Belek, Tyrkland

Regnum Carya Resort

Einkunn gesta
4.8 af 55
basedOn 20 answers
Einkunn gesta
4.8 af 55
basedOn 20 answers

6 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 11 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
Strönd
0 m 
Miðbær
6,5 km 

Regnum Carya Resort opnaði vorið 2014. Einkunnarorð hótelsins eru lúxus, lúxus og aftur lúxus. Þetta einstaka hótel er í sérstökum gæðaflokki og er frábærlega staðsett mitt á ströndinni í golfparadísinni Belek hjá Antalya. Hér er allt sem til þarf fyrir dásamlegt sumarfrí en um leið og þú kemur inn í anddyrið þá veistu að þetta mun ekki verða neitt venjulegt sumarfrí.

Ljúffengur maturinn er í hæsta gæðaflokki en í viðbót við girnileg hlaðborðin eru einnig fjórir a la carte veitingastaðir.

Meira að segja minnstu gestunum mun líða dásamlega hér á Regnum því hér er barnaklúbbur, unglingaklúbbur, minidisco, barnasundlaug og sex vatnsrennibrautir og ekki má gleyma öldulauginni!

Það verður að segja að ekkert hefur verið til sparað þegar kemur að herbergjunum því að þau eru svo glæsileg að mögulega munt þú ekki vilja yfirgefa herbergið í fríinu þínu!

Hótelsvæðinu er skipt í tvo hluta, aðalbyggingu og smáhúsasvæði þar sem herbergi og svítur eru með beinan aðgang að sundlaug. Smáhúsin eru staðsett við glæsilega golfvöllinn Carya.

Afslöppun á sólbekk eða fjör í vatnsrennibrautum og öldulaug

Á Regnum er nægt rými fyrir afslöppun en einnig er sérstök kyrrlát laug sem eingöngu er ætluð fullorðnum og er þar hægt að njóta algjörrar kyrrðar. Ef þú vilt frekar hafa líf og fjör í kringum þig er aðallaugin við þitt hæfi. Þar skipuleggja leiðbeinendur hótelsins alls kyns leiki og skemmtanir.

Ef þú vilt ærslast ennþá meira er hægt að fara í vatnsskemmtigarðinn og sletta ærlega úr klaufunum. Hér eru sex vatnsrennibrautir sem bíða bara eftir að einhver komi og renni sér niður. Á hótelsvæðinu er frábær öldulaug sem notið hefur gífurlegra vinsælda. Þar er einnig sérstök barnalaug þar sem minnstu gestirnir geta sullað og buslað allan daginn.

Þú mátt ekki gleyma að drekka vel þegar þú ert í sólinni svona allan daginn! Á hótelsvæðinu eru því sundlaugarbarir sem afgreiða drykki allan daginn svo þú þurfir aldrei að fara um langan veg til að viðhalda vökvamagni líkamans. Á ákveðnum tíma dags rúlla þjónar sér á hjólaskautum um svæðið og taka drykkjarpantanir og koma svo með drykkina að sólblekkjunum, þannig að þú þarft bara að einbeita þér að afslöppun og sólböðum!

Ef þú tilheyrir þeim sem vilja frekar finna sandinn á milli tánna þá er bara að skunda til strandarinnar þar sem hótelið er staðsett. Þar er innfluttur sandur sem er hvítur og mjúkur og því voða þægilegt að ganga í honum því hann hitnar ekki svo mikið. Bæði á ströndinni og á sundlaugarsvæðinu eru sólstólar og sólhlífar sem nota má að vild. Rétt við ströndina er einnig strandbar sem afgreiðir drykki allan daginn og einnig létta rétti meirihluta dags. Á milli strandar og sundlaugar er stór grasbali með sólbekkjum og sólhlífum og svo er notalegt horn með hengirúmum þar sem hefur verið byggður lítill foss.

