Antalya, Tyrkland

Trendy Lara

Einkunn gesta
4.3 af 55
basedOn 39 answers
Einkunn gesta
4.3 af 55
basedOn 39 answers

5 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 12 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Sundlaug:
Strönd
450 m 
Miðbær
25 km 

Lúxus fjölskylduhóteli

Trendy keðjan býr að 20 ára reynslu af mörgum árangursríkum hótelinu og Trendy Lara er nýjasta viðbótin í fjölskylduna. Við hjá Nazar viljum hiklaust bjóða upp á þetta hótel og við erum viss um að fastagestir okkar munu hér eignast nýtt uppáhalds hótel. Tryggðu þér pláss á þessu lúxus fjölskylduhóteli sem er einungis í hálftíma akstursfjarlægð frá flugvellinum. 

Hótelið er einstaklega flott staðsett, upp við á sem rennur niður að ströndinni þar sem sandurinn er mjúkur og gullinn og sólbekkirnir standa uppbúnir. Dvölin er með allt innifalið og einn af börunum verður opinn allann sólarhringinn. 

Þú getur valið á milli þess að búa í aðalbyggingunni eða í einni af glæsilegu villunum, allar með nýtískulegri og flottri innréttingu og skemmtilegum litum.

Margar sundlaugar, strönd og vatnsrennibrautir

Á hótelsvæðinu er að finna margar sundlaugar. Við aðallaugin er séð fyrir tónlist og allskyns afþreyingu, einnig er í boði bæði innanhúslaug og sundlaug sem er beint fyrir utan villurnar. Við sundlaugarnar er að finna sólbekki og sólhlífar sem er í boði án aukagjalds. 

Við barnalaugina eru fjórar vatnsrennibrautir fyrir börn að 15 ára aldri og fyrir fullorðna sem og eldri börn eru aðrar fjórar rennibrautir, hver önnur villtari. Af öryggisástæðum eru bæði aldurs- og hæðartakmarkanir á sumum rennibrautunum. 

Ströndin liggur 450 metra frá hótelinu og hér er einnig að finna bæði sólbekki og sólhlífar án aukagjalds. Fyrir þá sem vilja aðeins meira aktívt frí er í boði margskonar vatnaafþreyingar við ströndina gegn greiðslu. Á strandbarnum er í boði margskonar veitingar sem eru með í Allt innifalið pakkanum. Til að komast á ströndina þarft þú að fara í tveggja mínútna bátsferð sem hótelið sér fyrir. Báturinn fer fram og tilbaka nokkrum sinnum á dag.

Baðhandklæði eru í boði án aukagjalds.

Gegn greiðslu

Vatnaíþróttir.

Margt að velja á milli

Hér þarft þú aldrei að vera svangur eða þyrstur! Aðalveitingarstaðurinn ber fram dýrindis hlaðborð í morgunmat, hádegismat og kvöldmat og í bistronum er boðið upp á hlaðborð alla nóttina. 

Víða um hótelsvæðið er að finna snarlbari sem bjóða upp á snarl á mismunandi tímum. Þú getur t.d valið á milli samloku og grillaðrar samloku, hamborgara, pizzu og tyrkneskra sérrétta, eins og gözlema, pide og kebab. Einnig ís, ávaxta og vaffla. Bakaríið býður upp á góðar kökur og önnur sætindi yfir daginn.

Bæði við sundlaugarnar og á ströndinni er að finna bari sem bjóða upp á drykki, svo það er alltaf stutt í næringu! Barinn í móttökunni er að auki opinn allann sólarhringinn. 

Ef þig vantar tilbreytingu frá aðalveitingarstaðnum getur þú valið einn af fimm á la carte veitingarstöðum hótelsins sem eru með mismunandi þemu: alþjóðlegt, ítalskt, grískt, asískt og einn steikarstaður. Maður getur heimsótt hvern stað einu sinni á meðan dvöl stendur.

Gegn greiðslu

Nýkreistur safi og drykkir á flösku.

Mikið af afþreyingu í barnaklúbbnum!

Barnaklúbburinn er ætlaður börnum á aldrinum 4-12 ára og hérna er skipulögð allskyns afþreying. Hvernig væri til dæmis að fara í andlitsmálningu, mini körfubolta, leiki, keilu og föndur? 

