Alanya, Tyrkland

Xperia Saray Beach

toFewGuestCreds
toShowanyResult
toFewGuestCreds
toShowanyResult

7 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 12 ára
Barnalaug
Já 
Sundlaug:
Strönd
0 m 
Miðbær
1 km Alanya Bazar 

Einstök staðsetning á Kleópötruströndinni

Saray Beach er staðsett á hinni fallegu Kleópötruströnd og í göngufjarlægð frá helstu verslunarmöguleikum, menningarviðburðum og fínum veitingahúsum. Með okkar frábæra „allt innifalið“ og ný endurinnréttuðu herbergi færðu mikið fyrir peningana. 

Einstök staðsetning Saray Beach þýðir að þú þarft ekki að slást við hina sólþyrstu túristana um pláss á ströndinni, heldur færðu sólstól og sólhlíf á ströndinni innan hótelsvæðisins. En það er frátekið eingöngu fyrir gesti Saray Beach. 

Þetta fína borgarhótel, sem var enduruppgert að fullu veturinn 2012-2013, er nútímalegt hótel með allt sem þú þarft fyrir frábært sumarfrí á besta stað í Tyrklandi. Hófleg stærð hótelsins skapar einstaklega notalegt andrúmsloft sem samanstendur af fjörugri strandarstemningu og afslappandi kyrrlátu andrúmslofti við sundlaugina. Hótelið passar sérsaklega vel fyrir pör sem vilja njóta þess að sleikja sólskinið á ströndinni á milli þess sem farið er í skoðanaferðir um sögulegt svæðið. Hótelið er einnig tilvalið fyrir þá sem vilja njóta bæði strandarinnar og næturlífsins, þar sem allt er í seilingarfjarlægð. 

Saray Beach er systurhótel tveggja hótela í Alanya; Grand Bali og Kandelor Hótel. Þegar þú dvelur á Saray Beach getur þú á kvöldin nýtt þér „allt innifalið“ á barnum á hinum tveimur hótelunum, þér að kostnaðarlausu.

Þar sem Saray Beach er staðsett í miðbænum, má búast við að talsvert skvaldur berist inn á hótelið, sérstaklega má búast við meiri látum á kvöldin. 

Öruggt pláss á Kleópötruströndinni!

Það eru til margar sögusagnir um hvernig Kleópötruströndin fékk nafnið sitt. Samkvæmt einni þeirra var það sjálfur Markús Antoníus herforingi sem nefndi ströndina. Ástæðan var sú að honum þótti ströndin jafn falleg og egypska drottningin sjálf. Aðrar sögusagnir vilja meina að hann hafi gefið henni ströndina í brúðkaupsgjöf en sú þriðja segir að Kleópatra hafi baðað sig á þessari strönd hvern dag sem hún var í Tyrklandi. Allir eru þó sammála um að Kleópötruströndin er ein besta strönd Tyrklands og með sumarfríi á Saray Beach gulltryggir þú þér pláss í þessari litlu paradís.

Á einkaströnd Saray Beachs er ekta strandarstemning á meðal gesta þar sem sumir hverjir slappa af með góða bók á meðan aðrir spila boltaleiki. Á barnum er hægt að ná sér í ýmislegt snarl, drykki  og létta rétti. Einnig er hægt að kaupa ís ef þú vilt kæla þig niður. Sandurinn er fíngerður á ströndinni en örlítið grófari við fjöruborðið og sjórinn dýpkar hratt. Kleópötruströndin er eitt mesta aðdráttarafl Alanya og yfirleitt þegar ferð hingað er skiplögð þarf að hugsa út í kostnað við mat og drykk, hvernig hægt er að komast á ströndina og slíkt. En þegar þú dvelur á Saray Beach þarftu ekki að hafa áhyggjur af neinu slíku heldur eingöngu að halla þér aftur á sólstólnum og njóta lífsins. 

Til viðbótar við Kleópötruströndina býður hótelið upp á notalegt sundlaugarsvæði með litla sundlaug og barnasundlaug. Í sundlauginni er einnig fljótandi bar svo þú getur notið þess að drekka kaldan drykk á meðan þú situr á barstól ofan í vatninu. Á meðan að andrúmsloftið á ströndinni er yfirleitt líflegt og fjörugt, er mun kyrrlátara hér. Því er hægt að slappa af og sleikja sólskinið án þess að verða fyrir utanaðkomandi truflun í formi háværrar tónlistar eða einstaklinga í leikjum.

Handklæði fyrir sundlaug og strönd er hægt að fá lánuð í afgreiðslunni gegn tryggingargjaldi.

Allt innifalið– Á þremur hótelum!

Aðalveitingastaður hótelsins er staðsettur í kjallaranum og þar eru borin fram morgunverðar-, hádegisverðar- og kvöldverðarhlaðborð. Mikil áhersla er lögð í að bera fram frekar fáa rétti svo kokkurinn hafi tíma til að gera þá mjög gómsæta.

Allir innlendir drykkir eru innifaldir í „allt innifalið“ og þú hefur einnig um fimm bari að velja. Prófaðu til dæmis sundlaugarbarinn sem er ofan í sundlauginni, þar sem þú færð að sitja ofan í vatninu. Eða snarlbarinn þar sem hægt að er velja léttan hádegisverð ef þú leggur ekki í stóra hlaðborðið eftir að hafa gætt þér á morgunverðarhlaðborðinu.

Í móttökunni er kaffihúsið X Café, en það er eitt af notalegustu svæðum hótelsins. Hér færð þú að sitja í þægilegum hægindastólum á stórri verönd með útsýni yfir bæði ströndina og sundlaugarsvæðið. Hér er boðið upp á kaffi og te yfir daginn, svo þetta er tvímælalaust besti staðurinn til að vera á, ef þú vilt taka smá pásu frá sólinni.

Á Grand Bali er sjávarréttaveitingastaður og einnig tyrkneskur a la carte veitingastaður en fara á má einu sinni á hvorn veitingastað á meðan að á dvöl stendur, gegn bókunarkostnaði.

Ef þú vilt fá smá fjölbreytni frá hlaðborðunum þá getur þú einnig farið á hina a la carte veitingastaðina sem eru utanhúss og notið þess að borða utandyra, gegn gjaldi. Hér er boðið upp á mikið úrval af bæði tyrkneskum og alþjóðlegum réttum. 

Þegar þú dvelur á Saray Beach getur þú á kvöldin nýtt þér „allt innifalið“ á barnum á systurhótelunum Grand Bali og Kandelor Hótel. Byrjaðu til dæmis kvöldið með nokkrum drykkjum á Kandelor Hótel áður en þú ferð út á næturlífið. Eða komdu við á Grand Bali á leiðinni heim af veitingastaðnum og fáðu þér einn drykk fyrir svefninn.

Opnunartími:

Opnunartími:
Morgunverður Aðalveitingastaður 08:00 - 10:00
Hádegisverður Aðalveitingastaður 10:00 - 10:30
Morgunsnarl Aðalveitingastaður 12:30 - 14:00
Kvöldverður Aðalveitingastaður 19:00 - 21:00
Miðnætursnarl Aðalveitingastaður 23:00 - 00:00
Snarl Bar   10:00 - 18:00
Beach Bar   10:00 - 02:00
Pool Bar   10:00 - 18:00
Lobby Bar   10:00 - 00:0
X Café   10:00 - 18:00
Kandelor Pool Bar   21.00 – 00.00
Grand Bali Street Life Bar   21.00 – 00.00
     
     
     
     

Vinsamlegast athugið að tímasetning og framboð getur breyst eftir fjölda gesta og árstíma.

