með öðrum unglingum á aldrinum 12-16 ára, frá öllum Norðurlöndunum. Í norræna Chill out klúbb Nazar, sem er opinn fimm daga vikunnar frá maí og fram í október, er hægt að hlusta á tónlist, stunda íþróttir eða bara sleikja sólskinið.

Sundskólinn Swim a´hoy!

Ímyndaðu þér stoltið sem mun skína úr andliti barnsins þíns þegar það snýr aftur í skólann og segist hafa lært að synda í sumarfríinu!

Þar sem sumarfrí á Pegasos World býður upp á mikið af vatni er mikilvægt að börnunum finnist þau örugg í vatninu. Norræni sundskólinn okkar Swim a´hoy er opinn frá júní og fram til október og er innifalinn í verðinu. Allir leiðbeinendur okkar hér hafa viðurkennd réttindi í sundkennslu.

Sundskólinn er fjórum sinnum í viku og er skipt niður í tvo hópa; 4-7 ára og 8-12 ára. Yngri hópurinn er aðallega að læra hvernig hægt er að leika sér öruggt í vatninu á meðan að eldri aldurshópurinn fær venjulegri sundkennslu.

ATH! Skráning fer fram hjá leiðbeinendum okkar á áfangastað og það er takmarkaður fjöldi barna í hverjum hóp.

Dansskólinn Dance Stars!

Sumarið 2014 kynntum við til leiks nýjan dansskóla; Dance Stars, þar sem alþjoðlegir leiðbeinendur okkar kenna börnunum að dansa við öll nýjustu lögin.

Norræni dansskólinn okkar Dance Stars verður í boði þrisvar í viku (júní til október) og einu sinni í viku verður haldin sýning þar sem börnin fá að vera stjörnur kvöldsins og sýna stoltum foreldrum og systkinum öll nýju danssporin sem þau hafa lært.

Dansskólinn er miðaður að tveimur aldurshópum; yngri hópurinn er fyrir börn á aldrinum 7-11 ára en eldri hópurinn er fyrir 12 ára og eldri.

Fjölskyldudagur

Hér verða skipulögð alls kyns afþreying fyrir bæði börn og fullorða eins og til dæmis leikir fyrir alla fjölskylduna.

Fjölskyldudagurinn er skipulagður sem nokkrir tímar annaðhvort fyrir eða eftir hádegi einu sinni í viku í júní-október. Athugið að lágmarksþátttaka verður að nást til að dagurinn sé haldinn.

Gegn greiðslu

Sjóræningjasigling, sjóræningjapakkinn.

Njóttu sumarfrísins með fulla dagskrá eða afslöppun, valið er þitt!

Úrvalið af afþreyingu á Pegasos World er gífurlegt og það getur verið erfitt að velja á milli. Á hótelinu er meðal annars hægt að fara í tennis, körfubolta, billjarð, borðtennis, strandblak eða jafnvel í líkamsræktarstöðina svona til að nefna nokkur atriði.
Það er frír internetaðgangur víðsvegar á hótelsvæðinu en fjöldi notenda getur haft áhrif á hraða Internetsins.

Á hverjum degi er skipulögð dagskrá í kringum sundlaugina og á kvöldin eru skemmtiatriði á stóra útisviðinu. Kvöldið heldur síðan áfram á Long John Silver Bar við sundlaugina. Á hótelinu er að auki lítill markaður með ólíkar verslanir, spilakassa, hársnyrtistofu og tölvuherbergi.

Gegn greiðslu

Viss vatnaafþreying, lýsing á tennisvöll, tæki í spilasal, tölvuherbergi.

Nýlega uppgerð herbergi og svítur fyrir allt að fimm manns

Pegasos World er byggt með fjölskylduna í huga og því eru stór hluti af öllum 800 herbergjunum fjölskyldusvítur. Einnig er þó hægt að fá deluxe svítur fyrir allt að fimm manns.

