Antalya er stærsti ferðamannastaðurinn á tyrknesku rivierunni

Stórborg sem er full af lífi og fjöri. Í sögufrægum miðbæ borgarinnar getur þú farið í skoðunarferðin um þröngar göturnar, þar sem leynast spennandi tyrkneskar verslanir sem selja allt frá tyrknesku teppi til listaverka og gómsæts sætabrauðs.

Hægt er að ljúka deginum með drykk við rómversku höfnina, eða halda áfram að versla í glæsilegum verslunarmiðstöðum. Hér geturðu verið viss um að fá frí sem býður upp á eitthvað extra!

  • Fullkomin blanda af stórborg og sólarströnd
  • Skemmtilegur og sögulegur staður með margt að sjá
  • Sól & strönd, verslun eða menning – þitt er valið

Antalya er höfuðborg tyrknesku rivierunnar og minn uppáhalds áfangastaður. Hér er hægt að njóta bæði sólar of hafs á stórkostlegum hótelum við Lara-ströndina, með ótrúlegum þægindum eða blandast mannfjöldanum í ekta stórborg með öllu sem því tilheyrir. Ef hungrið segir til sín er um marga flotta veitingastaði og lítil kaffihús að velja sem öll bjóða upp á mat á sanngjörnu verði. Þegar kvölda tekur er svo hægt að kíkja á barinn þar sem yfirleitt er lifandi tónlist.

Nina Hahto, Nazar guide Antalya


Nytsamlegar upplýsingar um Antalya

Bankar og hraðbankar

Hraðbanka er að finna í miðbæ Antalya og við flest hótel. Banka er að finna bæði í miðbæ Antalya og í Lara.

Póstur og sími

Póstþjónustan í Tyrklandi heitir PTT. Þar getur þú skipt erlendum gjaldeyri í tyrkneskar lírur, ásamt því að geta keypt frímerki og símkort. Til að hringja til Íslands þarftu að slá inn 00354 og svo símanúmerið.

Læknar og apótek

Apótek (eczane) er að finna út um allt. Þarftu á lækni að halda, er þér velkomið að hafa samband við fararstjóra okkar. Þú getur líka haft samband við lækni í síma:

Anadolu Alanya: +90 242 522 62 62

Baskent Alanya: +90 242 511 25 11

Dr. Call Alanya: +90 242 511 33 36

Sjáið flottu hótelin okkar í Antalya