Aukaval í ferðinni


Aukaval

Comfort Class | Kids Comfort | Hamam | Forfallatrygging | Ferðatrygging | Sein útskráningSætisval og annað aukaval í flugi | Tax Free | Herbergi hlið við hlið!


Comfort Class

 

Fáðu meira út úr fríinu með Comfort Class!

Ef þú dvelur á einu af Nazar Collection hótelum okkar er mögulegt að bóka Comfort Class pakkann sem gefur þér aukaleg þægindi í fríinu. Með Comfort Class færð þú meðal annars VIP innskráningu við komu, frítt þráðlaust Internet, seinni útskráningu á brottfarardag, frátekna sólbekki á ströndinni og margt, margt fleira. Það er takmarkaður fjöldi sem kemst að svo pantaðu strax í dag í síma 519 2777.

Athugið að bóka verður Comfort Class minnst einni viku fyrir brottför.

Allt þetta færð þú með Comfort Class

  • Fráteknir sólbekkir á ströndinni
  • A la carte morgunmatur þrjá daga vikunnar, innifalinn er nýkreistur safi
  • VIP innskráning við komu
  • Frítt Internet í herberginu (Á ákveðnum hótelum er frítt Internet á herbergjunum án þess að þú hafir bókað Comfort Class, en þó alltaf fyrir hámark tvö tæki)
  • Möguleiki á einni heimsókn aukalega á a la carte veitingastaði hótelsins
  • Útskráning á brottfarardag seinkað til kl 18.00
  • 20% afsláttur á allar meðferðir í heilsulind
  • Áfylltur minibar við komu (2 Cola, 1 Cola Light, 1 Fanta, 1 Sprite, 2 sódavatn, 1 l vatn)
  • Baðsloppur og tvö pör af inniskóm
  • Strandhandklæði í herberginu

Verð á viku:

Fullorðinn 19.500 kr.
Barn: 4.500 kr.

ATH! Allir þeir sem dvelja í sama herbergi verða að bóka Comfort Class pakkann (bæði börn og fullorðnir). Það getur verið mismunur á innihaldi pakkans eftir hótelum.


Kids Comfort

Við hjá Nazar elskum börn og viljum því að bæði þau og foreldrarnir hafi það eins gott og mögulegt! Nú þarftu ekki lengur að hafa kerruna með þér í sumarfríið og þú getur soðið vatn í grautinn í friði og ró inni á herberginu.

Á Pegasos hótelunum okkar er nú hægt að bóka Kid´s comfort þar sem þú færð kerru (t.d.Chicco Snappy Spring) á herbergið ásamt barnastól og hraðsuðukatli. Takmarkað magn í boði:

Verð: 6.000 kr/viku


Hamam

Byrjaðu sumarfríið  þitt á því allra besta - hamam!

Hamam er hefðbundin tyrknesk meðhöndlun, frábær samblanda af hita, gufu, skrúbbi og nuddi.  Starfsmaður heilsulindarinnar mun byrja á að skrúbba líkama þinn til að losa um allar dauðar húðfrumur og gera húðina tilbúna fyrir fallega og jafna brúnku sem mun endast lengur. Meðferðinnni lýkur með froðunuddi.

Þegar þú bókar ferð á eitt af Pegasos hótelum okkar, getur þú einnig bókað lúxus hamam pakkann. Pakkatilboðið inniheldur hefðbundna skrúbbið og froðunuddið en einnig 30 mínútna slökunarnudd með olíu. Ef það er einhverntímann sem þú ættir að dekra við þig í heilsulind, þá er það í Tyrklandi. Svo gríptu tækifærið! Þú skalt samt hafa varann á því yfirleitt vill maður bara meira og meira dekur.

Verð: 7.500 kr.


Forfallatrygging

Við hjá Nazar vitum af eigin reynslu að það er góð fjárfesting að tryggja sig bæði fyrir ferð og á meðan á ferð stendur. Þess vegna mælum við alltaf með því við okkar gesti að þeir tryggi sig vel, því maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér. Við bjóðum upp á tvenns konar forfallatryggingu aðra með öryggispakka, hin án öryggispakkans.

 

Forfallatrygging  án  öryggispakka

Gildir:

- Frí afbókun vegna skyndilegra og alvarlegra veikinda, gildir alveg að innritunartíma.

