Side, Tyrkland

Side Star Elegance (Asteria Side)

Einkunn gesta
4.3 af 55
basedOn 103 answers
Einkunn gesta
4.3 af 55
basedOn 103 answers

5 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 12 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
Strönd
0 m 
Miðbær
2,5 km 

Nýuppgert hótel sem dregur að sér fastagesti

Side Star Elegance (Asteria Side) hefur einstaka staðsetningu uppi á hæð við Side með frábært útsýni yfir miðbæinn og glitrandi Miðjarðarhafið. Ef að þú hefur áhuga á að dvelja í rómantísku umhverfi með fallega garða og heillandi sundlaugarsvæði þá er Side Star Elegance (Asteria Side) það rétta fyrir þig!

Veturinn 2014-2015 fengu mörg herbergi beinan aðgang að sundlaug, svo þú þarft aðeins að taka nokkur skref frá rúminu að sundlaugarbakkanum. Stór hluti hótelsins var endurnýjaður og stækkaður og ný herbergisálma byggð. Einnig var byggð ný móttaka, heilsulindin, veitingastaðir og barir voru endurnýjaðir og öll herbergi enduruppgerð.

Árið 1987 opnaði Side Star Elegance (Asteria Side) sem fyrsta 5-stjörnu hótelið í Side og er því nú klassískt hótel með sál sem eignast fleiri fastagesti með hverju árinu sem líður. Þessar stóru breytingar sem gerðar voru 2015 hafa sannarlega gefið hótelinu sína andlitslyftingu!

Side Star Elegance (Asteria Side) er frábært fjölskylduhótel með góða barnaaðstöðu og glæsilega staðsetningu. Á sama tíma býður það uppá mikla möguleika fyrir pör sem vilja gera eitthvað rómantískt saman.

Hér er fallega gróið umhverfi og garður með fallegum blómum og trjám. Það er auðveldlega hægt að eyða öllum deginum á sundlaugarsvæðinu eða í skugga pálmatrjánna. Á ströndinni er svo hægt að fara í notalega göngu alla leið til miðbæjar Side enda er fátt rómantískara en að ganga hönd í hönd á ströndinni við sólarlag.

Þar sem hótelið stendur á hæð er mikið af tröppum á hótelinu og getum við þar af leiðandi ekki mælt með þessu hóteli fyrir þá sem eiga erfitt með gang.Lyfta gengur á milli alla hæða en hægt er að gera ráð fyrir smá göngu á milli lyftanna.

Athugið að Side Star Elegance er betur þekkt hjá gestum okkar sem Asteria Side.

Dveldu á barnvænlegri strönd

2015 bættust við tvö ný sundlaugarsvæðir á stóra hótelsvæðið. Önnur sundlaugin er svokölluð kyrrlát laug þar sem ekki er spiluð tónlist eða skipulagðir vatnaleikir. Hin laugin er þar sem inngangurinn var áður staðsettur og hér er nú snarlbar og grunn barnalaug með seglum yfir til að mynda skugga. Einnig voru byggðar sundlaugar að nokkrum tvíbýlum svo þú átt nú möguleika á að vera með beinan aðgang að sundlaug frá þínum eigin svölunum.

Aðalsundlaugarsvæðið er fallega umgirt háum pálmatrjám, garði og snyrtilegum sundlaugarbar. Þar er hægt að sækja sér drykki og í hádeginu er boðið upp á fínasta hlaðborð svo þú þarft ekki að fara upp til aðalveitingastaðarins frekar en þú vilt. Njóttu þess að liggja á pallinum eða finndu þér skuggsælt svæði í garðinum. Í einu horni svæðisins eru yfirleitt öll börn hótelsins því þar eru einnig tvær vatnsrennibrautir. Þú getur einnig valið að hvíla þig aðeins á sólbekk í grænu grasinu.

Grunna og fínkorna ströndin lokkar að sér gesti Side Star Elegance (Asteria Side) og malbikaðir stígarnir á ströndinni eru fullkomnir hvort sem er fyrir morgunskokkið eða rómantíska kvöldgöngu.

Það er mjög skemmtileg gönguleið frá hótelbyggingunni og alla leið niður á strönd. Stígurinn liggur í alls kyns krókum og er umkringdur fallegum litríkum blómum. Á ströndinni er auðvitað nóg af sólstólum og sólhlífum og á strandbarnum er hægt að fá nóg af hressandi drykkjum og snarli þegar hungrið sverfur að.

Hótelið leggur til strandhandklæði fyrir sundlaug og strönd.

