Belek, Tyrkland

Sueno Deluxe Belek

toFewGuestCreds
toShowanyResult
toFewGuestCreds
toShowanyResult

5 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 12 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
Strönd
0 m 
Miðbær
Kadriye 3 km, Belek 5 km 

Fjölskyldu lúxushótel

Í maí 2015 opnaði enn eitt lúxushótelið og við hjá Nazar ákváðum samstundis að bjóða gestum okkar upp á þetta efnilega hótel!

Hótelið sem þú þegar er orðið eftirspurt er systurhótel Sueno Side sem er eitt af vinsælustu hótelunum okkar.

Hér hefur verið lögð áhersla á að byggja hótel sem hefur raunverulega allt. Hótelið er staðsett við fallega sandströnd og hér má finna heillandi bryggju og stóra sundlaug með eyjar í miðjunni. Vatnsskemmtigarðurinn státar af mörgum vatnsrennibrautum fyrir alla aldurshópa og rómantísk sólbaðshreiður eru víðsvegar á hótelsvæðinu.

Mikið úrval afþreyingar er fyrir bæði börn og fullorðna  og aðstaða til íþróttaástundunar er til fyrirmyndar. Skemmtanastjórar hótelsins skipuleggja ýmsa leiki og fjör, svo sem sundlaugarleiki, dans og útidiskótek. Í minitívolíinu eða gífurlega stóra barnaklúbbnum eignast börnin leikfélaga frá öllum heimshornum á meðan að foreldrarnir geta heimsótt einstaka heilsulindina og fengið afslappandi nudd.

Glæsilegur stíll hótelsins sem tekur á móti þér um leið og þú stígur fæti inn í móttökuna er einnig gegnumgangandi í stóru og þægilegu herbergjunum en það besta af öllu er að hægt er að er bóka bæði tvíbýli og fjölskyldusvítu með einkasundlaug – fullkomið fyrir morgundýfuna!

Strönd, bryggja, vatnsskemmtigarður eða sólbaðshreiður?

Þegar þú ferð í frí á Sueno Deluxe í Belek hefur þú nánast ótakmarkaða möguleika til að njóta sólar, sunds og afslöppunar.

Af hverju ekki að byrja á því að heimsækja vatnsskemmtigarðinn sem státar af engu minna en tíu rosalegum vatnsrennibrautum sem bæði börn og fullorðnir munu elska? Rétt hjá stóra vatnsskemmtigarðinum eru sov litaglaðar rennibrautir sem eru ætluð minni börnum. Það eru nokkrar mismunandi barna-og buslsundlaugar og samanlagt eru átta vatnsrennibrautir fyrir börnin og fimm vatnsrennibrautir fyrir minnstu börnin. Allt í kring á þessu svæði eru nóg af sólbekkjum þannig að foreldrarnir ættu að geta fylgst með börnunum og slappað af á sama tíma.

Þú getur einnig farið á hina dásamlegu strönd sem hótelið er staðsett við og einbeitt þér að sólbrúnkunni. Sandurinn er fínkorna og sjórinn dýpkar frekar hratt. Hér er að finna sólstóla og sólhlífar sem raðað hefur verið upp þar sem að þú getur slakað í veðurblíðunni. Einstaka sinnum koma kemur starfsfólkið með kalda kklúta fyrir þá sem liggja og sleikja sólina. Þú getur einnig farið út á flottu bryggjuna sem teygir sig út í sjóinn frá ströndinni. Hér getur þú farið í sólbað, fengið þér eitthvað svalandi að drekka á barnum eða hoppa í yndælan sjóinn.

Á hótelsvæðinu eru sólbaðshreiður á víð og dreif sem hægt er að leigja yfir daginn. Þú getur valið á milli þess að slappa af í fallegu sólbaðshreiðri við ströndina, við sundlaugina eða úti á bryggjunni. Hægt að að kaupa ólíka pakka ef maður vill leigja sólbaðshreiður þar sem t.d. er hægt að fá minibar og matar- og drykkjarþjónustu , svo þú þarft ekki að yfirgefa þinn griðarstað allan daginn!

Hótelið býður upp á fría handklæðaþjónustu svo þú getur skilið handklæðin eftir heima.