Vistarverurnar eru almennt einfaldar og nytsamlegar en okkur hjá Nazar þykja þær samsvara fjórum stjörnum. Veturinn 2013-2014 var lokið við endurinnréttun á öllum tvíbýlum og fjölskyldusvítum. Síðustu fjögur árin hafa því öll tvíbýli og fjölskyldusvítur á Pegasos World verið endurinnréttuð til að mæta þeim háu kröfum sem gestir okkar setja og eru nú innréttaðar í ljósum og nútímalegum stíl. Flestar deluxe og deluxe VIP svítur hafa verið gerðar upp veturinn 2014-2015 og eru í hagnýtum stíl. Öll herbergi eru ljós og nútímalega innréttuð.

Á öllum herbergjum er sjónvarp, sími, öryggishólf og miðstýrð loftkæling. Hægt er að fá þráðlaust Internet á herbergin (án auka kostnaðar fyrir tvö tæki). Einnig er lítill ísskápur í herberginu og fylgir daglega ein vatnsflaska. Hægt er að láta fylla á ísskápinn gegn þóknun. Athugið að fjöldi notenda getur haft áhrif á hraða Internetsins.

Mundu að bóka Comfort Class, þá er þráðlaust Internet innifalið í verðinu fyrir fimm tæki.

Athugið: Ef þið eruð nokkur sem eruð að ferðast saman þá er vert að athuga að tvíbýli og svítur eru staðsettar í sitt hvorri byggingunni. Það er því nokkurra mínútna ganga á milli bygginga ef þið veljið ólíkar herbergisgerðir.

Athugið að öll auka rúm eru 80x180 cm.

Herbergi hlið við hlið!

Auðvitað viljið þið fjölskyldan eða vinirnir dvelja hlið við hlið í sumarfríinu! Þessi sívinsæli möguleiki er í boði á öllum okkar Nazar Collection hótelum. Frábær kostur fyrir stóru fjölskylduna eða vinafólk sem ferðast saman.

Bókaðu tvö herbergi og tryggðu þér að hámark 3 hurðir séu á milli herbergjanna. Þetta kostar 7.500 kr/vika á herbergi og á við um flestar herbergistegundir.

Tvíbýli, 2-3 manna

Tvíbýli, 2-3 manna

Herbergið er 2-3 manna og um það bil 26-28 m². Öll tvíbýlin eru með flísalögð gólf og hafa litlar svalir með borði og tveimur stólum. Það er ekki mögulegt að bóka herbergi með sérstöku útsýni fyrirfram.

Á herbergjunum er annað hvort tvíbreitt rúm eða tvö einbreið rúm, snyrtiborð og stóll og lítið sófahorn með borði. Á baðherberginu er sturtuklefi og hárþurrka. Í þessari herbergistegund þurfa a.m.k. tveir að greiða fullt verð, en einnig er hægt að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn vægri þóknun. Í tvíbýlunum eru flísar á gólfunum.

Á síðastliðnum fjórum árum hafa öll tvíbýli verið endurinnréttuð.

Hlið við hlið: Þegar þú býrð í þessu herbergi geturðu tryggt þér að búa hámark 3 hurðum frá öðru tvíbýli.

Fjölskyldusvíta, 2-4 manna

Fjölskyldusvíta, 2-4 manna

Á Pegasos World eru yfir 580 fjölskyldusvítur sem eru 35-40  m² að stærð og allar innréttaðar eins og tvíbýlin. Hér fáið þið tvö herbergi sem aðskilin eru með hurð. Í svefnherberginu er tvíbreitt rúm eða tvö einbreið rúm og í hinu herberginu eru tveir svefnsófar. Svefnsófarnir eru 80x185 cm og nýtast sem auka rúm en eru þó eilítið harðari en venjuleg rúm. Við mælum alltaf með því að fullorðnir bóki herbergi þar sem pláss er í venjulegu rúmi.

Á síðastliðnum fjórum árum hafa allar fjölskyldusvíturi verið endurinnréttaðar. Innréttingar og stíll geta verið mismunandi eftir því hvenær svítan var innréttuð. Ekki er mögulegt að panta sérstaka svítu fyrirfram.

Í öllum fjölskyldusvítunum geta fjórir fullorðnir, eða tveir fullorðnir og tvö börn dvalið. Í sumum svítunum er flísalagt gólf. Einnig er breytilegt hvort svíturnar hafa viðrunarsvalir, eða svalir með borði og tveimur stólum. Hægt er að panta svítu með svölum gegn vægri greiðslu. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð og allt að tvö börn geta greitt barnaverð. Mögulegt er að bóka svítuna sem einstaklingsherbergi gegn vægri þóknun.

Hlið við hlið: Þegar þú býrð í fjölskyldusvítu með viðrunarsvölum geturðu tryggt þér að búa hámark 3 hurðum frá annarri fjölskyldusvítu með viðrunarsvölum. Þegar þú býrð í fjölskyldusvítu með alvöru svölum geturðu tryggt þér að búa hámark 3 hurðum frá annarri fjölskyldusvítu með alvöru svölum.

Deluxe svíta með svölum, 3-5 manna

Deluxe svíta með svölum, 3-5 manna

Ef þú vilt meira pláss og fjögur almennileg rúm skaltu bóka deluxe svítuna. Hún er eins uppbyggð og fjölskyldusvítan með tveimur aðskildum herbergjum en deluxe svítan er þó stærri, þess vegna "Deluxe" nafnið. Allar deluxe svítur eru með 1-2 svalir.

Deluxe svíturnar hafa tvíbreitt rúm í öðru herberginu og tvö einbreið rúm í hinu. Hér geta allt að fjórir fullorðnir og eitt barn dvalið, en minnst þrír þurfa að greiða fullt verð og hægt er að fá tvö barnaverð. Athugið að þrátt fyrir að svítan sé u.þ.b. 50 m², gæti farið að þrengjast um þegar hér dvelja fimm manns.

Margar deluxe svíturnar voru gerðar upp veturinn 2014-2015 og eru þær í sama stíl og fjölskyldusvíturnar og tvíbýlin (sjá myndir hér ofar).

Athugið að ekki er hægt að bóka sérstaklega í uppgerðri deluxe svítu.

Hlið við hlið: Þegar þú býrð í þessu herbergi geturðu tryggt þér að búa hámark 3 hurðum frá annarri Deluxe svítu eða Deluxe svítu VIP.

Deluxe svíta VIP með svölum, 2 manna

Deluxe svíta VIP með svölum, 2 manna

Í þessum 45-55 m² tveggja manna svítum er bæði svefnherbergi og setustofa. Þetta er sú herbergistegund þar sem mest pláss er, þess vegna "VIP" nafnið. Öll herbergi eru með svölum og gólfið er teppalagt eða með parketi. Það þurfa a.m.k. að vera tveir fullgreiðandi í þessari herbergistegund.

Flestar deluxe VIP svíturnar voru gerðar upp veturinn 2014-2015 og eru þær í sama stíl og fjölskyldusvíturnar og tvíbýlin (sjá myndir hér ofar).

Athugið að ekki er hægt að bóka sérstaklega í uppgerðri deluxe VIP svítu.

Hlið við hlið: Þegar þú býrð í þessu herbergi geturðu tryggt þér að búa hámark 3 hurðum frá annarri Deluxe svítu eða Deluxe svítu VIP.

Herbergi fyrir fullorðinn og tvö börn

Þetta er annaðhvort tvíbýli eða fjölskyldusvíta með viðrunarsvölum/frönskum svölum (sjá lýsingu hér að ofan). Hér getur einn fullorðinn dvalið með 1-2 börn sem greiða barnaverð. Ekki er mögulegt að velja hvora herbergistegundina maður fær.

Á síðastliðnum þremur árum hafa öll tvíbýli og fjölskuldusvítur verið endurinnréttaðar.

Nudd, dekur og tyrkneskt bað

Allir þeir sem elska lúxus ættu að leyfa sér heimsókn í heilsulind hótelsins. Þar er að finna yndislega 450 m² innanhúslaug, nuddpott, gufu, hamam, nudd og afslappandi meðferðir við allra hæfi.