Nýuppgerður aðalveitingastaður og nóg um að velja

Allar máltíðir á Side Star Elegance (Asteria Side) eru bæði góðar og fjölbreyttar. Alltaf er boðið upp á góða blöndu af velþekktum klassískum réttum og eins tyrkneskum kræsingum. Og hvar er betra að njóta máltíðarinnar en á pallinum með glæsilegt útsýni yfir hafið. Ís er í boði fyrir alla gesti vissa tíma dagsins. Aðalveitingastaðurinn var stækkaður og gerður upp veturinn 2014-2015 og er nú bjartur og fallega innréttaður í nútímalegum og þægilegum stíl. Aðalveitingastaðnum hefur verið byggður mjög skipulega þar sem sætiseiningum er deilt niður á minni svæði og hjálpar það við til að halda hljóðum í lágmarki. Þú getur einnig valið að njóta þess að sitja á svölum veitingarstaðarins og notið útsýnisins. Ef þú vilt meiri tilbreytingu geturðu einnig fengið þér hádegisverð á einum af snarlbörunum sem eru við sundlaugarnar - það eru mismunandi veitingastaðir sem bjóða upp á ólíkan mat.

Með „allt innifalið” getur þú notið þess að borða og drekka án þess að þurfa að greiða aukalega. Allan daginn eru bornir fram ýmsir réttir og alltaf er gott aðgengi að drykkjum. Passaðu þig að missa ekki af kaffihúsunum sem innfæddir kalla „Patisserian” því þar er boðið upp á alls kyns spennandi sætabrauð og kökur.

Börnin eiga eftir að elska sundlaugarbarinn því þar er boðið upp á frían ís og candyfloss yfir daginn svo þau geta borðað alveg þar til þau fá illt í magann. Uppáhald fullorðinna er hins vegar Düden Bar og stóru svalirnar þar, þar sem rómantíkin ræður húsum með ótrúlegt útsýnið yfir hafið, bergið og bæinn sem gerir þennan stað fullkominn fyrir fordrykkinn.

Á leiðinni niður á strönd má finna lítið tjald þar sem „gözleme” er borið fram. Þú ert ekki alvöru túristi fyrr en þú hefur prófað þessar dásamlegu pönnukökur og án efa muntu elska þær jafn mikið og við hin.

Þú getur einnig farið út að borða á þeim fjórum a la carte veitingastöðum sem eru á hótelinu og meðan á dvöl þinni stendur býðst þér að borða einu sinni á hverjum stað á meðan að sætaframboð leyfir og getur þú valið á milli ítalsks, tyrknesks, kínversks eða sjávarréttastaðs. Ekki gleyma að panta borð með góðum fyrirvara.

Á fullri ferð í barnaklúbbnum!

Börn og aðrir sem eru ungir í anda geta notað tvær vatnsrennibrautir við stóru sundlaugina. Í viðbót við vatnsrennibrautir býður hótelið einnig upp á tvær barnalaugar og barnaklúbb sem er starfræktur allan daginn. Ef börnin þurfa smá hlé frá leiknum geta þau fengið að fara í spilasalinn. Dagurinn endar svo með minidiskóteki á kvöldin.

Eldri börnin eignast hratt vini í unglingaklúbbnum sem er opinn yfir háannatímabilið. Unglingaklúbburinn er fyrir 12-14 ára en barnaklúbburinn er ætlaður 4-11 ára.

Mikil skemmtun!

Það er boðið upp á skemmtisýningar á kvöldin en yfir daginn getur þú prófað tennis, strandblak, pílu, billjarð, borðtennis eða keilu. Það er þráðlaust Internet á öllum sameiginlegum svæðum og hægt er að nýta sér tölvuherbergið gegn greiðslu.

Í líkamsræktarsölum hótelsins, sem voru endurnýjaðir veturinn 2014-2015, eru öll þau tæki sem þú átt að venjast en einnig er hægt að fara í eróbikk, leikfimi, danskennslu og ýmislegt fleira. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér tungumál staðarbúa betur býðst tyrkneskukennsla á hótelinu.

Á pallinum við Düden Bar er spiluð lifandi tónlist nokkrum sinnum í viku og þá er alltaf hægt að dansa. Ef þér finnst skemmtilegra að láta aðra sjá um að hreyfa sig á meðan að þú horfir á eru líka sýningar í gangi á sviðinu.

Herbergi með sundlaug á svölunum!

Nokkur tvíbýli munu fá beinan aðgang að sundlaug veturinn 2015 þegar sundlaug verður bætt við svæðið, svo þú hefur tækifærið á að hafa einungis nokkur skref frá rúminu að sundlaugarbakkanum. Þessar sundlaugar eru við tvíbýlin á jarðhæð í nokkrum byggingum og þetta eru stórar ferkantaðar sundlaugar sem þú deilir afnotum af með öðrum herbergjum á sömu hæð.

Þar fyrir utan voru öll herbergi gerð upp. Þú færð virkilega fínar vistarverur á Side Star Elegance (Asteria Side), með glæsilegum innréttingum. Herbergin snúa í átt að götu, garði eða sundlaug. Nokkur herbergi snúa í átt að sjónum en eru þó ekki með alvöru sjávarútsýni.

Öll herbergi eru með loftkælinu, sjónvarp, síma, svalir, öryggishólf, minibar, hraðsuðuketil með te og kaffi, og frítt þráðlaust Internet. Einnig er herbergisþjónusta í boði á milli 00:00 og 06:00 þar sem boðið er upp rétti af matseðli. Árið 2015 fengu öll herbergi plastparket nema tvíbýlin með sundlaug sem eru með flísar. Á baðherbergjunum er hárþurrka og baðker eða sturtuklefi, en í fjölskyldusvítum duplex er bæði nuddpottur og sturtuklefi.

