Að vinna á höfuðstöðvunum í Malmö

Á höfuðstöðvunum í Malmö eru um það bil 25 starfsmenn sem sjá um alla skrifstofuvinnuna fyrir öll fimm norðurlöndin. Við erum með flotta og nýtískulega aðstöðu aðeins örfáum skrefum frá Malmö C, sem tilvalið fyrir hádegishléð og samgöngur. Þökk sé því að við erum frekar lítill hópur er alltaf létt og skemmtilegt andrúmsloft á skrifstofunni.

Í þjónustuverinu er töluð sænska, danska, norska, finnska og íslenska – og allir með mikla þjónustulund. Í Malmö er einnig séð um alla markaðsfræði, verðlaggningu, gæðastjórnun, tæknimál og fjármálin.

Að vinna á áfangastöðum okkar

Sem fararstjóri eða leiðbeinandi getur þú sameinað ástríðu þína við að vinna við þjónustu eða með börn með því að vera á sólríkum áfangastað, langt frá rigningu og kulda.

Vinnustaðurinn er fyrst og fremst 4- og 5- stjörnu hótelin okkar, þar sem flestir af gestum okkar dvelja. Sem fulltrúi okkar á áfangastöðunum ert þú andlit okkar út á við – þú ert í vinnunni á meðan gestir okkar eru í fríi!

Það er mikilvægt fyrir okkur að persónuleiki og hæfileikar farastjóra okkar fái að skína í gegn og við hvetjum starfsfólk okkar til að taka til sín hugtakið Dream Provider og taka það á nýjar hæðir!