Í tyrknesku baði hótelsins, hamam, færðu að upplifa ekta, nútímalegt spa. Ein heimsókn í byrjun sumarfrísins gulltryggir jafna, náttúrulega sólbrúnku sem heldur sér löngu eftir að þú ert komin/n heim.
Hafðu samband við fararstjóra okkar á hótelinu til að fá frekari upplýsingar um þær meðferðir sem eru í boði. Hjá þeim er einnig hægt að bóka þennan frábæra hamam pakka sem endurnærir bæði líkama og sál.

Gegn greiðslu

Nudd og aðrar líkamsmeðferðir ásamt notkun á heilsulind.

Fín herbergi fyrir hreyfihamlaða

Á Pegasos World erum við með nokkur herbergi sem eru sérstaklega ætluð hreyfihömluðum. Þau eru 28 m², með plastparket og eru ætluð tveimur gestum. Einnig er hægt að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn vægri þóknun. 
Í baðherberginu er sturta og sturtustóll og einnig er handfang staðsett við bæði vask og klósett. Hárþurrka og veggsími er einnig til staðar á baðherberginu.
Í öllum herbergjum er miðstýrð loftkæling, sjónvarp, svalir eða verönd og öryggishólf.

Athugið: Frá herberginu og út um svaladyrnar er um það bil 2 cm hár þröskuldur.  Ef þú ert í hjólastól skaltu vera meðvitaður um þetta.

Ef þú ert með hreyfihömlun – almennar upplýsingar

Við sem erum sérfræðingar í lúxusferðum bjóðum upp á nokkur hótel sem eru tilvalin fyrir hreyfihamlaða einstaklinga, en mjög fá hótel í Tyrklandi eru byggð til að henta hreyfihömluðum vel. Þrátt fyrir að ekkert af okkar hótelum séu sérstaklega hönnuð til að taka á móti hreyfihömluðum, þá mælum við sérstaklega með nokkrum útvöldum sem við teljum að gætu hentað þínum þörfum og óskum.

Þau hótel sem eru best hönnuð til að taka á móti hreyfihömluðum eru Pegasos World (Side), Pegasos Resort og Pegasos Royal (Incekum). Jafnvel þótt þú sért bundin/n hjólastól ættir þú að geta komist um allt hótelsvæðið á þessum hótelum. Það er þó engin lyfta niður í sundlaugina og það getur verið erfitt að komast um ströndina þar sem engir rampar eru. Rúmgóðir veitingastaðirnir eru staðsettir þannig að auðvelt aðgengi er frá lyftum og herbergjum.

Góð ráð

Það er tiltölulega nýtt í Tyrklandi og fleiri sólarlöndum að hótel aðlagi sig hreyfihömluðum. Gerðu því lista yfir kröfur þínar og væntingar og við finnum bestu lausnina fyrir þig.

Skipulegðu ferðina tímanlega og skrifaðu eins nákvæman lista og hægt er. Mælst er til þess að samskipti varðandi kröfur og væntingar séu á skriflegu formi.

Deildu upplifun þinni á ferðinni með okkur þegar heim er komið. Það getur verið stór hjálp fyrir aðra hreyfihamlaða gesti

Fáðu meira út úr fríinu með Comfort Class!

Á þessu hóteli er mögulegt að fá Comfort Class pakkann sem gefur þér auka þægindi í fríinu. Með Comfort Class færð þú meðal annars VIP-innskráningu við komu, frítt þráðlaust Internet, seinni útskráningu á brottfarardag, frátekna sólstóla á ströndinni og margt, margt fleira. Það er takmarkaður fjöldi sem kemst að svo pantaðu strax í dag!
Athugið að Comfort Class verður að bóka minnst viku fyrir brottför.