Frá ströndinni liggja tvær bryggjur beint út í sjó en þar er dásamlegt að liggja á sólstól og sleikja sólskinið og þar er einnig bar. Einnig er stigi niður í sjóinn svo hægt er að stinga sér til sunds þegar hitinn er sem mestur. Á annarri bryggjunni eru sólbaðshreiður sem hægt er að leigja. Þar færðu bæði sólbekki í sólinni og inni í sólbaðshreiðrinu. Við leigu á sólbaðsghreiðri er innifalin þjónusta á drykk og mat - hámark lúxusins!

Þú þarft ekki að taka með þér handklæði fyrir sundlaugar eða strönd þar sem hótelið býður upp á fyrirtaks handklæðaþjónustu án frekara endurgjalds.

Gegn greiðslu

Leigja á sólbaðshreiðrum.

Dýrindis matur og fjórir a la carte veitingastaðir

Eitt af skilyrðunum fyrir að vera Premium Collection hótel er gæða „allt innifalið” og þetta skilyrði uppfyllir Regnum með glæsibrag. Úrvalið er mikið og þú átt von á mikilli veislu fyrir bragðlaukana. Innlendu merkin og einnig mörg af þeim innfluttu eru innifalin í „allt innifalið“.

Þrjár höfuðmáltíðir dagsins eru framreiddar á aðalveitingastaðnum. Hér eru dýrindis hlaðborð með meðal annars kjöt, brauð, salat, ávexti og eftirrétti. Það eru bæði heitir og kaldir réttir í boði og einnig er boðið upp á góða blöndu af alþjóðlegum réttum og tyrknesku góðgæti.

Börnin eru ekki skilin útundan því einnig er sérstakt barnahlaðborð þrisvar á dag þar sem allir uppáhaldsréttir barnanna eru framreiddir. Á þessu svæði eru einnig barnamatskrukkur og jógúrt ásamt blandara og örbylgjuofni.

Á milli aðalmáltíða dagsins er hægt að fá alls kyns létta rétti á þeim þremur snarlbörum sem staðsettir eru á hótelsvæðinu en þar á meðal er einn á ströndinni sem afgreiðir skyndibita. Einnig er frábært bakarí í frönskum stíl á svæðinu sem býður upp á dýrindis kökur, súkkulaðikræsingar og makkarónur sem búnar eru til á hótelinu. Þetta er besta bakaríið sem við bjóðum upp á hjá Nazar og þú mátt bara ekki missa af þessu.

Ef þig vantar smá tilbreytingu er um að gera að prófa einhvern af þeim fjórum a la carte veitingastöðum sem í boði eru. Þú getur valið á milli ítalsks, sjávarrétta, tyrknesks og asísks en þar er einnig boðið upp á japanskt teppanyaki. Þú getur farið eins oft og þú vilt á hvern stað gegn bókunargjaldi svo framarlega sem laus borð eru, nema á teppanyaki hlutann þar sem greitt er samkvæmt matseðli. Hér er nokkuð alveg einstakt í boði, en það er að þú getur valið að borða morgunmat á einhverjum a la carte veitingastaðnum og einungis greitt bókunargjald.

Mikið úrval af barnaafþreyingu!

Börnin eiga eftir að elska Regnum! Hátt á vinsældarlistanum er öldulaugin sem staðsett er í hótelgarðinum. Einnig er sérstök barnalaug fyrir minnstu börnin þar sem þau geta buslað allan daginn.

Ef þú vilt upplifa meiri spennu er bara að skella sér í vatnsskemmtigarðinn þar sem sex vatnsrennibrautir standa og bíða bara eftir að glaðir sumarfrísgestir þeytist niður þær. Svo er bara að láta sig flakka niður hlykkjótta rennibrautina!

Börnin hafa einnig möguleika á að eignast nýja leikfélaga í alþjóðlegum barnaklúbbi hótelsins þar sem leikir og fleira er skipulagt. Í unglingaklúbb hótelsins geta unglingarnir svo kynnst jafnöldrum sínum. Flest kvöld er skipulagt minidiskó þar sem börnin dansa við uppáhöldslögin sín ásamt leiðbeinendunum og þá eru sko allir útlimir hristir vel. Á hótelsvæðinu er einnig leikvöllur og trampólin sem alltaf vekur mikla lukku.

Það er líka hugsað vel um börnin á veitingastaðnum, því þar er sérstakt barnahlaðborð þar sem þeirra uppáhaldsmatur er framreiddur að morgni, í hádegi og um kvöld.

Gegn greiðslu

Þátttaka í fótboltaskóla Chelsea.

Hér mun þér aldrei leiðast!

Á Regnum er mikið úrval af afþreyingu og skemmtunum. Hótelið er staðsett við einn af heimsþekktu golfvöllum Beleks. Þú getur lesið meira um golfpakkana hér.

Á hótelinu er einnig risastór ævintýragarður* með 30 mismunandi tækjum, þar á meðal 32 metra hár fallturn, zipline og klifurveggur.

Þú getur skorað á ferðafélagana í til dæmis körfubolta, pílukast, tennis, borðtennis eða tölvuleik. Á ströndinni er hægt að prófa alls kyns vatnaíþróttir og við sundlaugina eru skipulagðir alls kyns leikir og afþreyingar.

Hér er spilasalur með margskonar tölvuleikjum og einnig er verslunarkjarni á hótelsvæðinu svo þú þarft ekki einu sinni að yfirgefa hótelsvæðið til að kaupa þér minjagripi. Ef þig langar að sýna vinum og vandamönnum myndir af þér í sólinni þá er það lítið mál þar sem frítt þráðlaust Internet er á öllu hótelsvæðinu. Þú þarft bara að muna að taka með þér snjallsímann, fartölvuna eða spjaldtölvuna.

Ef þú vilt passa upp á línurnar á meðan að þú ert í frinu þá er bara að drífa sig í stóra og vel útilátna líkamsræktarstöð hótelsins þar sem stundum eru skipulagðir tímar í LesMills og Bodypump.

*Reglur ævintýragarðsins:
Börn undir 18 ára aldri þurfa að fá samþykki foreldra og lágmarks hæð er 150 cm og lágmarks þyngd er 30 kg.

Stór og þægileg herbergi

Vilt þú upplifa algjöran lúxus í fríinu og hafa nóg pláss í kringum þig? Þá ertu sko aldeilis á réttum stað! Sum herbergin eru í sumarhúsahlutanum en önnur eru í aðalbyggingunni. Allar aðstæður eru þó þær sömu. Á öllum rúmgóðu herbergjunum er aðgangur að annaðhvort svölum eða verönd þar sem hægt er að setjast út og slappa af eftir viðburðaríkan dag í sólinni.

Það er plastparketgólf á öllum herbergjum, þráðlaust Internet, miðstýrð loftkæling, minibar sem er fylltur frítt daglega, öryggishólf, flatskjár sem er innbyggður í stóran spegil og hraðsuðuketill. Einnig er straujárn og straubretti og hægt er að fá þvottaþjónustu og herbergisþjónustu gegn greiðslu. Baðker er í baðherberginu, en einnig sturtuklefi, hárþurrka og vörur frá merkinu Bvlgari

Tvíbýli, 2-3 manna

Tvíbýli, 2-3 manna

Hér færðu stórt 50 m² herbergi með 12 m² svölum. Þessi herbergi eru í aðalbyggingunni og hafa rúm fyrir allt að þrjá gesti. Yfirleitt er útsýni yfir golfvöllinn en hægt er að bóka sjávarútsýni gegn þóknun.

Minnst tveir þurfa að greiða fullt verð en hægt er að fá eitt barnaverð. Mögulegt er að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn þóknun.

Samtengd tvíbýli sjávarútsýni, 4-6 manna

Samtengd tvíbýli sjávarútsýni, 4-6 manna

Þetta 100 m² herbergi samanstendur af tveimur samtengdum tvíbýlum með útsýni yfir golfvöllinn. Hér færðu sömu fínu aðstöðuna, bara tvöfalt stærri, svo fjölskyldan getur dreift vel úr sér með tvö baðherbergi og tvennar svalir.

Þessi herbergi eru staðsett í aðalbyggingunni og þurfa minnst fjórir að greiða fullt verð en mögulegt er að fá tvö barnaverð.

Sumarhúsabyggðin

Ef þig langar að prófa eitthvað nýtt ættirðu að bóka þér herbergi í sumarhúsabyggðinni. Þessar byggingar eru örlítið afsíðis og eru allar með aðgengi að einkasundlaug. Með öðrum orðum þá getur þú legið á veröndinni og sleikt sólskinið allan daginn á milli þess sem þú færð þér frískandi sundsprett í einkasundlauginni þinni.

Sumarhús, herbergi, 2-3 manna

Sumarhús, herbergi, 2-3 manna

Meira að segja hér færðu stórt og flott 50 m² herbergi með 12 m² svölum. Frá veröndinni hefurðu svo beinan aðgang að sundlaug sem þú deilir með fleiri herbergjum. Hér eru rúm fyrir allt að þrjá en minnst tveir þurfa að greiða fullt verð. Mögulegt er að fá eitt barnaverð.

Sumarhús, svíta, 2-4 manna

Sumarhús, svíta, 2-4 manna

Þetta er stærsta svítan í sumarhúsabyggðinni og nær yfir heila 100 m². Frá veröndinni hefurðu svo beinan aðgang að sundlaug sem þú deilir með fleiri herbergjum. Hér eru eitt herbergi með tvíbreiðu rúmi, ein stofa með svefnsófa og tvö baðherbergi. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð en mögulegt er að fá tvö barnaverð.

Nýjung 2016: Sumarhús, tvíbýli, 4-6 personer

Þetta herbergi samanstendur af tveimur sumarhúsum sem tengd eru saman með hurð. Þú færð með öðrum orðum 100 m² rými sem skipt er niður í tvö svefnherbergi. Bæði herbergi hafa 12 m²svalir þar sem þú svo hefur beinan aðgang að sundlaug. Hér eru tvö baðherbergi og allt að 6 svefnpláss. Lágmark fjórir þurfa að greiða fullt verð, hér geta búið sex fullorðnir en einnig er möguleiki á tveimur barnaverðum.

Gegn greiðslu

Þvottaþjónusta, herbergisþjónusta.

Finndu ró og innri frið

Gleymdu öllum hversdagslegum áhyggjum og heimsæktu heilsulind Regnum. Hér er einblínt á þína eigin velferð og þú finnur hvernig kyrrðin færist yfir þig um leið og þú stígur inn í heilsulindina. Hér er klassískt hamam, tyrkneska baðið, í boði og einnig gufubað sem þú mátt nota án endurgjalds.

Hér er einnig hægt að velja um ýmsar meðferðir eins og t.d. nudd og hamam. Í hamam eru allar dauðar húðfrumur skrúbbaðar burtu og síðan færðu dásamlegt froðunudd. Svona meðhöndlun er án efa besta byrjun á sumarfríi sem hægt er að finna, því að eftir þetta mun húðin taka jafnan og fallegan brúnan lit sem endist lengi.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir og ferðir um grípandi náttúrunna. Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Belek

Hótelið er staðsett í Belek á suðurströnd Tyrklands, í um það bil eins tíma fjarlægð frá Antalya. Belek er heimabær einhverra af bestu hótelum Tyrklands. Miðbærinn er lítill og krúttlegur með fjölbreyttum verslunum og kaffihúsum, en bærinn er þó sérstaklega þekktur fyrir 14 glæsilega golfvelli á heimsmælikvarða og er því vinsæll golf-áfangastaður allt árið um kring.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.