Antalya, Tyrkland

Ramada Plaza

Einkunn gesta
4.2 af 55
basedOn 28 answers
Einkunn gesta
4.2 af 55
basedOn 28 answers

4 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 12 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
Strönd
0 m 
Miðbær
1 km 

Borgarhótel með besta útsýni Antalya

Á Ramada Plaza dvelurðu á glæsilegu lúxushóteli í miðbæ Antalya, aðeins nokkur hundruð metra frá gamla borgarhlutanum sem býður upp á mikla verslunarmöguleika og menningu. Þrátt fyrir staðsetningu hótelsins þá ríkir þar róleg og afslöppuð stemning og stórkostlegt útsýnið yfir hafið og fjöllin í bland með fögrum arkitektúr lætur þér líða eins og þú sért langt í burtu frá ys, þys og daglegu stressi. Ramada Plaza hefur allt sem þarf fyrir rómantískt frí með spennandi skoðunarferðum.

Hótelið er fallega byggt inn í bergið að hluta og slútir því aðeins yfir hafið. Það er ekki hægt að endurtaka það of oft að það sem gerir Ramada Plaza svona sérstakt er himneskt útsýnið! Hvort sem þú gengur út á veröndina eða horfir út um gluggann áttu eftir að missa hökuna niður á bringu! Þetta hótel er hið fullkomna hótel fyrir rómantískt sumarfrí í kyrrð og ró.

Á Ramada Plaza haldast lúxus og gæði hönd í hönd og ekki þarf að gera neinar málamiðlanir. Þjónustufólkið er þægilegt og þú finnur að þau gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þín upplifun verði sú allra besta. Hér þrífast fullorðnir og pör best en athugið þó að það kannski hentar ekki þeim sem eiga erfitt með gang þar sem mikið er af tröppum og þá sérstaklega niður að hafinu. Lyftan nær ekki til allra hæða.

Sundlaug með útsýni yfir haf og hálendi

Það er ómögulegt að heillast ekki af fallegu útsýninu frá sundlaugarsvæði Ramada Plaza! Hér geturðu dáðst að glitrandi Miðjarðarhafinu með Taurusfjöllin og borgina í bakgrunninum á meðan þú sleikir sólina.

Við laugina er spiluð lág tónlist og hér ríkir þægileg og afslöppuð stemning. Sjálft sundlaugarsvæðið er ekki stórt svo það gæti verið góð hugmynd að fara snemma á fætur ef þú vilt tryggja þér sólstól við sundlaugina. Hér er einnig lítil barnalaug.

Á leiðinni frá sundlauginni og niður að sjó eru nokkrir litlir sólpallar með sólstólum þar sem hægt er að slappa af og sleikja sólina. Þegar þú kemur alveg niður að sjó er í raun engin strönd heldur þrep sem leiða út í sjó og hægt er að skella sér til sunds. Athugið að vatnið er djúpt og ekki ætlað þeim sem eru ósyndir.

Ljúffengt matardekur

Á Ramada Plaza er dekrað við matinn og hugsað út í gæðin. Réttirnir bragðast vel og fjölbreytileikinn er mikill sama hvort um er að ræða morgunverð, hádegisverð eða kvöldverð. Allar þrjár aðalmáltíðir dagsins eru bornar fram á hlaðborði en þér gefst að auki möguleiki á að fá síðbúinn morgunmat ef þú ákveður að sofa svolítið lengur. Ef veður leyfir geturðu notið matarins á veitingastaðnum sem er utan dyra, en annars innanhúss í nútímalegum og stílhreinum veitingastaðnum. Seinni part dags er frír ís fyrir alla hótelgesti.

Frá sundlauginni er aðgangur að mjög svo notalegum klúbbi, Indigo Club. Þar er boðið upp á léttar veitingar eins og hamborgara, pizzu og pastarétti ásamt drykkjarvörum og ís í nokkra tíma eftir hádegi án auka kostnaðar. Barinn í móttökunni býður upp á ýmsar drykkjarvörur og er opinn allan sólarhringinn. Allir innlendir drykkir eru innifaldir í verði ferðarinnar.

Þú getur nálgast eitthvað að borða allan sólarhringinn! Í kringum miðnætti er boðið upp á nætursnarl á hlaðborði á aðalveitingastaðnum og þar á eftir er herbergisþjónusta innifalin í „allt innifalið“ alveg þar til morgunmatur hefur verið framreiddur.

Fyrir utan ljúffengt morgunverðarhlaðborðið þá er morgunverður framreiddur tvisvar sinnum í viku á notalegum bát sem siglir rólega fram og tilbaka með Taurusfjöllin í bakgrunninum. Á meðan að pláss leyfir er ein ferð í viku innifalin í þínu „allt innifalið". Í siglingunni er tekin smá pása svo gestirnir geti kastað sér út í sjóinn og kælt sig niður. Kynntu þér siglingartímana í móttökunni eða hjá fararstjóra okkar.

Þú getur snætt á einum þema veitingastað ef pláss leyfir en það er þó gegn gjaldi. Þar er meðal annars boðið upp á ljúffenga sjávarrétti og tyrkneskar kræsingar en þeir eru staðsettir nokkrum hæðum neðar en móttakan. Opnunartími veitingastaðanna fer eftir árstíma.

