Belek, Tyrkland

Susesi Luxury Resort

Einkunn gesta
4.3 af 55
basedOn 50 answers
Einkunn gesta
4.3 af 55
basedOn 50 answers

6 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 11 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
Strönd
0 m 
Miðbær
3 km 

Hótel með allt innifalið, vatnsleikjagarð og fjölskyldusvítur

Susesi Luxury Resort í Belek gefur þér tækifæri á að dvelja í einstöku umhverfi með aðgangi að fyrsta flokks aðstöðu og dýrindis máltíðum. Hótelið samanstendur af stórri aðalbyggingu og hinum svo kölluðu „Terrace Houses“. Þessi hús eru nánast eins og byggð ofan í stórri sundlaug, þar sem sundlaugin teygir sig í hvern krók og kima og nær alveg upp að veröndum húsanna. Þegar þú dvelur hér geturðu haft heppnina með þér og fengið beinan aðgang að sundlauginni sem er að sjálfsögðu einungis ætluð þeim gestum sem búa á „Terrace House“ svæðinu.

Stórt hótelsvæðið samanstendur af fallegum garði þar sem þú getur sleikt sólina á grasblettinum eða í skugganum undir trjánum, farið í göngutúr meðfram hafinu eða bara kannað huggulegu veitingastaðina og þá króka og kima sem finna má á svæðinu.

Hér eru líka villtar vatnsrennibrautir, litlar verslanir, stór spilasalur, frábær barnaklúbbur og á kvöldin er boðið upp á sýningar og live tónlist. Það er nóg um afþreyingu og fleiri staðir þar sem þú getur legið í sólinni, eins og til dæmis á bryggjunni, á notalegri sandströndinni, við sundlaugina eða á grænum grasbalanum.

Hér er eitt af okkar besta „allt innifalið" þema með glæsilegum hlaðborðum og hvorki meira né minna en sex a la carte veitingastöðum. Heilsulindin er einnig í sérflokki með fleiri ólíkum meðferðum og hamam.

Stórt sundlaugarsvæði og notaleg strönd

Ef þér finnst mikilvægt að hafa aðgang að flottri sundlaug í fríinu þá ertu á rétta staðnum. Á Susesi Luxury Resort er óvenjulega stórt sundlaugarsvæði með mörgum möguleikum. Ef þú þreytist á einni lauginni geturðu bara hoppað í þá næstu og þú getur einnig skellt þér í vatnsleikjagarðinn þar sem eru margar vatnsrennibrautir í allskonar stærðum og gerðum.

Í kringum þessar sundlaugar er hinn fegursti garður sem nær allt í kringum hótelið og alla leið niður á strönd. Einnig er hægt að njóta sólarinnar á grasflötinni í skugga trjánna. Öll stærri svæði á hótelinu eru tengd saman með malbikuðum stíg.

Þú hefur 300 m langa einkasandströnd með sólstólum og tveimur bryggjum þar sem þú getur flatmagað í sólinni. Sandurinn er fínlegur en vatnið dýpkar hratt.
Á kvöldin er stundum skemmtidagskrá á annarri bryggjunni en stemningin þar verður mjög sérstök með sjóinn undir brúnni og vindinn sem bærir við hárinu.

Ef þú vilt dekra við þig svolítið aukalega þá getur þú leigt lúxus sólbaðshreiður á ströndinni með persónulegri þjónustu og þjóni. Sólbaðshreiðrin eru eins konar tvíbreið rúm með hvítum gardínum í kring til að skapa smá næði. Þar eru stórir þægilegir púðar og lítið borð.

Gegn gjaldi

Vissar vatnaafþreyingar, leiga á sólbaðshreiðrum.

Allt innifalið í algjörum sérflokki

Susesi Luxury Resort er þekkt fyrir einstaklega ljúffengan mat þannig að ef þú ert sælkeri þá munt þú elska hlaðborðin og annan mat sem hér er í boði.

Úrvalið á hlaðborðunum er slíkt að erfitt er að velja, sérstaklega þegar kokkurinn stendur og sker fyrir þig ljúffengt kjöt og grillar mismunandi smárétti. 'urvalið er stórt og maturinn kitlar bragðlaukana. Nokkur kvöld í viku eru skipulögð ólík þemu í veitingastaðnum með mat og skreytingum frá t.d. ólíkum löndum. Mundu bara að geyma pláss fyrir alla gómsætu eftirréttina! Í barnaklúbbnum er sérstakt barnahlaðborð þar sem börnin geta notið þess að borða sína uppáhaldsrétti.