 

Forfallatrygging með öryggispakka

Gildir:

- Frí afbókun vegna skyndilegra og alvarlegra veikinda, gildir alveg að innritunartíma.
- Frí afbókun vegna uppsagnar. Gildir fyrir fastráðna starfsmenn sem sagt er upp skyndilega, utan fyrirvara. Vottorð frá vinnuveitenda verður að fylgja.
- Frí afbókun vegna skilnaðar. Skilnaðarvottorð verður að sendast inn til okkar.
- Fríar breytingar á ferð ef allir ferðaaðilar í bókun eru með forfallatryggingu og það eru minnst 42 dagar til brottfarar. Fríar breytingar gilda ekki fyrir ferðir með afslætti.
-Þú færð einnig verðtryggingu, þannig að ef ferðin skyldi lækka fram að 60 dögum fyrir brottför hefur þú rétt á að fá endurgreiddan mismuninn!
-Allir ferðaaðilar í sömu bókun geta áfram dvalið á sama hóteli, þótt einn af ferðaaðilunum hafi þurft að afbóka vegna t.d. sjúkdóms. Þú átt rétt á að vera á sama hóteli og ert tryggður gegn hærra gjaldi. Þetta gildir svo framarlega sem allir ferðafélagar eru með forfallatrygginguna og að læknisvottorð sé til stuðnings afbókuninni. 

Vottorð skal berast okkur síðast 7 dögum eftir afbókun.

Þú greiðir fyrir forfallatrygginguna um leið og þú greiðir staðfestingargjaldið fyrir ferðina. Ekki er hægt að kaupa forfallatryggingu eftir að staðfestingargjaldið hefur verið greitt. 

Til að afbóka eða breyta þinni ferð skaltu hafa samband við þjónustuverið í síma 519 2777 fyrir brottför. Utan skrifstofutíma getur þú sent okkur tölvupóst á info@remove-this.nazar.is. Í skilaboðunum skaltu gefa upp bókunarnúmer, hvaða aðilar það eru sem eru að afbóka, ástæða afbókunar og dagsetninguna á afbókuninni. Endilega hafðu í huga að bara sá sem bókaði ferðina getur afbókað hana.

Til að geta nýtt forfallatrygginguna þarftu að senda til okkar vottorð í frumriti. Ef um skyndilegan sjúkdóm er að ræða verður læknir að gefa út vottorð um að heilsunnar vegna getir þú ekki ferðast. Þú verður sjálf/ur að greiða kostnað varðandi læknisvottorð og þegar ferðin er endurgreidd, endurgreiðist ekki gjaldið fyrir forfallatrygginguna.

Fyrir frekari upplýsingar bendum við á ferðaskilmála okkar.Sein útskráning

Þegar þú ferðast með Nazar bjóða nokkur hótel upp á möguleikann á seinni útskráningu. Þá máttu halda herberginu til klukkan 17:00 í stað 12:00 á brottfarardaginn. Sein útskráning verður að bóka og greiða fyrir minnst 7 dögum áður en ferð hefst. Athugið að takmarkaður fjöldi herbergja er í boði fyrir seina útskráningu en hægt er að fá frekari upplýsingar á síðunni um þitt hótel.


Herbergi hlið við hlið!

Auðvitað viljið þið fjölskyldan eða vinirnir dvelja hlið við hlið í sumarfríinu! Þessi sívinsæli möguleiki er nú í boði á öllum okkar Nazar Collection hótelum. Frábær kostur fyrir stóru fjölskylduna eða vinafólk sem ferðast saman.

Bókaðu tvö herbergi og tryggðu þér að hámark 3 hurðir séu á milli herbergjanna. Þetta kostar 7.500 kr/vika á herbergi og á við um flestar herbergistegundir.

Herbergi hlið við hlið!

Auðvitað viljið þið fjölskyldan eða vinirnir dvelja hlið við hlið í sumarfríinu! Þessi sívinsæli möguleiki er nú í boði á öllum okkar Nazar Collection hótelum. Frábær kostur fyrir stóru fjölskylduna eða vinafólk sem ferðast saman.

Bókaðu tvö herbergi og tryggðu þér að hámark 3 hurðir séu á milli herbergjanna. Þetta kostar 7.500 kr/vika á herbergi og á við um flestar herbergistegundir.Þjónustuver:

Mán - Fös 07:00 - 16:00

Sími: 519 2777

Nazar Nordic AB
Slagthuset, 211 20 Malmö

Við erum ekki með neinar söluskrifstofur - öll sala á sér stað í gegnum síma og internet.

Tölvupóstfang: info@remove-this.nazar.is


Hringið endilega í
síma 519-2777

Við í þjónustuverinu


Gjafakort

Af hverju ekki að koma þínum nánustu á óvart með gjafakorti frá Nazar?

Lesa meira


Facebook

Vertu vinur okkar á Facebook og fáðu spennandi tilboð og taktu þátt í skemmtilegum leikjum.

Vera vinur