Alanya, Tyrkland

Sultan Sipahi

Einkunn gesta
3.8 af 5
basedOn 349 answers
Einkunn gesta
3.8 af 5
basedOn 349 answers

5 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 12 ára
Barnalaug
Já 
Sundlaug:
Strönd
50 m 
Miðbær
500 m 

Klassískur sumarleyfisstaður á besta stað í Alanya

Hér hefur þú frábæran möguleika á að dvelja við Kleópötruströndina en hún er helsta kennileiti Alanya og stærsta aðdráttaraflið. Hér er sandurinn mjúkur og fínkorna en þetta er ein af allra bestu ströndunum við Miðjarðarhafið. Þú býrð einnig aðeins steinsnar í burtu frá miðbæ Alanya með endalausa möguleika á verslunum, menningu, mat, drykk, dans, tónlist og sumarleyfisstemningu. Hótelið er eitt af fáum sem bjóða upp á „Allt innifalið" á svona góðri staðsetningu.

Á hótelsvæðinu ríkir dásamleg sumarleyfisstemning en þar er notalegt sundlaugarsvæði sem er innrammað af hótelbyggingunum þremur. Hér eru tvö sundlaugarsvæði, ein vatnsrennibraut ásamt ýmissi íþróttaafþreyingu.  Í kjallaranum er lítil heilsulind með tyrkneska baðið hamam, innanhússundlaug og líkamsrækt. Hingað er fullkomið að kíkja ef þér finnst þörf á smá pásu frá sólinni.

Hér getur öll fjölskyldan dvalist saman í fjölskyldusvítunum sem rúma allt að fimm manns.

Margir Norðurlandabúar hafa dvalið á Sultan Sipahi undanfarin ár svo þeir þekkja óskir okkar og þarfir í sumarleyfinu.

Hótelið liggur mjög miðsvæðis í Alanya og því má búast við einhverju ónæði að utan.

Ótrúleg staðsetning við hina vinsælu Kleópötruströnd

Þegar þú dvelur á Sultan þarftu einungis að fara yfir eina götu til að komast á eina fínustu og vinsælustu strönd Miðjarðarhafsins; Kleópötruströndinni. Það eina sem aðskilur hótelið og ströndina er ein gata og smá grænt svæði svo Sultan er draumahótel þeirra sem elska ströndina. Gylltur sandurinn er mjúkur og fínkorna en nokkrir steinar eru í flæðarmálinu. Sjórinn dýpkar frekar hratt.

Á ströndinni er hægt að leigja sólstóla og sólhlífar. Þú getur keypt miða í móttöku hótelsins þar sem þú færð sólstól og sólhlíf á betra verði heldur en að leigja beint á ströndinni. Á ströndinni er strandbar sem býður upp á drykki og snarl gegn gjaldi.

Á hótelinu er yndislegt sundlaugarsvæði þar sem allt iðar af lífi og fjöri. Andrúmsloftið er einstaklega notalegt jafnvel þótt að hótelið liggi miðsvæðis þar sem það er umvafið hótelbyggingunum þremur. Nærri sundlauginni eru borð og stólar sem gestir nýta sér þegar þeir fá sér kaffisopa eða snarl að borða. Það má því segja að allt svæðið tengist vel saman.  Þú hefur einnig tækifæri til að sitja á opinni verönd hótelsins og fá þér drykk á meðan að þú getur fylgst með mannlífinu við ströndina. Við aðalsundlaugina er einnig barnasundlaug.

Hinumegin við hótelbyggingarnar er önnur barnalaug ásamt uppáhaldi barnanna, vatnsrennibrautinni þar sem börnin leika og ærslast allan daginn.

Á hótelinu er hægt að leigja strandhandklæði til notkunar við sundlaug og strönd fyrir sanngjarna upphæð.

Gegn greiðslu

Matur og drykkur á strandbarnum, sólstólar og sólhlífar á ströndinni.

Allt innifalið

Aðalmáltíðir dagsins eru bornar fram sem vel útilátin hlaðborð í aðalveitingastaðnum. Þegar þú hefur valið þér þitt uppáhald úr hlaðborðinu getur þú valið um að taka þér smá pásu frá sólinni og snæða innanhúss eða velja borð við sundlaugarsvæðið þar sem borðin eru einnig ætluð fyrir aðalveitingastaðinn. Ef þú vilt sofa frameftir eða vera lengi á fótum þá er boðið upp á bæði miðnætursúpu og seinan morgunverð. Seinnipart dags þegar sykurþörfin fer að gera vart við sig er boðið upp á kaffi og köku.

Við sundlaugarbarinn er boðið uppá margs konar létt snarl yfir daginn en næstum allir innlendir drykkir eru innifaldir í „allt innifalið“ svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af óvæntum útgjöldum í sumarleyfinu.

Sultan Sipahi liggur aðeins 50 metra frá hinni vinsælu Kleópötruströnd og ef þú vilt eyða sumarleyfinu þínu hér þarftu ekki að hafa áhyggjur af mat eða drykk. Hér er strandbar þar sem þú getur pantað drykk og mat gegn greiðslu.

Sultan liggur á besta stað í miðbæ Alanya, svo ef þú vilt breyta örlítið til frá hótelsvæðinu þá ertu í göngufjarlægð frá óteljandi veitingastöðum, börum, skemmtistöðum, krám og kaffihúsum í ekta ferðamannaparadís.