Boðið er upp á morgunsnarl fyrir þá sem vilja sofa aðeins lengur og nátthrafnar geta nálgast léttar veitingar og snarl alla nóttina. Boðið er upp á ís vissa tíma dagsins.

Allar innlendar og vissar innfluttar drykkjarvörur eru innifaldar í „allt innifalið“ þema hótelsins.

Á hótelinu eru sex a la carte veitingastaðir sem hver og einn bjóða uppá framúrskarandi sælkera upplifun fyrir alla matgæðinga. Þú getur valið á milli California Steak House, sjávarrétta eða veitingastaða með ítölskum, tyrkneskum, asískum eða mexíkóskum mat. Allir veitingastaðirnir eru skemmtilega innréttaðir eftir því matarþema sem þeir bjóða uppá. Það eina sem þú þarft að gera er að taka ákvörðun um hvað á að panta og halla þér svo aftur í stólnum og njóta góðrar þjónustunnar á meðan þú bíður eftir bragðgóðum matnum.

Tyrkneska og mexíkóska staðinn geturðu farið á að vild án extra kostnaðar, á meðan þú getur farið á hina staðina svo lengi sem pláss leyfir, en þó gegn pöntunargjaldi. Ekki gleyma að bóka borð með góðum fyrirvara.

Ert þú hrifinn af því að enda kvöldið á einum drykk við barinn? Þá er bara að velja einn af þeim 11 börum sem hótelið hefur uppá að bjóða. Viltu sitja innandyra eða utandyra undir stjörnubjörtum himni? Þitt er valið!

Þar fyrir utan þá er ís, eftirréttir og aðrar sætar kræsingar í boði fyrir alla á flottum kaffihúsum Susesi Luxury Resort.

Gegn gjaldi

Pöntunargjald fyrir borðpantanir á a la carte veitingastöðunum. Ákveðnir innfluttir drykkir.

Barnaklúbbur og vatnsleikjagarður – uppáhald barnanna

Barnaklúbburinn er í sama stíl og annað á hótelinu – hér er allt! Barnalaugar, smábarnalaug, leikvöllur, vatnsrennibrautir, lítið svið og lítill veitingastaður. Flest kvöld vikunnar er svo minidiskótek þar sem börnunum gefst færi á að sýna danskunnáttu sína. Þar fyrir utan er einnig spilasalur og leikföng í miklu magni. Hér er alltaf nóg að gera en alþjóðlegu leiðbeinendurnir og börnin eyða hér saman tíma sem gleymist seint.

Ef þreytan fer að segja til sín hjá börnunum þá er hvíldarherbergi í barnaklúbbnum en annars er líka hægt að fá sér smá kríu í litla bíóinu á meðan hinir krakkarnir horfa á teiknimynd.
Það er einnig lítið hlaðborð þar sem börnin geta sótt sér léttar veitingar til að fylla á orkuna. Þú getur verið óhrædd(ur) við að skilja börnin eftir í barnaklúbbnum því allt svæðið er vandlega afgirt.

Stóru börnin sem eru á aldrinum 13 – 16 ára hafa svo sinn eigin unglingaklúbb þar sem þau geta eignast nýja vini.

Ekki svo langt frá barnaklúbbnum er Susesi Luxury Resort vatnsleikjagarðurinn með sex vatnsrennibrautum sem eru einkar vinsælar hjá jafnt stórum sem smáum.

Endalausir möguleikar – ert þú tilbúinn?

Þetta er hótelið sem aldrei sefur og það er undir þér komið hvenær þú ert með og hvenær ekki því úrvalið af afþreyingu virðist endalaust! Það eru næstum engin takmörk fyrir því hvaða íþrótt þú getur stundað á hótelinu og á kvöldin geturðu upplifað litríkar sýningar á leikvanginum. Það er einnig frítt þráðlaust Internet á öllu hótelinu.

Susesi Luxury Resort er með tvo góða tennisvelli og býður þar að auki upp á meðal annars: borðtennis, billjarð, skvass, minifótbolta, pílukast, körfubolta og strandblak að ógleymdum spilasalnum með ólíkumm tækjum og spilum og meira að segja eigin keilubrautum. Alls konar afþreying er í boði eins og eróbikk, morgunleikfimi, danstímar og sundlaugarleikir. Þar fyrir utan geturðu einnig stundað pilates eða notað tímann í líkamsræktarstöð hótelsins þar sem er gott úrval af tækjum og lóðum.

Sex daga vikunnar eru settar upp stórar flottar sýningar með flottum búningum á sviðinu sem staðsett er rétt hjá ströndinni. Ef þú ert meira fyrir diskókúlu í loftinu þá geturðu einnig farið á diskótek Susesi Luxury Resorts.

