Side, Turkiet

Summer Rose

toFewGuestCreds
toShowanyResult
toFewGuestCreds
toShowanyResult

3 manns í sama herbergi
Barnalaug
Sundlaug:
Strönd
1 km 
Miðbær
3,5 km 

Lítið og notalegt hótel í hinni vinsælu Side

Summer Rose er lítið og notalegt hótel með einungis 43 herbergi. Hótelið er rekið sem fjölskyldufyrirtæki og er mjög vel hugsað um það.

Hótelið er í um það bil 3,5 km frá miðbæ Side, en þar er gott úrval af góðum veitingastöðum, huggulegum kaffihúsum, notalegum kaffihúsum, vinsælum skemmtistöðum og spennandi áhugaverðum stöðum.

Rólegt sundlaugarsvæði og frí skutla á ströndina

Á hótelinu er lítið og rólegt sundlaugarsvæði með sundlaug fyrir fullorðna og sér barnalaug það sem búið er að raða sólstólum og sólhlífum í kring. Hér er lítill sundlaugarbar sem kemur sér vel þegar fer að þorna í kverkunum eða hungrið sverfur að.

Hótelið skipuleggur fríar ferðir á ströndin nokkrum sinnum á dag með skutlu hótelsins. Ströndin er einungis í 1 kílómetra fjarlægð svo það er einnig hægt að fá sér göngutúr á ströndina. Hér eru sólstólar og sólhlífar til staðar fyrir alla sóldýrkendur. Sólstólar og sólhlífar má nota að vild frítt. Það eru bæði veitingastaðir og barir á ströndinni og þar er hægt að snæða og drekka gegn greiðslu. Athugið að hótelið býður ekki upp á handklæðaþjónustu fyrir sundlaug og strönd.

Gegn greiðslu

Matur og drykkur við sundlaug og strönd.

Skemmtilegt morgunverðarhlaðborð er innifalið þegar þú dvelur á Summer Rose, þar sem hægt er að fá bæði te og kaffi. Við sundlaugina er lítill sundlaugarbar sem er einkar hentugt þegar þú liggur í afslöppun við laugina.

Miðbær Side er í um það bil 3,5 km fjarlægð frá hótelinu en gott úrval er af góðum veitingastöðum, þægilegum kaffihúsum og skemmtilegum börum. Hér er því gott tækifæri á að prófa bæði velþekkta alþjóðlega rétti sem og innlendar kræsingar.

Gegn greiðslu

Matur og drykkur annar en morgunverður.

Nálægt Side

Á Summer Rose er lítill leikvöllur en að öðru leyti er engin afþreying. Hins vegar ertu einungis um 3,5 km frá miðbæ Side og þar er gott úrval af góðum veitingastöðum, þægilegum kaffihúsum, skemmtilegum börum, áhugaverðum stöðum og ódýrir verslunarmöguleikar.

Ef þú vilt halda sambandi við þá sem heima sitja eða fylgjast með fréttum á netinu er hægt að fá þráðlaust internet á herbergin gegn greiðslu. Það eina sem þú þarft að gera er að taka með þér fartölvu, smartsíma eða spjaldtölvu.

Snyrtileg herbergi

Á Summer Rose eru herbergin ljós með fínum húsgögnum. Öll herbergi eru með flísalagt gólf, loftkælingu, öryggishólf, sjónvarp og svalir. Á baðherberginu er sturtuklefi og hárþurrka.

Ef þú vilt halda sambandi við þá sem heima sitja eða fylgjast með fréttum á netinu er hægt að fá þráðlaust internet á herbergin gegn greiðslu. Það eina sem þú þarft að gera er að taka með þér fartölvu, smartsíma eða spjaldtölvu.

Tvíbýli, 2-3 manna

Hér geta allt að þrír dvalið, þar sem þriðji aðilin sefur í aukarúmi. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð.

Gegn greiðslu

Loftkæling, öryggishólf, þráðlaust internet.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða. Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Side

Hótelið er staðsett í Side á suðurstönd Tyrklands. Side er heillandi blanda af gömlu og nýju þar sem nútímalegur ferðamannastaður er staðsettur við hlið krúttlegum og hlykkjóttum smágötum. En þær eru í sjálfu sér ótrúlega vel varðveittar minjar rómverskra tíma. Dekraðu við þig með kvöldverði á einum af dásamlegu veitingastöðunum, verslaðu í spennandi verslunum eða farðu í gönguferð á ströndinni og njóttu töfrandi stemningar í stjörnuskini við upplýstar rústir borgarinnar.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.