Saga Nazar


2004
Nazar hóf starfsemi sína í Danmörku, Noregi og Svíþjóð með stórum blaðamannafundi þann 19. janúar. Nazar var á þessum tímapunkti hluti af stóru bresku ferðaskrifstofunni First Choice en Nazar var fyrsta fjárfestingin þeirra á Norðurlöndunum.

2006
Nazar stækkaði við sig og fór að skipuleggja ferðir frá Finnlandi. Þar var Nazar einnig fyrsta ferðaskrifstofan sem bauð upp á „allt innifalið“ frí, með áherslu á 4- og 5-stjörnu hótel við Miðjarðarhafið.

2007
First Choice og TUI sameinuðust og urðu að TUI Plc., stærstu ferðaskrifstofu í heimi.

2009
Nazar voru fyrst á Norðurlöndunum til að bjóða upp á „allt innifalið“ ferðir til Krítar, en það var þó tekið af dagskránni aftur eftir sumarið 2010.

2011
Nazar var fyrsti ferðaskipuleggjandi Norðurlandanna til að bjóða alfarið upp á „allt innifalið“ ferðir.

2012
Þrátt fyrir efnahagskreppuna náði Nazar besta árangri nokkru sinni, bæði þegar kom að sölu og ánægju viðskiptavina.

2014
Nazar stækkar við sig og byrjar að selja ferðir frá Íslandi og verður þar með norrænasta ferðaskrifstofa Norðurlandanna. TUI Plc. og TUI AG sameinuðust og urðu að TUI Group.