Gegn gjaldi

Vissar vatnaafþreyingar, lýsing á tennisvelli, keila, billjarð og spilasalur.

Rúmgóð herbergi með aðgengi að sundlaug

Á Susesi Luxury Resort færðu rúmgóð og þægileg herbergi sem rúma allt að sex manneskjur. Þú getur valið á milli þess að búa í aðalbyggingunni eða í „Terrace House”, þar sem mörg herbergin hafa beinan aðgang að sundlaug. Við getum þó ekki tryggt að öll herbergi séu með beinan aðgang að sundlauginni. Terrace hlutinn er svo sannarlega einstakur! Á milli húsann hringar sundlaugin sig og víða eru litlar brýr, pálmatré og gróðursældin er mikil. Hér og þar í sundlauginni eru svo horn sem líkjast nuddpottum.

Öll herbergi hafa loftkælingu, svalir eða verönd, hraðsuðuketil með te og kaffi, baðslopp, inniskó, síma, minibar sem er áfylltur daglega með gosi og vatni, öryggishólf og sjónvarp. Misjafnt er hvort gólfteppi, plastparket eða parket er á herbergjunum. Á baðherbergjunum er baðker og hárblásari.

Aðalbyggingin

Tvíbýli, 2-4 manna

Tvíbýli, 2-4 manna

Í tvíbýlunum í aðalbyggingunni er stórt, flott baðherbergi, tvíbreitt rúm eða tvö einbreið rúm, hægindastóll eða legubekkur og borð og snyrtiborð. Gegn auka gjaldi geturðu tryggt þér tvíbýli með sjávarútsýni. Tvíbýlin með sjávarútsýni rúma allt að þrjá fullorðna, en þau með útsýni inn að landi eru aðeins stærri og rúma því þrjá fullorðna og eitt barn.

Hægt er að fá eitt barnaverð og annað barn getur fengið barnaafslátt af fullorðinsverði. Í báðum herbergjum þurfa þó að lágmarki tveir að greiða fullt verð. Hægt er að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn auka gjaldi. Athugið að herbergin með landútsýni geta einnig verið á „Terrace House“ svæðinu en ekki er hægt að velja hvort dvalið er í aðalbyggingunni eða á „Terrace House“ svæðinu.

Seniorsvíta, 4 manna

Seniorsvíta, 4 manna

Þessi 76 m² svíta rúmar fjóra fullorðna og allir þurfa að greiða fullt verð. Svítan er tveggja herbergja og er annað herbergið með tvíbreiðu rúmi eða tveimur einbreiðum rúmum, á meðan hitt herbergið er notað sem stofa með svefnsófa sem rúmar tvo.

Í báðum herbergjum er baðherbergi, sími, minibar, hraðsuðuketil með kaffi og te, svalir og sjónvarp. Þessi herbergi eru rúmgóð, eða 76m². Allar Seniorsvíturnar eru með sjávarútsýni.

Royal Svíta með sundlaug, 4 manna

Royal Svíta með sundlaug, 4 manna

Glæsileg svíta með frábæru útsýni yfir hafið. Á einka svölunum er einkasundlaug þar sem hægt er að slappa af og njóta útsýnisins á sólbekkjum sem eru við sundlaugarbakkann. Hér eru þrjú stór herbergi, ein stofa með glæsilegum húsgögnum og tvö stór svefnherbergi. Það eru tvö baðherbergi, annað með sturtu og hitt með stóru baðkari.

Svítan er 206 m² og rúmar fjóra fullorðna, sem allir þurfa að greiða fullt verð. Þegar þú bókar Royal svítu, færðu þar að auki VIP flutning til og frá flugvelli, sérstaka kaffivél á herbergið, möguleika á að fá lánaða kerru, þvottaþjónustu, herbergisþjónustu allan sólarhringinn, einka sólbaðshreiður og morgunblað. Þetta er sannkallað fyrsta flokks konunglegt dekur.

Tvíbýli fyrir hreyfihamlaða, 2-4 manna

Þetta herbergi er að flestu leyti eins og venjulegt tvíbýli, nema það er sérhannað fyrir hjólastjóla. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð. Mest þrír fullorðnir geta dvalið hér, en mögulegt er að fá eitt barnaverð.

Terrace House

Tvíbýli, 2-4 manna

Tvíbýli, 2-4 manna

Tvíbýlin á Terrace House svæðinu rúma allt að þrjá fullorðna og eitt barn. Þar er rúmgott baðherbergi og tvíbreitt rúm eða tvö einbreið rúm. Það er möguleiki á að fá eitt barnaverð og annað barn getur fengið barnaafslátt af fullorðinsverði. Að minnsta kosti tveir þurfa að greiða fullt verð. Þó er hægt að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn smá auka gjaldi.

