Alanya, Tyrkland

Select Apart

Einkunn gesta
3.5 af 5
basedOn 34 answers
Einkunn gesta
3.5 af 5
basedOn 34 answers

4 manns í sama herbergi
Barnalaug
Já 
Sundlaug:
Strönd
900 metrar 
Miðbær
1,5 km 

Hagkvæmt morgunverðarhótel í sumarleyfisparadísinni Alanya

Á Select Apart ertu á sígildu borgarhóteli og er það  jafnframt  fullkominn grunnur að sumarfríi  í hinni vinælu Alanya. Herbergin voru gerð upp veturinn 2014-2015 og eru frískleg og nútímaleg eins og restin af hótelinu. Starfsfólkið er vinalegt og gestrisið og skemmtileg sumarleyfisstemning ríkir á hótelinu. Sundlaugarsvæðir býður upp á letidaga og ef þú skyldir vilja smá breytingu er hin frábæra sandströnd, Kleópötruströndin aðeins tæpum kílómetra frá. Morgunverður er innifalinn í verðinu!

 

Hótelið er nokkuð miðsvæðis og má búast við einhverjum hljóðum að utan. 

Notalegt sundlaugarsvæði

Á litla vinalega sundlaugarsvæðinu ræður skemmtileg sumarleyfisstemning ríkjum og hér eru bæði sundlaug og barnalaug. Við sundlaugarnar eru sólbekkir og sólhlífar og er frítt afnot af þeim. Sundlaugarbarinn er opinn allan daginn og þar eru framreiddir nokkrir mismunandi drykkir, áfengir og óáfengir.

Hótelið er tæpum kílómeter frá óheyrilega vinsælu Kleópötruströndinni, en til og frá ströndinni gengur skutla nokkru sinnum á dag. Á ströndinni er bar, sólbekkir og sólhlífar sem hægt er að fá afnot af gegn greiðslu. 

Athugið að hótelið býður ekki upp á baðhandklæði, því gæti verið góð hugmynd að taka með handklæði að heiman.

Gegn greiðslu

Matur og drykkur á hóteli og strönd. Sólbekkir og sólhlífar á ströndinni og skutla til og frá ströndinni.

Morgunverður innifalinn

Á morgnanna getur þú notið einfalds en bragðgóðs tyrknesks morgunmats. Kaffi, te og ávaxtadrykkur er innifalinn. Veitingastaðurinn er síðan opinn það sem eftir er af degi og smá stund að kvöldi, en þar getur þú pantað mat og drykk gegn gjaldi. Það er síðan pláss að sitja bæði inni og úti á veröndinni, svo þú getur valið sjálf/ur hvar þú vilt borða.

 

Við sundlaugina er einnig bar sem býður upp á mismunandi tegundir af drykkjum, allan daginn og fram á nótt, en það kostar aukalega. 

Gegn greiðslu

Matur og drykkur, að undanskyldum morgunverði.

Sól og bað eða stuð og stemning

Select Apart er í sumarleyfisparadísinni Alanya, tæpum tveimur kílómetrum frá miðbænum þar sem fullt af allskonar afþreyingu bíður þín. Hér er allt frá fjörugu næturlífi til gómsætra veitingastaða, verslanna, næturlífs- og menningarviðburða.

Á hótelsvæðinu er einnig boðið upp á möguleika á mismunandi afþreyingu, ef þú skyldir ekki aðeins vilja njóta sólar, sunds og afslöppunar, en valið er þitt! Þú getur valið á milli billjarðs (gegn greiðslu), borðtennis og pílukasts. Þráðlaust net er á herberginu, í móttökunni og við sundlaugina og suma daga er boðið upp á látlaus tónlistaratriðið og kvöldsýningar.

Nýuppgerð og rúmgóð herbergi

Herbergin voru gerð upp veturinn 2014-2015 og eru björt og einstaklega rúmgóð ef tekið er tillit till þess að hótelið er borgarhótel. Jafnvel innréttingarnar eru frísklegar. Það er lítill eldhúskrókur með mini-ísskáp, hraðsuðuketli og borð og fjórir stólar. Í ljósa og flotta baðherberginu er hárþurrka og sturtuklefi eða baðkar. Öll herbergin eru flísalögð og með svalir, sjálfstýrða loftkælingu, öryggishólf, sjónvarp og þráðlaust net.

 

Hótelið er nokkuð miðsvæðis og má búast við einhverjum hljóðum að utan. 

Tvíbýli, 2-4 manna

Í tvíbýlinu sem er 42m² færð þú tvö rúm, en aðrir í herberginu sofa í svefnsófa. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð en það er mögulegt fyrir fjóra fullorðna að búa í herberginu. Herbergið er hægt að bóka sem einstaklingsherbergi, gegn gjaldi.

Gegn greiðslu

Loftræsting, öryggishólf, herbergisþjónusta.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Alanya

Hótelið er á suðurströnd Tyrklands í Alanya, en hún er þekkt sem einn af bestu og vinsælustu sumarfrísstöðum Tyrklands. Staðurinn býður uppá hrífandi sögu, mikið af áhugaverðum stöðum og yfirgnæfandi fjölda af verslunum sem selja bæði tyrkneskar og innfluttar vörur. Hér er einnig líflegt næturlíf sem felur í sér góða veitingastaði, diskótek, bari og kaffihús.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.