Vatnsskemmtigarðurinn

Vatnsskemmtigarðurinn er opinn kl. 10.00–12.00 og 13.30–17.00 frá 1/4-31/10.

Allar stóru rennibrautirnar eru fyrir börn 10 ára og eldri, eða fyrir yngri börn í fylgd forráðamanna. Lágmarks hæð er 120 cm.

Rafting Slide
127 m löng.

Black Hole
128 m löng.

Body Slide
99 m löng.

Small Cape Snake Dance
97 m löng.

Multi Slide
30,5 m löng.

Tube Body Slide
50,5 m löng.

Free fall
30,5 m löng.

Space Tunnel
65 m löng.

Body Slide
31 m löng.

Multi Slide
12 m löng.

 

Barnavatnsskemmtigarðurinn

Barnavatnsskemtigarðurinn er ætlaður öllum börnum undir eftirliti forráðamanna. Það eru átta vatnsrennibrautir og fimm rennibrautir fyrir þessi allra minnstu.

Af öryggisástæðum eru hæðar- og þyngdartakmarkanir á ákveðnum vatnsrennibrautum.

Athugið að hótelið getur breytt sínum reglum án þess að upplýsa Nazar um það.

Gegn gjaldi

Leiga á sólbaðshreiðri.

Matur í hæsta gæðaflokki og með gífurlegt úrval

Á ljósum og nútímalegum aðalveitingastaðnum eru borin á borð bragðgóð hlaðborð í morgun-, hádegis- og kvöldverð. Hlaðborðin eru ekki í sama rými og sætapláss sem gerir það að verkum að meiri ró er yfir máltíðinni og ekki eins mikil læti. Þú getur einnig valið að setjast og borða úti á stórum svölunum. Seinn morgunverður er einnig í boði fyrir þá sem vilja sofa lengi í fríinu sínu og fyrir næturhrafnana er borið fram lítið hlaðborð í kringum miðnætti. Eftir þann tíma er hægt að fá súpu og samloku þar til að veitingastaðurinn opnar fyrir morgunmat aftur! Í aðalmáltíðunum þremur er að finna sérstakt svæði með sérmataræði og allir drykkir eru bornir fram á borðin. Samhliða aðalmáltíðunum er boðið upp á barnahlaðborð með uppáhaldsréttum barnanna á sérsvæði með litlum litríkum og krúttlegum húsgögnum.

Til viðbótar við aðalveitingastaðinn er einnig hægt að fá kökur, bakkelsi, kebab, salat, pizzur, vöfflur og ís stærsta hluta dagsins á hótelsvæðinu. Farðu t.d. á matartorgið sem er svæðaskipt og boðið er upp á tyrkneskan mat, pasta, ávexti og kjúkling á mismunandi tímapunktum. Hér ert svo stórar og bjartar svalir þar sem hægt er að sitja undir trésólhlífum sem veita skugga en hleypa þó smávegis sólarljósi í gegn sem búa til skemmtilega stemningu. Þá eru einnig barir þar sem hægt er að fá heita og kalda drykki, bæði með og án áfengis, á mismunandi tíma dags eða allan sólarhringinn. Allar innlendar drykkjarvörur og mikið úrval af innfluttum drykkjum er innifalið í „allt innifalið“.

Á Sueno Deluxe eru einnig sex góðir a la carte veitingastaðir: asískur og teppanyaki, mexíkóskur, ítalskur, tyrkneskur, fiskur og grill. Þeir tveir síðastnefndu eru utandyra og opnunartímar þeirra eru því háðir veðri og árstíð. Svo framarlega sem pláss leyfir mátt þú snæða einu sinni á hverjum veitingastað gegn föstu gjaldi.

Gegn gjaldi

Vissir innfluttir drykkir, heimsóknir á a la carte veitingastaðina.

Minitívolí og barnaklúbbur

Börnin munu elska Sueno Deluxe – hér er svo mikið um að vera að þau munu aldrei vilja fara heim aftur!

Það langbesta hlýtur að vera hið stórskemmtilega og stóra innandyra minitívolí með mörg tæki sem börnin geta farið í aftur og aftur. Þarna er einnig spilavítið og samanlagt er þetta á 5.000 svæði. Þetta svæði hentar fyrir minni börnin.