Frá svölunum ganga tröppur niður að sundlauginni sem hringar sig inn á milli Terrace húsanna. Athugið að ef þú bókar tvíbýli með landútsýni geta herbergin einnig verið í aðalbyggingunni en ekki er hægt að velja hvort dvalið er í aðalbyggingu eða á „Terrace House“ svæðinu.

Fjölskylduherbergi með útsýni yfir sundlaugarsvæðið, 3-4 manna

Fjölskylduherbergi með útsýni yfir sundlaugarsvæðið, 3-4 manna

Þú færð stórt 63 m² herbergi sem rúmar allt að fjóra manns en minnst þrír þurfa að greiða fullt verð. Herberginu er skipt þannig að öðrumegin er svefnhlutinn með annahvort tvíbreiðu rúmi eða tveimur einbreiðum rúmum en hinumegin er stofa sem einnig getur nýst sem svefnhluti með tveimur svefnsófum og sófaborði.

Svalirnar eru stórar með flottu útsýni yfir sundlaugarsvæðið og þar eru tveir stólar og borð. Héðan þarftu bara að ganga beint niður tröppurnar til að komast að veröndinni í kringum sundlaugina.

Triplex fjölskyldusvíta, 5-6 manna

Triplex fjölskyldusvíta, 5-6 manna

Þessi svíta er fullkomin fyrir stærri fjölskyldur með pláss fyrir allt að sex manns. Hér þurfa fimm að greiða fullt verð en mögulegt er að fá eitt barnaverð. Þessi 115 m² svíta er með þrjú stór herbergi skipt niður á þrjár hæðir. Jarðhæðin er innréttuð sem stofa með sófum og borðstofuborði og notalegum svölum, þaðan sem hægt er að ganga niður tröppur til að komast í sundlaugina.

Á næstu hæð eru tvö svefnherbergi, hvort með sitt baðherbergi. Annað herbergið er örlítið stærra en hitt með notalegu kósýhorni með hægindastól og stórum glugga með útsýni yfir sundlaugina.

Efsta hæðin er alveg uppi í rjáfri og því er hluti herbergisins undir súð með glugga. Hér er einnig svefnherbergi og tilheyrandi klósetti (hér er engin sturta). Athugið að ganga verður í gegnum svefnherbergið á miðju hæðinni til að komast upp á efstu hæðina.

Þessi herbergistegund er alltaf efst í Terrace húsunum og það eru tröppur frá svölunum og niður að sundlaug.

Love Lake Svíta, 2-4 manna

Love Lake Svíta, 2-4 manna

Í þessum einstöku 80 m² svítum eru tvö herbergi með fimm litlum þrepum á milli; svefnherbergi og stofa/svefnherbergi. Hér eru tvö sjónvörp og Bvlgari vörur á baðherberginu. Hér er pláss fyrir þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn.

Hér eru tvö baðherbergi, annað þeirra með sturtu og hitt með hornbaðkeri. Svítan er fullkomin fyrir ástfangnar turtildúfur eða fyrir fjölskyldu sem sækir í smá extra lúxus. Hér þurfa minnst tveir að greiða fullt verð. Annað hvort fær maður herbergi á jarðhæð með beinum aðgangi í sundlaugina, eða á annari hæð þar sem það eru tröppur niður að sundlauginni.

Afslöppun á heimsmælikvarða!

Ef þú vilt fá fullkomið dekur í fríinu þá skaltu gera þér ferð í glæsilega heilsulind hótelsins. Heilsulindin lokkar til sín gesti með faglegum meðferðum, nuddi og andlitsmeðferðum. Ein heimsókn hingað og þér á eftir að líða eins og endurfæddri/um. Þetta er ein af okkar bestu heilsulindum, hún er stór og býður upp á úrval ólíkra meðferða.

Gegn gjaldi

Nudd og aðrar meðferðir.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Við hjá Nazar erum sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Belek

Hótelið er staðsett í Belek á suðurströnd Tyrklands, í um það vil eins tíma fjarlægð frá Antalya. Belek er heimabær einhverra af bestu hótelum Tyrklands. Hér er lítill og krúttlegur miðbær með fjölbreyttum verslunum og kaffihúsum, en bærinn er þó sérstaklega þekktur fyrir 14 glæsilega golfvelli á heimsmælikvarða og er því vinsæll golf-áfangastaður allt árið um kring.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.

Útilaugar, vatnsrennibrautir, alþjóðlegur barnaklúbbur og ströndin við hótelið opnar 01. apríl (ef veður leyfir).