Kvöldskemmtun og nálægð við verslanir

Flestir gestir Saray Beach nýta sér fullkomna staðsetningu hótelsins til að njóta hinna mörgu verslunarmöguleika Alanya og ótrúlegs næturlífs. Ef þú vilt eyða kvöldunum á hótelinu bjóðast alls kyns skemmtiatriði við snarlbarinn á ströndinni nokkur kvöld í viku. En það er bæði mikil stemning og mjög hátíðlegt að skemmta sér undir stjörnubjörtum himni. Í boði eru t.d. tyrkneskar sýningar og lifandi tónlist.  

Afþreyingarnar á Saray Beach eru ekki margar en þó eru þær vel valdar og því er hér allt sem þú þarft. Í kjallaranum er hársnyrtistofa og minjagripaverslun og utandyra er hægt að spila borðtennis og strandblak. Þráðlaust Internet er í boði á öllu hótelinu en það er innifalið í verðinu.

Skemmtileg herbergi fyrir allt að sjö manns

Herbergin á Saray Beach voru algjörlega tekin í gegn veturinn 2012-2013 en allar innréttingar eru í ljósum tónum og hlýlegum stíl. Öll herbergi eru með þráðlaust Internet, sjónvarp, síma, minibar, loftkælingu, hraðsuðuketil með te og kaffi og einnig er hægt að fá öryggishólf gegn þóknun. Mögulegt er að panta „koddaþjónustu” gegn greiðslu, þar sem þú getur valið þér þann kodda sem hentar þínum svefni best. Á baðherberginu er sturtuklefi og hárþurrka.

Tvíbýli, 2-3 manna

Í tvíbýlinu er annaðhvort tvíbreitt rúm eða tvö einbreið rúm. Hér er pláss fyrir tvo fullorðna og eitt barn, en minnst tveir þurfa að greiða fullt verð. Þriðji gesturinn sefur í auka rúmi. Hægt er að panta þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn auka greiðslu. Flest tvíbýlin hafa viðrunarsvalir en einstaka tvíbýli hafa svalir sem eru um það bil 1x1 meter. Ekki er hægt að panta sérstaklega hvora gerðina af svölum herbergið er með.

Deluxe herbergi, 2-3 manna

Ef þú vilt hafa rúmgott í kringum þig er deluxe herbergið rétta valið fyrir þig. Öll deluxe herbergi eru með frábæru sjávarútsýni og svölum. Hér er annaðhvort tvíbreitt rúm og einbreitt rúm eða þrjú einbreið rúm svo hér er pláss fyrir þrjá fullorðna. Mögulegt er að fá eitt barnaverð, en minnst tveir þurfa að greiða fullt verð.

Samtengd tvíbýli, 4 manna

Hér færð þú tvö venjuleg tvíbýli með hurð á milli og þar af leiðandi tvö baðherbergi líka. Hér er pláss fyrir fjóra fullorðna þar sem allir borga fullt verð. Hér eru einungis viðrunarsvalir.

Gegn greiðslu

Koddaþjónusta, öryggishólf.

Heilsulind

Í kjallaranum á Saray Beach er lítil heilsulind sem býður upp á meira en bara það venjulega en þar á meðal er fiskaspa, þar sem litlir fiskar sjá um að taka allar gamlar húðfrumur. Einnig er hægt að fá nudd eða upplifa tyrkneskt bað í hótelsins, hamam. Öllum er frjálst að nota nuddpottinn og hamam, en nudd og aðrar líkamsmeðhöndlanir eru gegn greiðslu.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Alanya

Hótelið er á suðurströnd Tyrklands í Alanya, en hún er þekkt sem einn af bestu og vinsælustu sumarfrísstöðum Tyrklands. Staðurinn býður uppá hrífandi sögu, mikið af áhugaverðum stöðum og yfirgnæfandi fjölda af verslunum sem selja bæði tyrkneskar og innfluttar vörur. Hér er einnig líflegt næturlíf sem felur í sér góða veitingastaði, diskótek, bari og kaffihús.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.