Side, Tyrkland

Royal Alhambra

Einkunn gesta
4.4 af 55
basedOn 27 answers
Einkunn gesta
4.4 af 55
basedOn 27 answers

4 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 11 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
Strönd
0 m 
Miðbær
11 km 

Prófaðu eitt flottasta fjölskylduhótelið í Side

Þér mun líða eins og konungborin/n þegar þú gengur inn í þessa glitrandi, nýju, austrænu höll rétt fyrir utan Side! Royal Alhambra er lúxus fjölskylduhótelum sem hefur sannarlega heillað gesti okkar upp úr skónum. Tignarlegur persneskur byggingarstíll hótelsins fer ekki fram hjá neinum og gefur í raun loforð um ógleymanlegt fyrsta flokks fjölskyldufrí.

Royal Alhambra er bjart og býður þig velkomin/n með innréttingum skreyttum með gulli, perlum og í pastellitum. Hótelið er byggt í austrænum, glæsilegum stíl en er þó með öll möguleg nútímaþægindi. Umhverfið er einnig fallegt og þá sérstaklega glæsilegur garðurinn sem liggur  við ströndina og hefur ólýsanlegt útsýni yfir glitrandi Miðjarðarhafið.

Vatnsleikjagarður og fjölbreytt sundlaugarsvæði

Hér eiga allir eftir að skemmta sér konunglega í sumarfríi fullu af fjöri og busli með helling af vatnsrennibrautum. Risastóra sundlaugarsvæðið breiðir úr sér fyrir framan hótelið og það eru bæði fjörug svæði með tónlist og sprelli og kyrrlátari svæði með notalegum krókum. 

Ef þú vilt hafa líf og fjör í kringum þig, ættirðu að halda þig við stóru opnu svæðin við sundlaugina, þar sem leiðbeinendur hótelsins standa fyrir vatnaleikfimi og öðrum skemmtilegum leikjum. Ef þú vilt meiri ró í kringum þig geturðu á hverjum degi fundið nýjan krók í garðinum sem ætti að passa þér og þinni fjölskyldu fullkomlega. Á hótelinu er einnig innilaug, þar sem einnig er barnalaug og heitur pottur sem er opinn utan háannatíma.

Hér geta jafnt stórir sem smáir skemmt sér konunglega í fríi fullu af fjöri og busli með fimm villtum vatnsrennibrautum og þremur vatnsrennibrautum sérstaklega fyrir minni börnin. Vatnsrennibrautirnar eru opnar allan daginn, fyrir utan smá hlé í hádeginu.

Á sandströnd hótelsins er nóg pláss til að bæði sleikja sólina og  byggja sandkastala. Hér er nóg af sólbekkjum og sólhlífum til að allir gestir geti notið sín á ströndinni án þess að líða eins og síld í tunnu. Sjórinn er grunnur við ströndina sem gerir ströndina einkar barnvæna.

Í svalandi hafgolunni gefst þér tækifæri á að prófa alls konar vatnasport eða spila strandblak. Á strandbarnum er svo boðið upp á kalda drykki og léttar veitingar, sem eru að sjálfsögðu innifaldar í „allt innifalið“.

Hótelið býður daglega upp á eitt handklæði á mann til afnota við sundlaug eða við ströndina. Ef þú vilt skipta út handklæðinu yfir daginn, þarf að greiða fyrir það.

Gegn greiðslu

Vissar vatnaafþreyingar. 

Allt innifalið - Allan sólarhringinn!

Með einstöku og víðtæku „allt innifalið“ þema á Royal Alhambra geturðu nánast borðað og drukkið allan sólarhringinn.

Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður er borinn fram á glæstum hlaðborðum aðalveitingastaðarins og í hverri máltíð geturðu valið á milli ólíkra og bragðgóðra rétta, bæði innlendra og alþjóðlegra. Á kvöldin hafa börnin sitt eigið litla hlaðborð með sínum uppáhalds réttum og fyrir þá sem ætla að passa upp á línurnar í fríinu, þá gefst þeim færi á að halda sig við heilsuhlaðborðið. Nokkrum sinnum í viku eru sérstök þemakvöld á veitingastaðnum þar sem matur og skreytingar í borðsal eru til dæmis í tyrkneskum eða ítölskum stíl.

Fyrir utan hlaðborð aðalveitingastaðarins eru fleiri minni veitingastaðir og barir við sundlaugina, undir sviðinu, á ströndinni og í móttökunni. Þar geturðu til dæmis fengið þér pizzu, kebab, tyrknesku pönnukökurnar gözleme, eða safaríkar bakaðar kartöflur með fyllingu. Inni á hótelinu er einnig lítið, fínt bakarí, þar sem þú getur gætt þér á alls konar kökum og öðru bakkelsi. Allar innlendar (að undanskildu víni á flösku) og vissar innfluttar drykkjarvörur falla undir „allt innifalið“.

Eins og allt þetta sé ekki nóg til þetta að halda gestum söddum í fríinu, þá eru líka fimm a la carte veitingastaðir á Royal Alhambra! Valið stendur á milli ítalsks, asísks, tyrknesks, mexíkósks eða sjávarrétta. Þú getur snætt á þessum stöðum gegn greiðslu eins oft og þú vilt svo framarlega sem laus borð eru. Mundu bara að panta borð með að minnsta kost eins dags fyrirvara.

Gegn greiðslu

Nýkreistur safi, drykkir í flösku, vissir innfluttir drykkir, viss þekkt merki, kvöldverðir á a la carte veitingastöðunum, vissar tegundir drykkja.

Minitívolí, vatnsleikjagarður, barnaklúbbur, minidiskótek…

Villtustu draumar barnanna verða að veruleika á þessu einstaka hóteli! Börnin geta farið í öll skemmtilegu tækin í tívolíinu sem er opið á kvöldin án auka kostnaðar og allan daginn heyrast há hlátrasköll frá vatnsleikjagarðinum, þar sem börnin þeysast niður skemmtilegar vatnsrennibrautirnar. Innan dyra er það spilasalurinn sem heillar með sínum mörgu spilakössum.

Í alþjóðlegum barnaklúbbnum eignast börnin oft nýja vini og eignast ómetanlegar minningar sem endast munu lengi. Duglegir leiðbeinendurnir leika við börnin og fá þau til dæmis að spila spil, púsla og taka þátt í skemmtilegum keppnum. Einnig er oft andlitsmálning í boði. Það eru reistir sandkastalar og minifótbolti spilaður á ströndinni og svo er einnig leikið í barnalaugunum þar sem börnin þeysast niður vatnsrennibrautirnar aftur og aftur.

Barnaklúbburinn er fyrir börn á aldrinum 4-12 ára og það eru alþjóðlegir leiðbeinendur hótelsins sem standa fyrir klúbbnum.

Deginum lýkur á vinsælu minidiskóteki, þar sem börnin koma fram og sýna spenntum áhorfendum þaulæfð dansspor og svo er dansað að vild eftir sýninguna. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi á Royal Alhambra!

Gegn gjaldi

Spilasalur

Skemmtun fyrir alla fjölskylduna

Þarftu á hvíld að halda frá ströndinni og sundlauginni? Þá er um nóg annað að velja. Þér gefst færi á að nýta þér borðtennisborð, fara í pílukast eða líkamsrækt en einnig sjá leiðbeinendur hótelsins um fjölbreytta skemmtidagskrá alla daga þar sem þau skipuleggja til að mynda keppnir og leiki. Á kvöldin eru svo hinar ýmsu sýningar á sviði hótelsins.

Eitt er alveg víst: á Royal Alhambra geturðu alltaf fundið þér eitthvað að gera. Hvort sem þú vilt skella þér í hringekjuna í tívolíinu með börnunum, láta þig vaða niður vatnsrennibrautirnar eða byrja daginn á vatnaleikfimi í sundlauginni, þá geturðu það á Royal Alhambra. Hér geturðu farið í spilasalinn, þar sem meðal annars er hægt að fara í keilu, billjarð og þar er að auki mikið úrval af spilakössum. Hér eru einnig nokkrar litlar verslanir þar sem þú getur nálgast minjagripi, skartgripi, leðurvörur og margt fleira.

Skemmtanastjórar hótelsins gera sitt besta til að virkja gesti hótelsins og bjóða upp á dagskrá fyllta af leikjum, æfingum og ýmsum keppnum. Ef þú vilt senda mynd úr fríinu heim til fjölskyldu og vina, þá geturðu notað fría Internet tengingu hótelsins eða farið í tölvuherbergi hótelsins, ef þú ert ekki með þín eigin tölvu.

Þegar sólin er sest og fólk hefur fengið sér kvöldverð, þá er boðið upp á fyrsta flokks skemmtun á stóru sviði hótelsins, sem staðsett er við sundlaugina. Hér geturðu komið og séð hinar ýmsu sýningar, til dæmis dansatriði, söngleiki og ýmislegt annað. Ákveðin kvöld heldur skemmtunin áfram með lifandi tónlist og þú getur dansað við alþjóðlega smelli fram á nótt á diskóteki hótelsins.

Gegn gjaldi

Spilasalur, keila, billjarð, tölvuherbergi

Rúmgóð lúxusherbergi með svölum

Herbergin á Royal Alhambra eru fínleg og hugsað er út í hvert smáatriði. Öll herbergi eru rúmgóð, með pláss fyrir allt að fjóra manns og eru með þægilegri sófaeiningu, baðherbergi með baðkari og fínum svölum.

Innréttingar eru fínlegar með mjúku teppi á gólfum. Á öllum herbergjum er minibar, þar sem innihaldið er innifalið, flatskjár, teppi á gólfum, sími, loftkæling og öryggishólf. Á baðherberginu er hárblásari, baðkar og sími.

Í vissum herbergjum er hæðarmunur á svefnherbergi og stofu og í þeim tilfellum eru tröppur í herberginu.

Tvíbýli, 2-4 manna

Í þessum 40-46 m² lúxus herbergjum er pláss fyrir þrjá fullorðna, en að lágmarki þurfa tveir að borga fullt verð. Gegn auka greiðslu geturðu bókað herbergi með sjávarútsýni eða Seaside herbergi. Þú getur einnig fengið þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn auka gjaldi. Hægt er að greiða barnaverð fyrir eitt barn og annað barn getur fengið barnaafslátt af fullorðinsverðinu.

Fjölskyldusvíta, 3-4 manna

Í þessari lúxus fjölskyldusvítu er svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og svefnherbergi með tveimur einbreiðum rúmum. Það er baðkar í baðherberginu. Fjölskyldusvítan er 3-4 manna, minnst þrír þurfa að greiða fullt verð en mögulegt er að fá eitt barnaverð. Herbergið er 72 m².

Duplex fjölskyldusvíta, 3-4 manna

Duplex fjölskyldusvítan er 80 m² og er á tveimur hæðum. Á fyrstu hæð er svefnrými með tveimur einbreiðum rúmum ásamt baðherbergi með klósetti og sturtuklefa. Á annarri hæð er svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi ásamt baðherbergi með baðkari. Hér er pláss fyrir fjóra, þar sem minnst þrír greiða fullt verð. Mögulegt er að fá eitt barnaverð.

Dekraðu við líkama og sál

Hver segir að það séu bara börnin sem eigi að dekra við í fríinu? Komdu fjölskyldunni fyrir við vatnsleikjagarðinn og eyddu næstu tímum í algjöru dekri í heilsulind hótelsins, þar sem þú getur valið á milli ýmissa meðferða auk hamam, hins þekkta tyrkneska baðs. Þú getur einnig farið á hárgreiðslustofuna.

Heimsókn í tyrkneska baðið hamam, sauna og gufubað er er frítt á meðan aðrar meðferðir eins og t.d. nudd kostar aukalega.

Hamam er klassísk tyrknesk líkamsmeðferð. Líkami þinn er fyrst hitaður upp í heitu gufubað, þar á eftir er hann skrúbbaður og nuddaður með mjúkri sápufroðu. Ef þú hefur ekki prófað hamam nú þegar, þá er tími til kominn að prófa það! Við mælum með að þú bókir tíma í hamam í byrjun frísins, þar sem þetta indæla tyrkneska bað, fjarlægir allar dauðar húðfrumur og því færðu jafnari brúnku þegar þú svo ferð að liggja í sólinni.

Gegn gjaldi

Nudd og aðrar líkamsmeðferðir

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Side

Hótelið er staðsett í Side á suðurstönd Tyrklands.  Side er heillandi blanda af gömlu og nýju þar sem nútímalegur ferðamannastaður liggur við hlið krúttlegra og hlykkjóttra smágatna. En þær eru í sjálfu sér ótrúlega vel varðveittar minjar rómverskra tíma. Dekraðu við þig með kvöldverði á einum af dásamlegu veitingastöðunum, verslaðu í spennandi verslunum eða farðu í gönguferð á ströndinni og njóttu töfrandi stemningar í stjörnuskini við upplýstar rústir borgarinnar.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.