Á hótelinu er líka frábær barnaklúbbur, einn af þeim stærstu af öllum okkar barnaklúbbum! Barnaklúbbnum er skipt niður á þrjár hæðir, bæði utandyra og innandyra, og hefur meira að segja sína eigin móttöku. Það eru ólík svæði fyrir mismunandi aldur á milli 1-15 ára. Þarna er t.d. að finna leiksvæði, þrautabraut, grunna laug þar sem þessi yngstu geta kælt sig, íþróttaaðstaða fyrir strandblak, körfubolta og hlaupabraut. Svo er aðstæða fyrir foreldra þar sem þau geta tyllt sér niður og fengið sér kaldan drykk á meðan börnin leika sér við nýja vini.

 

Börnin elska þennan frábæra vatnsskemmtigarð sem er með hvorki meira né minna en tíu spennandi vatnsrennibrautir fyrir elstu börnin, átta vatnsrennibrautir fyrir þau börn sem eru aðeins yngri og fimm vatnsrennibrautir fyrir allra minnstu börnin.

Á hótelinu er einnig leiksvæði og góð aðstaða til íþróttaafþreyingar.

Gegn gjaldi

Tæki í minitívolíinu (miðar seldir í móttökunni), spilasalur.

Hér er eitthvað fyrir alla

Fyrir þá sem vilja hafa smá hraða og fjör í fríinu sínu þá er Sueno Deluxe hárréttur staður. Skemmtanastjórar hótelsins skipuleggja allskonar afþreyingu fyrir þá sem vilja vera virkir í sumarfríinu sínu, til dæmis sundlaugarleiki, íþróttakeppnir og danstíma. Á kvöldin eru meðal annars skipulagðar sýningar og tónlistaratriði, útidiskótek, karaoke kvöld og strandpartý.

Þú getur líka séð um þína eigin afþreyingu á eigin spýtur. Af hverju ekki að skora á ferðafélagana í til dæmis strandblak, fótbolta, tennis, körfubolta eða vatnapóló? Þeir sem vilja taka sér pásu frá sólinni geta meðal annars farið í minitívolí, keilu, billjard og spilasal og á hótelsvæðinu er frítt þráðlaust Internet. 

Líkamsræktarsalurinn á hótelinu er mjög stór og með gott úrval af tækjum og það er opið allan sólarhringinn. Þannig að hvenær sem viljinn til að brenna nokkrum auka kaloríum gerir vart við sig, ættirðu að geta hoppað af stað. Ef kaupviljinn hins vegar gerir vart við sig þá ættirðu hins vegar að skella þér á flotta innanhúss verslunargötuna. Hér eru r litlar og nútímalegar verslanir sem selja allt frá klæðnaði og sólgleraugum til leikfanga og minjagripa.

Hótelið liggur í hinni fallegu Belek sem þekkt er  um allan heim fyrir sína frábæru golfvelli.

Gegn gjaldi

Vatnaíþróttir, tennisútbúnaður, golf, spilasalur og minitívolí.

Stór herbergi með einkasundlaug

Á Sueno Deluxe býrð þú í rúmgóðum herbergjum með ljósum og nútímalegum innréttingum og með flestum þeim þægindum sem þú getur hugsað þér. Þegar þú kemur inn á herbergið bíður þín girnilegur ávaxtabakki. Öll herbergin eru með plastparket, miðstýrða loftkælingu, sjónvarp, hraðsuðuketil með kaffi og te, lítinn ísskáp sem fyllt er á daglega með gosi, bjór og vín, öryggishólf, svalir, frítt þráðlaust Internet og stóran opinn fataskáp.

Tvíbýli, 2-4 manna

Í þessu 45 m² tvíbýli eru tvö rúm ásamt svefnsófa þar sem tveir geta sofið. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð, mest geta dvalið hér þrír fullorðnir en mögulegt er að fá allt að tvö barnaverð. Hér er hægt að fá annaðhvort herbergi sem vísa mót landi eða með sjávarútsýni, gegn þóknun. Einnig er mögulegt að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn þóknun. Á baðherberginu er sturta.

Tvíbýli m/sundlaug, sjávarútsýni, 2-4 manna

Þetta herbergi er svipað tvíbýlinu hér fyrir ofan, nema að hér hefur þú eigin sundlaug á 23m² stórum svölum og öll herbergin eru með sjávarútsýni. Á svölunum eru tveir sólbekki og lítið borð og tveir stólar. Í þessu 45 m² herbergi eru rúm fyrir tvo ásamt svefnsófa þar sem tveir geta sofið. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð, mest geta dvalið hér þrír fullorðnir en mögulegt er að fá allt að tvö barnaverð. Einnig er mögulegt að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn þóknun. Á baðherberginu er sturta og í herberginu er einnig straujárn og straubretti.

Fjölskyldusvíta, 3-5 manna

Í þessari 70 m² fjölskyldusvítu eru tvö herbergi, annað er svefnherbergi en hitt herbergið nýtist bæði sem stofa og svefnherbergi. Í svefnherberginu eru tvíbreitt rúm og svefnsófi fyrir eina persónu og í stofunni er stór svefnsófi með tvö aðskilin svefnpláss. Hér þurfa minnst þrír að greiða fullt verð, mesta geta dvalið hér fjórir fullorðnir og eitt barn en mögulegt er að fá allt að tvö barnaverð. Hér eru tvö baðherbergi, annað með sturtu og hitt með baðkari og í báðum herbergjum er minibar, kaffi, te og sjónvarp. Hér er hægt að fá annaðhvort herbergi sem vísa mót landi eða með sjávarútsýni gegn þóknun.

Fjölskyldusvíta m/sundlaug, sjávarútsýni, 3-5 manna

Þetta herbergi er svipað fjölskyldusvítunni hér fyrir ofan, en hér hefur þú eigin sundlaug á 30-38 m² svölunum og eru öll herbergin með sjávarútsýni.  Á svölunum eru tveir sólbekki og lítið borð og tveir stólar. Í þessari 70 m² fjölskyldusvítu eru tvíbreitt rúm, annað er svefnherbergi en hitt herbergið nýtist bæði sem stofa og svefnherbergi. Í svefnherberginu eru tvö rúm og svefnsófi fyrir eina persónu og í stofunni er stór svefnsófi með tvö aðskilin svefnpláss. Hér þurfa minnst þrír að greiða fullt verð, mest geta dvalið hér fjórir fullorðnir og eitt barn en mögulegt er að fá tvö barnaverð. Hér eru tvö baðherbergi, annað með sturtu og hitt með baðkari og á herberginu er einnig straujárn og straubretti. Það er minibar, kaffi, te og sjónvarp í báðum herbergjum.

Gegn gjaldi

Meðferðir og nudd, „ævintýrasturta" og sérstök saltherbergi, rússneskt gufubað, sandherbergi, snjóherbergi, heyherbergi og leirherbergi.

Ánægja og slökun á hæsta stigi

Rétt eins og í öðrum hlutum hótelsins hefur engu verið til sparað þegar það kemur að heilsulindinni. Í þessari stóru heilsulind getur þú nýtt aðstöðuna þér að kostnaðarlausu, til dæmis líkamsræktarstöð, gufubað, hamam og upphituð innanhússlaug sem tengist útisundlaug.

Gegn greiðslu getur þú fengið ýmsar fegrunarmeðferðir og nudd eða „ævintýrasturtu" og meðal annars prófað sérstök saltherbergi, rússneskt gufubað, sandherbergi, snjóherbergi, heyherbergi og leirherbergi.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir og ferðir um grípandi náttúrunna.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Belek

Hótelið er staðsett í Belek á suðurströnd Tyrklands, í um það bil eins tíma fjarlægð frá Antalya. Belek er heimabær einhverra af bestu hótelum Tyrklands. Miðbærinn er lítill og krúttlegur með fjölbreyttum verslunum og kaffihúsum, en bærinn er þó sérstaklega þekktur fyrir 14 glæsilega golfvelli á heimsmælikvarða og er því vinsæll golf-áfangastaður allt árið um kring.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.

Útilaugar, vatnsrennibrautir, minitivolí og ströndin við hótelið opnar 1. apríl (ef veður leyfir).