Farðu í skoðunarferð um gamla borgarhlutann í Antalya

Þar sem að Ramada Plaza er frábærlega staðsett er ýmislegt í boði í göngufjarlægð. Aðeins 500 metra frá hótelinu er gamli bær Antalya sem er ótrúlega fallegur og fullur af góðum veitingastöðum, sögufrægum byggingum, litlum þröngum gömlum götum ásamt skemmtilegum litlum verslunum. Þessi borgarhluti er eitt af því sem þú verður að sjá! Í gamla bænum er hugguleg höfn þar sem mikið er af fiskibátum og ferðamannabátum og þarna er fullkomið að fara í smá kvöldgöngu. Þar að auki er nýjasta verslunarmiðstöðin í Antalya, MarkAntalya, í einungis korters göngufæri frá hótelinu. Þú hefur því endalausa möguleika á að krydda fríið þitt með menningu, sögu og öllu því sem stórborg hefur upp á að bjóða.


Líkamsræktarstöð hótelsins er staðsett á fyrstu hæð við hlið heilsulindarinnar. Stöðin er einkar góð og vel útbúin og býður upp á aðstöðu fyrir bæði styrktaræfingar og brennslu. Einnig er boðið upp á m.a. spinningtíma. Allan daginn er einnig boðið upp á ýmsa skipulagða afþreyingu eins og morgunleikfimi og eróbikk svo aðstöðuleysi er ekki tekið gilt sem afsökun fyrir að missa niður formið í fríinu. Í viðbót við allt þetta er svo spilahöllin þar sem hægt er að spila borðtennis, billjarð, pílukast, skák og margt fleira.

Á kvöldin geturðu sest inn á Indigo Club sem er inréttaður eins og enskur bar með dökkum viðarhúsgögnum og grænu leðri. Hér er lifandi tónlist nokkrum sinnum í viku. Þú getur líka slakað á með drykk við höndina og notið þægilegrar tónlistar á barnum við móttökuna en þar spilar píanisti á hverju kvöldi. Þráðlaust Internet er í móttökunni og á herbergjunum.

Gegn greiðslu

Spilasalur.

Nútímaleg og glæsileg herbergi með fallegu útsýni

Þó svo að herbergin á Ramada Plaza séu ofboðslega falleg, bæði í stíl, aðstöðu og innréttingum, þá fellur það í skuggann af stórkostlegu útsýninu yfir hafið og Taurusfjöllin. Flest herbergi hafa sjávarútsýni að hluta til ásamt útsýni yfir nærliggjandi byggingar.

Á öllum herbergjum eru svalir, minibar, sjónvarp, þráðlaust Internet, sími, hraðsuðuketill með kaffi og te, öryggishólf og loftkæling. Á flestum baðherbergjum er bæði sturtuklefi og baðkar.

Þægilegt smáatriði á Ramada Plaza er að straujárn og innbyggt straubretti er á herbergjunum. Þannig að ef þú ætlar að skella þér út á næturlífið í fínni skyrtu þá geturðu mætt nýstrokin/n og fín/n.

Tvíbýli, 2-3 manna

Tvíbýli, 2-3 manna

Glæsilegt tvíbýli með annað hvort tvíbreiðu rúmi eða tveimur einbreiðum rúmum. Hér geta allt að þrír fullorðnir dvalið, þar sem einn þarf þá að sofa í auka rúmi. Þetta herbergi er hægt að panta sem einstaklingsherbergi gegn auka greiðslu.

Fjölskyldusvíta, 3-4 manna

Fjölskyldusvíta, 3-4 manna

Ef þið eruð að ferðast saman sem fjölskylda, þá bjóðum við einnig upp á fjölskyldusvítur. Hér eru tvö herbergi aðskilin með hurð. Í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu er einbreitt rúm. Svítan rúmar allt að fjóra fullorðna, en einn þarf þó að sofa svefnsófa sem er 190 cm langur. Að minnsta kosti þrír þurfa að greiða fullt verð.

Heilsulind - í einstökum Feng Shui stíl

Heilsulind Ramada Plaza er eflaust ein af þeim bestu í Antalya og einstaklega fallega innréttuð eftir Feng Shui heimspekinni. Eftir nokkrar mínútur hér finnst þér þú vera í öðrum heimi! Hamam, gufubað og innilaug er þér velkomið að nota að vild, en þú ættir einnig virkilega að dekra við þig með lúxus líkamsmeðferðum eða afslappandi nuddi (gegn gjaldi).

Heilsulindin í heild sinni er 2.700 m² og þar er einnig VIP-svæði með sérstakri þjónustu og aðstöðu sem nota má gegn auka greiðslu. Öll heilsulindin er yfirfull af glæsileika og lúxus og er hvert einasta herbergi innréttað í sínum eigin stíl. Veggirnir eru í glæsilegum tónum og skreyttir með bambus sem leiðir hugann að austrænum áhrifum. Eftir meðferðina getur þú svo slappað af með tebolla í yndislegu afslöppunarherberginu þar sem stórt fiskabúr með exótískum fiskum skapar nánast dáleiðandi stemningu.

Gegn greiðslu

Nudd og aðrar líkams- og andlitsmeðferðir.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Antalya

Hótelið er staðsett á suðurströnd Tyrklands, við Antalya, sem er stór ferðamannaborg,  en á sama tíma má sjá auðkennandi karakter heimamanna. Sögufrægur miðbærinn er hjarta borgarinnar með sínum litlu, hlykkjóttu götum, gömlum steinhúsum og heillandi rómverskri höfn. Víða má finna spennandi búðir og huggulega veitingastaði, að ógleymdum stóru, alþjóðlegu verslunarmiðstöðvunum.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.

Útilaugar og bryggjan á hótelinu opna 1. apríl (ef veður leyfir).