Annað sem slær alltaf í gegn hjá yngri kynslóðinni er að sjálfsögðu vatnsrennibrautirnar! Við barnalaugina er að finna fjórar vatnsrennibrautir fyrir börn fyrir börn að 15 ára aldri og fyrir fullorðna sem og eldri börn eru aðrar fjórar rennibrautir, hver önnur villtari. Af öryggisástæðum eru bæði aldurs- og hæðartakmarkanir á sumum rennibrautunum.

Nóg af afþreyingu – þú ræður ferðinni!

Á Trendy Lara er hægt að eiga bæði mjög aktívt og mjög rólegt og afslappandi frí. 

Á daginn er til dæmis skipulögð morgunleikfimi, danskennsla, leikir, stepp og þrekfimi, borðtennis, strandblak, vatnaleikfimi í sundlauginni, vatnapolo og pílukast. Á kvöldin getur þú notið þess að horfa á danssýningar, tónlistaratriði og kvöldsýningu fyrir alla fjölskylduna. 

Ef þú vilt heldur prófa íþróttir upp á eigin spýtur getur þú valið á milli tennis, líkamsræktar, billjard og keilu. Wifi er ókeypis á almenningssvæðum og á herbergjum. 

Það eru nokkrar litlar verslanir á staðnum sem selja minjagripi, skartgripi og leður en ef þig langar að komast í betri verslunarmöguleika er um að gera að fara til Antalya sem er ekki langt í burtu. Þar er að finna bæði litlar búðir í gamla bænum, nútímalegar verslunarmiðstöðvar og markaði.

Gegn greiðslu

Upplýstur tennisvöllur, billjarð og keila. 

Flott herbergi

Stílhrein herbergin eru innréttuð í líflegum litum og flottum smáatriðum. Öll herbergin eru með svalir, teppi eða parket á gólfum, hraðsuðuketil með bæði kaffi og te, minibar sem er fylltur með vatni, gosi og bjór, loftkælingu, öryggishólfi og wifi. Á herbergjunum er sturtuklefi og hárþurrka.

Tvíbýli, 2-4 manna

Tvíbýlin eru 36m² og hér er að finna rúm fyrir 2-3 og svefnsófa (177 cm) sem hægt er að breiða út fyrir einn. Að lágmarki þurfa tveir að borga fullt verð, það er hægt að fá eitt barnaverð og það geta að hámarki búið þrír fullorðnir og eitt barn. Hægt er að pannta herbergið sem einstaklingsherbergi gegn auka greiðslu. Þú getur valið á milli landútsýni, sjávarútsýni eða Seaside (sem snýr að hafinu en ekki með útsýni yfir hafið), þau tvö seinustu gegn auka greiðslu.

Fjölskyldusvíta, 3-5 manna

Í fjölskyldusvítunni sem er 55 m² eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Hér er að finna rúm fyrir fjóra og svefnsófa (177 cm) sem hægt er að breiða út fyrir einn. Að lágmarki þurfa þrír að greiða fullt verð, það er hægt að fá eitt barnaverð og hér geta að hámarki búið fjórir fullorðnir og eitt barn. Þú getur valið á milli landsútsýnis eða sjávarútsýnis gegn auka greiðslu.

Stórt garðherbergi, 2-3 manna

Í þessu herbergi sem er ca. 55 m² er eitt herbergi sem er deilt upp með nokkrum tröppum. Hér eru rúm fyrir tvo og svefnsófi (172 cm) sem hægt er að búa um fyrir einn. Að lágmarki tveir þurfa að greiða fullt verð og hér geta að hámarki tveir fullorðnir búið. Þessi herbergistegund er annað hvort á jarðhæð eða annari hæð.

Hámarks slökun!

Ef þú vilt hvíla þig á heitum geislum sólarinnar, eða einfaldlega bara þegar þig langar að dekra við þig og slappa af, ættir þú að fara í frábæru heilsulindina. Hér er í boði tyrkneskt hamam, gufubað, eimbað og nuddpottur sem hægt er að nota að vild. 

Hér er líka í boði meðferðir eins og nudd, húðslípun og snyrtimeðferðir sem hægt er að fá gegn gjaldi. 

Gegn gjaldi

Meðferðir.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.