Ferðamannastaðurinn Belek er í um hálftíma fjarlægð frá Antalya

Og er kjörin áfangastaður fyrir þá sem vilja friðsælt umhverfi og mikil gæði í fríinu. Grænt og fallegt svæðið hefur langar sandstrendur sem ná að gömlum Eukalyptusskógi.

Staðurinn einkennist af glæsilegum lúxus hótelum, sem eru þekkt fyrir háan staðal, góða þjónustu og framúrskarandi „allt innifalið“ þema. Belek er þar fyrir utan þekkt sem ekta golfparadís með hvorki meira né minna en 14 golfvöllum.

  • Mörg flott hótel og hátt þjónustustig
  • Notalegur miðbær með góða verslunarmöguleika
  • Golfparadís með marga frábæra golfvelli

Þegar ég ímynda mér hið fullkomna frí, hugsa ég um skærblátt haf, græna skóga og langar strandlengjur. Það eru ekki margir staðir í heiminum sem geta uppfyllt þetta allt, en ég veit þó um stað sem uppfyllir öll þrjú skilyrðin og meira til! Belek liggur við rætur Taurusfjallanna og er einn af nýjustu sumarfrísstöðunum á Tyrknesku Ríveríunni. Mér finnst Belek vera hinn fullkomni staður þar sem hægt er að njóta þess bara að vera til!

Marie Palm, Nazar-guide Belek

Nytsamlegar upplýsingar um Belek

Bankar og hraðbankar

Hraðbanka er að finna í miðbæ Belek og á Susesi Luxury Resort. Banka er að finna bæði í miðbæ Belek og einnig í nágrannabænum Kadriye.

Póstur og sími

Póstþjónustan í Tyrklandi heitir PTT. Þar getur þú skipt erlendum gjaldeyri í tyrkneskar lírur, ásamt því að geta keypt frímerki og símkort. Til að hringja til Íslands þarftu að slá inn 00354 og svo símanúmerið.

Læknar og apótek

Apótek (eczane) er að finna út um allt. Þarftu á lækni að halda, er þér velkomið að hafa samband við fararstjóra okkar. Þú getur líka haft samband við lækni í síma:
Anadolu Alanya: +90 242 522 62 62
Baskent Alanya: +90 242 511 25 11
Dr. Call Alanya: +90 242 511 33 36

Sjáið flottu hótelin okkar í Belek: