I Side geturðu verið viss um að upplifa frí sem aldrei gleymist

Á tímum rómversku keisaranna var Side blómstrandi verslunarborg, sem græddi til dæmis á þrælasölu og skylmingaþrælabardögum á leikvanginum. Fornaldar arkitektúr frá stórfenglegri fortíð borgarinnar ríkir enn, en blandast samt ótrúlega vel með nútíma verslunum, veitingastöðum og börum.

Hægt er að fara í rómantískan göngutúr meðfram litlu höfninni og ljúka göngunni með því að njóta sólsetursins við Apollonhofið.

  • Sögulegur staður með fjölda fallegra rústa
  • Fjölskylduparadís með fallegar sandstrendur
  • Notalegur miðbær með verslunum og næturlífi

Side er borgin þar sem rómantíkin blómstrar! Það er auðvelt að ímynda sér hvernig borgin leit út á tímum rómversku keisaranna, þegar maður gengur um gamla hlutann og við höfnina. Á meðal gömlu húsanna, rómversku rústanna og skemmtilegra verslanna hugsa ég mikið aftur til fortíðar. Þú þarft ekki að hafa fjörugt ímyndunarafl til þess að þér finnist allt í einu eins og þú sért einn af áhorfendunum í blóðugum bardaga skylmingaþrælanna á leikvanginum.

Pinja Raistikka, Nazar-guide


Nytsamlegar upplýsingar um Side

Bankar og hraðbankar

Haðbanka er að finna í miðbæ Side og við flest hótel. Banka er að finna bæði í miðbæ Side og einnig í nágrannabænum Manavgat.

Póstur og sími

Póstþjónustan í Tyrkandi heitir PTT. Þar getur þú skipt erlendum gjaldeyri í tyrkneskar lírur, ásamt því að geta keypt frímerki og símkort. Til að hringja til Íslands þarftu að slá inn 00354 og svo símanúmerið.

Læknar og apótek

Apótek (eczane) er að finna út um allt. Þurfir þú á lækni að halda, er þér velkomið að hafa samband við fararstjóra okkar. Þú getur líka haft samband við lækni í eitt af þessum númerum:

Anadolu: +90 242 744 02 02

Medicus: +90 242 753 11 11

Sjáið flottu hótelin okkar í Side: