Alanya er sérstaklega þekkt fyrir gott loftslag og fallegar strendur

Þar fyrir utan býður bærinn einnig upp á stórar verslunargötur, skemmtilega markaði, góða veitingastaði, bari og áhugaverða staði.

Þekktasta ströndin er Kleópötruströndin, en hana á Markús Antoníus að hafa gefið egypsku drottningunni í brúðkaupsgjöf. Við heillandi höfnina iðar næturlífið og bærinn býður upp á stórar verslunargötur, spennandi markaði, góða veitingastaði og huggulega bari.

  • Einn af uppáhaldsáfangastöðum norðurlandabúa
  • Yndislegt hafnarsvæði með líflegu næturlífi
  • Mikið um verslanir, markaði, strandir og menningu

Þrjár aðalgötur teygja sig frá austur til vesturs í Alanya. Frá aðalgötunni liggja margar huggulegar hliðargötur í átt að markaðssvæðinu, þar sem hægt er að kaupa ávexti og grænmeti. Í götunum sem liggja að höfninni er m.a. hægt að kaupa fatnað og minjagripi en kaffihúsum og veitingastöðum fjölgar eftir því sem nær dregur höfninni. Þú getur verið viss um að staðurinn er góður ef heimamenn eru í meirihluta.

Anna Lundberg, Nazar-guide Alanya

Nytsamlegar upplýsingar

Bankar og hraðbankar

Hraðbanka er að finna í miðbæ Alanya og við flest hótel. Banka er að finna í miðbæ Alanya.

Póstur og sími

Póstþjónustan í Tyrklandi heitir PTT. Þar getur þú skipt erlendum gjaldeyri í tyrkneskar lírur, ásamt því að geta keypt frímerki og símkort. Til að hringja til Íslands þarftu að slá inn 00354 og svo símanúmerið.

Læknar og apótek

Apótek (eczane) er að finna út um allt. Þarftu á lækni að halda, er þér velkomið að hafa samband við fararstjóra okkar. Þú getur líka haft samband við lækni í síma:

Anadolu Alanya: +90 242 522 62 62
Baskent Alanya: +90 242 511 25 11
Dr. Call Alanya: +90 242 511 33 36

Sjáið flottu hótelin okkar í Alanya