Lyftur eru til staðar á hótelinu sem fara á allar hæðir, en þar sem hótelið er byggt á stöllum getur maður þurft að skipta um lyftu til þess að komast á milli hæða. Þú getur þá þurft að ganga smá spöl í næstu lyftu eða valið að taka tröppurnar.

Tvíbýli, 2-3 manna

Tvíbýli, 2-3 manna

Í þessum um það bil 23-28 m² tvíbýlum er pláss fyrir mest þrjá, þar af þurfa tveir að greiða fullt verð en einn sefur þá í aukarúmi. Hægt er að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn auka þóknun. Á baðherberginu er annaðhvort sturtuklefi eða baðkar. Gegn smá þóknun er hægt að panta herbergi með sjávarútsýni. Herbergin sem snúa að landi hafa flest tvö einbreið rúm en þau herbergi sem hafa sjávarútsýni eru annað hvort með tvíbreitt rúm eða tvö einbreið rúm.

Tvíbýli með sundlaug, 2 manna

Veturinn 2014-2015 verða byggðar sundlaugar fyrir nokkur tvíbýlanna á jarðhæð. Hér færðu beinan aðgang að sundlaug frá þínum svölum en þú deilir sundlauginni með gestum í 5-7 öðrum eins herbergjum. Herbergið er u.þ.b. 24 m² og hér geta dvalið hvorki meira né minna en tveir fullorðnir. Hér eru tvö einbreið rúm. Athugið að af öryggisástæðum mega börn undir 13 ára ekki dvelja í þessari herbergisgerð.

Tvíbýli með sjávarútsýni og svölum, 2-3 manna

Í þessu u.þ.b. 28 m² tvíbýli er annað hvort tvíbreitt rúm eða tvö einbreið rúm og svefnsófi. Að minnsta kosti tveir þurfa að greiða fullt verð og hér geta að hámarki búið 3 fullorðnir. Hægt er að fá eitt barnaverð. Rúmið er í sama háa gæðaflokki og önnur herbergi á hótelinu og þar að auki með stórar svalir og sjávarútsýni.

Svíta, 2-3 manna

Svíta, 2-3 manna

Á Side Star Elegance (Asteria Side) er einnig hægt að velja um nokkrar minni svítur fyrir tvo fullorðna og eitt barn, eða minnst tvo sem greiða fullt verð. Mögulegt er að fá eitt barnaverð. Í svítunum er eitt svefnherbergi og ein setustofa en samtals eru svíturnar um 31 m². Í svítunni er tvíbreitt rúm og svefnsófi. Svíturnar snúa í átt að landi eða hafi og greiða þarf aukalega fyrir sjávarútsýni.

Fjölskyldusvíta 2-4 manna

Hér færðu tvö herbergi á einni hæð með hurð á milli. Herbergið er u.þ.b. 33-35 m² og hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð. Mest geta dvalið hér fjórir fullorðnir en hægt er að fá allt að tvö barnaverð. Hér er bæði tvíbreitt rúm og tvö einbreið rúm. Þú getur valið á milli sundlaugar- eða sjávarútsýnis.

Fjölskyldusvíta Duplex, 3-6 manna

Fjölskyldusvíta Duplex, 3-6 manna

Fjölskyldusvíturnar sem eru u.þ.b. 75 m² eru tveggja hæða og hér geta að hámarki búið fjórir fullorðnir og tvö börn. Minnst þrír þurfa að greiða fullt verð og hægt er að fá mest tvö barnaverð.


Á neðri hæðinni er tvíbreitt rúm og lítil sófaþyrping með svefnsófa ásamt baðherbergi með baðkari og hárþurrku. Hér eru einnig svalir. Á efri hæðinni er einnig tvíbreitt rúm ásamt baðherbergi með sturtu og nuddpotti.

Nýuppgerð heilsulind

Ef þú þarft að slaka á eftir dag í sólinni mælum við hiklaust með heilsulindinni þar sem er tyrkneskt bað, gufa og innanhúsundlaug sem var gerð upp veturinn 2014-2015. Byrjaðu til dæmis daginn með tyrknesku baði. Fyrst eru allar dauðar húðfrumur skrúbbaðar í burtu en síðan fær líkaminn tækifæri til að slappa algjörlega af í notalegu froðunuddi. Þetta er algjörlega ógleymanleg lífsreynsla.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða. Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Side

Hótelið er staðsett í Side á suðurstönd Tyrklands. Side er heillandi blanda af gömlu og nýju þar sem nútímalegur ferðamannastaður liggur við hlið krúttlegra og hlykkjóttra smágatna. En þær eru í sjálfu sér ótrúlega vel varðveittar minjar rómverskra tíma. Dekraðu við þig með kvöldverði á einum af dásamlegu veitingastöðunum, verslaðu í spennandi verslunum eða farðu í gönguferð á ströndinni og njóttu töfrandi stemningar í stjörnuskini við upplýstar rústir borgarinnar.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.