Allt þetta færð þú með Comfort Class

  • Fráteknir sólbekkir á ströndinni
  • A la carte morgunmatur þrjá daga vikunnar, innifalinn er nýkreistur safi
  • VIP innskráning við komu
  • Frítt Internet í herberginu (fyrir fimm tæki í staðinn fyrir tvö)
  • Möguleiki á einni heimsókn aukalega á þema veitingastaði hótelsins
  • Útskráning á brottfarardag seinkað til kl 18.00
  • 20% afsláttur á allar meðferðir í heilsulind
  • Áfylltur minibar við komu (2 Cola, 1 Cola Light, 1 Fanta, 1 Sprite, 2 sódavatn, 1 l vatn)
  • Baðsloppur og tvö pör af inniskóm
  • Strandhandklæði í herberginu

ATH:  Allir þeir sem dvelja í sama herbergi verða að bóka Comfort Class pakkann (bæði börn og fullorðnir). Innihald pakkans getur verið mismunandi eftir hótelum.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Side

Hótelið er staðsett í Side á suðurstönd Tyrklands. Side er heillandi blanda af gömlu og nýju þar sem nútímalegur ferðamannastaður liggur við hlið krúttlegra og hlykkjóttra smágatna. En þær eru í sjálfu sér ótrúlega vel varðveittar minjar rómverskra tíma. Dekraðu við þig með kvöldverði á einum af dásamlegu veitingastöðunum, verslaðu í spennandi verslunum eða farðu í gönguferð á ströndinni og njóttu töfrandi stemningar í stjörnuskini við upplýstar rústir borgarinnar.

Í sumum löndum þar sem mataróþol og ofnæmi eru ekki eins algeng eins og hér heima í norðrinu getur stundum verið erfitt að fá sérfæði, eins og t.d. glútenfrían eða laktósfrían mat. Þú getur því ekki reiknað sjálfkrafa með því að slíkt sé í boði á þínum áfangastað. Á þeim hótelum sem við erum í samvinnu með og á þeim veitingastöðum og verslunum sem eru á áfangastað getur verið erfitt fyrir starfsfólkið að skilja hversu mikilvægt það er fyrir einstakling með ofnæmi að hann fái ekki í sig þau fæðuefni sem hann er með ofnæmi fyrir. Við sem ferðaskrifstofa höfum því miður afskaplega lítið að segja um hvernig maturinn er tilreiddur eða það úrval sem í boði er á þeim hótelum sem við erum í samvinnu með. Hótelin taka á móti gestum frá öllum heiminum og því er ómögulegt fyrir þá að verða við öllum séróskum. Þú getur þó alltaf haft samband við þjónustuverið okkar ef þú hefur einhverjar spurningar.

Á Pegasos hótelunum; Pegasos Royal, Pegasos Resort og Pegasos World, þar sem flestir okkar gestir velja að dvelja, getum við nú boðið upp á sérfæði upp að ákveðnu marki.  Þar bjóðum við þá fyrst og fremst upp á sérfæði fyrir gesti okkar sem eru með laktosóþol, hnetuofnæmi og glútenofnæmi. Í ísbúðum okkar er nú einnig boðið upp á laktósafrían ís. Við erum í stöðugri samvinnu með þessum hótelum til að geta sífellt boðið betra úrval af sérfæði, en við viljum þó benda á að úrvalið í „allt innifalið“ sérfæði er ekki eins mikið eins og venjulegu „allt innifalið“.

Ef þú ferðast til einhvers af ofangreindum hótelum hefur þú möguleika á því að hafa samband beint við hótelið með einföldu net-eyðublaði og láta vita um þau ofnæmi eða óþol sem þú hefur. Eyðublaðið, sem við höfum þróað í samvinnu með hótelunum, getur þú fyllt út og sent beint á hótelið áður en þú leggur að stað í ferðalagið. Ef þú hefur einhverjar sérstakar spurningar varðandi ofnæmi, áður en þú bókar ferðina, getur þú sent fyrirspurn án þess að skuldbinda þig að neinu leyti. Best er ef þú lætur bæði fararstjórann eða/og hótelið vita við komu á hótelið hvaða ofnæmi þú ert með. Þau geta skipulagt fund með starfsfólkinu á veitingastaðnum sem á móti geta þá upplýst þig um þá rétti sem í boði eru. Ef þú vilt fylla út eyðublaðið og hafa samband við Pegasos World, Pegasos Resort eða Pegasos Royal með spurningar varðandi ofnæmi eða óþol skaltu velja hér.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.