Gegn greiðslu

Drykkir eftir kl. 23:00, kokteilar, Raki, nýkreistur safi, vissar kaffitegundir, vissir drykkir, matur og drykkur á strandbarnum.

Barnaafþreying og vatnsrennibraut

Hér eru tvær barnalaugar, önnur við aðallaugina en hin er hinumegin við hótelbyggingarnar. Við þá seinni er einnig uppáhald barnanna, vatnsrennibrautin!  Hér renna börnin sér hverja ferðina á fætur annarri við mikinn fögnuð allt sumarfríið.

Taktu þér pásu frá sólstólnum!

Ef þú skyldir þreytast á að liggja og slappa af í sólinni þá er hægt að finna sér annað að gera á Sultan. Þú getur t.d. spilað borðtennis, billjard eða strandblak með ferðafélögunum, eða nýtt þér þráðlausa Internetið í móttökunni  á snjallsímanum, spjaldtölvunni eða fartölvunni.

Í kjallaranum er lítil heilsulind með bæði innilaug, barnalaug, gufubaði og tyrkneska baðinu hamam. Það tvennt síðastnefnda er ókeypis á milli kl. 12-14 og það er alls ekki slæm hugmynd að skreppa í svalandi heilsulindina á meðan að sólin er sem hæst á lofti. Í heilsulindinni getur þú einnig prófað ólíkar meðferðir eins og t.d. nudd og andlitsmeðferðir, eða af hverju ekki að prófa hina klassísku hamam meðferð? Þá eru dauðar húðfrumur skrúbbaðar burt áður en þú færð froðunudd en það gerir húðina mjúka og fína og tilbúna fyrir hina fullkomnu sólbrúnku. Við heilsulindina er einnig líkamsræktarstöðin sem nota má frítt að vild.

En það sem þó hlýtur að vera það allra besta við Sultan er frábæra staðsetningin í Alanya, uppáhaldi Norðurlandabúa. Það eru eingöngu 50 metrar til sívinsælu Kleópötrustrandarinnar og miðbærinn er einungis steinsnar í burtu. Hér er mikið úrval af verslunum og mörkuðum sem geta sefað verslunarþörfina hjá allra flestum. Þegar þú hefur fyllt pokana af fötum, sjölum, skóm, kertastjökum, leirmunum og minjagripum getur þú slakað á með góðan drykk.  Eða jafnvel fengið þér ljúffenga máltíð á einhverjum af þeim mörgu veitingastöðum sem staðsettir eru í höfninni.  Ef þú ert ennþá full/ur af orku geturðu dansað langt fram á nótt við nýjustu smellina og blikkandi ljós á einum af þeim fjölmörgu skemmtistöðum sem staðurinn hefur upp á að bjóða.

Gegn greiðslu

Billjard, gufubað og hamam á öðrum tíma en á milli kl. 12-14, meðferðir í heilsulind.

Fullkominn grunnur fyrir sumarfrí í miðbæ Alanya

Herbergi Sultan Sipahis liggja í þremur ólíkum byggingum, sem saman ramma inn notalega sundlaugarsvæðið. Öll herbergi eru með svalir, loftkælingu, plastparket, sjónvarp, lítinn ísskáp, þráðlaust Internet og öryggishólf. Það tvennt síðastnefnda er gegn auka þóknun. Á baðherberginu er baðkar og hárþurrka, nema nokkur tvíbýli eru með sturtuklefa.

Tvíbýli, 2-3 manna

Tvíbýlið er um 21 m² og hefur annað hvort tvíbreitt rúm eða tvö einbreið rúm. Einnig er mögulegt að bæta við aukarúmi. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð, mest geta hér dvalið þrír fullorðnir en mögulegt er að fá eitt barnaverð. Hægt er að bóka þetta sem einstaklingsherbergi gegn gjaldi.

Deluxherbergi, 2-4 manna

Deluxherbergið er á bilinu 30-41 m² og hefur annað hvort tvíbreitt rúm eða tvö einbreið rúm ásamt einu til tveimur aukarúmmum. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð, mest geta hér dvalið þrír fullorðnir en mögulegt er að fá tvö barnaverð. Athugið að frekar þröngt getur orðið í herberginu þegar fjórir dveljast hér.

Fjölskyldusvíta, 3-5 manna

Í þessari u.þ.b. 51 m² svítu eru tvö herbergi. Í öðru herberginu er tvíbreitt rúm eða tvö einbreið rúm en í hinu eru tvö einbreið rúm. Mögulegt er að bæta við auka rúmi í annað herbergið en þá verður þó frekar þröngt í herberginu. Hér þurfa minnst þrír að greiða fullt verð, mest geta dvalið hér fjórir fullorðnir en allt að tvö börn geta fengið barnaverð.

Gegn greiðslu

Þráðlaust Internet á herbergið, öryggishólf.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Alanya

Hótelið er staðsett í Alanya á suðurströnd Tyrklands, sem er þekkt fyrir að vera ein af bestu og vinsælustu ferðaborgum Tyrklands. Borginni fylgir heillandi saga og margir áhugaverðir staðir, virkt viðskiptalíf með ótrúlegu úrvali af spennandi verslunum, sem selja innlendar jafnt sem erlendar vörur, ásamt líflegu næturlífi með góðum veitingastöðum, diskótekum, börum og kaffihúsum.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.